Færslur: Gönguskíði

Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
Landinn
Þótti frekar lúðalegt að æfa skíðagöngu
Félagarnir Ólafur Pétur Eyþórsson og Einar Árni Gíslason hafa æft skíðagöngu síðan þeir voru smástrákar. „Maður var ekkert alltaf að segja öllum að maður æfði gönguskíði,“ segir Einar Árni, „það var kannski soldið lúðalegt í byrjun - en er orðið mjög töff sport núna.“
10.03.2021 - 07:30
Viðtal
„Þetta er það eina sem ég hugsa um þessa dagana"
Undanfarið hefur gönguskíðaæði gripið landann og fólk nýtur þess að fara um skíðabrautir. Æðiði hefur líka náð út fyrir troðnar slóðir og brautir því sífellt fleiri fara um á utanbrautarskíðum.
07.01.2021 - 12:49