Færslur: Gosstöðvar á Reykjanesskaga
Öflugasta skjálftahrinan síðan í desember
Skjálftahrina sem hófst undan Reykjanestá á tíunda tímanum í gærkvöld er sú öflugasta á þessum slóðum síðan í desember. Hún er mjög rénun en þó mælist enn þó nokkur smáskjálftavirkni og ótímabært að lýsa hana afstaðna. Þetta segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
13.04.2022 - 07:00
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
30.09.2021 - 08:24
Ekki nýtt eldgos heldur tunglið að stríða fólki
Það sem fjöldi fólks taldi vera annað eldgos austan við Fagradalsfjall reyndist vera tunglið. Þetta kemur fram á Facebook síðu Veðurstofu Íslands en töluvert af tilkynningum barst þangað og allir höfðu sömu sögu að segja af greinilegum bjarma austan við eldstöðvarnar.
17.09.2021 - 04:45
Ferðamaður villtist illa með fulltingi kortaforrits
Erlendur ferðamaður á smábíl fór mjög villur vegar þegar hann með fulltingi smáforritsins Google maps ætlaði að aka að Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann þurfti að leita ásjár lögreglunnar á Suðurnesjum sem leysti úr vanda hans.
04.09.2021 - 08:15
Nýr gígur á Fagradalsfjalli
Nýr gígur hefur myndast í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að nýi gígurinn virðist vera óháður eldri gígnum. Einkum tvennt sé áhugavert við gosið. Annars vegar sé það ráðgáta hvað valdi því að það gjósi í hrinum og hins vegar sé áhugavert að allar tegundir basalthrauna sem geti myndast ofan sjávar, hafi myndast við Fagradalsfjall. Til að mynda tannkremstúpuhraun og klumpahraun.
17.08.2021 - 09:06
Tveir meiddust á ökkla við gosstöðvarnar
Upp úr hádegi í dag voru björgunarsveitir kallaðar út með hálfrar klukkustundar millibili vegna tveggja einstaklinga sem báðir höfðu slasað sig á ökkla og þurftu aðstoð við að komast niður.
27.07.2021 - 17:31
Öflugur hraunfoss rennur úr gígnum niður í Meradali
Aukið líf hefur færst í gosið við Fagradalsfjall á ný eftir að virknin datt niður þann 6. júlí. Gosórói tók að aukast um tíuleytið í gærkvöld og hefur aukist nokkuð hratt og örugglega síðan.
10.07.2021 - 13:48
Lögregla varar við lífshættulegum fíflaskap
Nokkuð hefur borið á því undanfarið á því að fólk gangi út á hraunið á gosstöðvunum í Geldingardal. Lögreglan á Suðurnesjum varar eindregið við þessu athæfi enda alls óvíst að hraunið haldið og athæfið því lífshættulegt.
23.06.2021 - 07:18
Væri til í að geta sagt eldgosinu upp
Hraun fyllir nú botn Meradala. Gosstrókar rjúka ekki lengur upp úr virka gígnum heldur er hraunflæði jafnt. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segist vera orðinn þreyttur á gosinu og spyr hvort ekki sé unnt að segja því upp.
10.06.2021 - 19:30
Karl og kona flutt með sjúkrabíl af gosstöðvunum
Maður og kona voru flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús frá gosstöðvunum í Geldingadölum í kvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
06.05.2021 - 00:46
Flest óhöpp verða þegar fólk fylgir ekki fyrirmælum
Tveir voru fluttir frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gærkvöld eftir að þeir fundu fyrir verkjum og óþægindum, líkast til af völdum gosmengunar. Báðir fengu hjálp björgunarsveitarfólks við að komast frá gosstöðvunum.
02.05.2021 - 10:35
Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
21.04.2021 - 01:56
Nýtt gosop greindist á mælum áður en það sást
Nýtt gosop myndaðist á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í dag. Gosopið er þétt upp við einn gíganna sem fyrir eru og ekki ýkja stórt. Það er þó það fyrsta þar sem náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar sáu í hvað stefndi á mælitækjum sínum og létu athuga aðstæður á vettvangi.
17.04.2021 - 16:56
Gasmengun á Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðinu
Gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum leggur að líkindum yfir Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðið í nótt og á morgun en á fimmtudag snýst vindur í suðaustanátt og mun mengunin þá mögulega leggjast yfir Reykjanesbæ. Ekki er þó talið að hætta stafi af.
14.04.2021 - 03:15
Þrívíddarlíkön af eldgosinu til fróðleiks og skemmtunar
Náttúrufræðistofnun hefur útbúið þrívíddarlíkön af eldgosinu við Fagradalsfjall í samvinnu við Almannavarnir, Landmælingar Íslands og Háskóla Íslands. Líkönin, sem má sjá hér að neðan, byggja á ljósmyndum sem teknar eru úr flugvél. Neðsta líkanið er frá því áður en eldgos hófst en hin sýna svæðið 20. mars, 23. mars, 5. apríl, 8. apríl og 12. apríl. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að líkönin séu fyrst og fremst hugsuð til fróðleiks og skemmtunar.
13.04.2021 - 10:26