Færslur: glæpagengi

Foringi glæpagengis framseldur til Bandaríkjanna
Leiðtogi voldugasta glæpahrings Haití var framseldur til Bandaríkjanna í dag. Yfirvöld á Haití segja að líkja megi ofbeldisöldunni í landinu við stríðsástand. Maðurinn hefur stjórnað glæpastarfseminni úr fangaklefa í Port-au-Prince.
Fimmti blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Mexíkóski blaðamaðurinn Heber Lopez Vazquez var skotinn til bana í gær. Hann er sá fimmti úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingja hendi í landinu það sem af er árinu.
Maður skotinn til bana á hóteli í miðborg Stokkhólms
Maður var skotinn til bana í gestamóttöku Fridhelmsplan hótelsins í miðborg Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar nú laust fyrir hádegið. Maðurinn var skotinn nokkrum skotum.
22.12.2021 - 12:39
Tólf kristniboðar flúðu úr gíslingu á Haítí
Tólf kristniboðum tókst að flýja úr gíslingu glæpagengis á Haití í síðustu viku. Sextán Bandaríkjamönnum og Kanadamanni sem voru á vegum bandarísku samtakanna Christian Aid Ministries var rænt í október síðastliðnum.
Lögregla leitar ennþá árásarmanns í Kaupmannahöfn
Ungur maður liggur mjög alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir skotárás á kaffihúsi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um árásina.
Maður skotinn til bana á Nørrebro í kvöld
Maður var skotinn til bana í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Tveir eru í haldi grunaðir um aðild að morðinu en maðurinn var skotinn í bakið.
03.12.2021 - 00:19
Tveir af sautján kristniboðum lausir úr prísund á Haítí
Tveir þeirra sautján kristniboða sem glæpagengi á Haítí rændi um miðjan október eru lausir úr prísundinni. Þeim líður vel að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum Christian Aid Ministries sem gerði fólkið út af örkinni.
Táningur sakfelldur fyrir að drepa lögreglumann
Sautján ára unglingur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa skotið lögreglumann til bana í Gautaborg í sumar.  
20.11.2021 - 14:27
Glæpagengi bannað í Danmörku
Hæstiréttur Danmerkur staðfesti í dag bann á starfsemi Loyal To Familia gengisins. Samkvæmt dómi Hæstaréttar eru þetta samtök sem hafa ólöglega starfsemi að augnamiði.  Loyal To Famila gengið er eitt hið þekktasta í Danmörku og meðlimir hafa verið dæmdir fyrir fíkniefnasölu, morð og morðtilraunir og aðra glæpi.
01.09.2021 - 17:15
Höfða mál á hendur bandarískum byssuframleiðendum
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur sex bandarískum byssuframleiðendum, með það fyrir augum að knýja fram breytingar sem torvelda mexíkóskum glæpagengjum að komast yfir morðtólin sem þeir framleiða. Fara Mexíkóar fram á allt að 10 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur af byssuframleiðendunum og strangara eftirlit með útflutningi og sölu á byssum þeirra.
Sænskur rappari dæmdur fyrir mannrán
Á þriðja tug manna voru í dag sakfelldir í Svíþjóð fyrir aðild sína að einu stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi í landinu.
14.07.2021 - 13:14
17 ára handtekinn fyrir að skjóta lögregluþjón til bana
Sautján ára unglingur hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa skotið lögregluþjón til bana í Gautaborg aðfaranótt fimmtudags.
02.07.2021 - 18:00
Handtaka í tengslum við morð á 12 ára stúlku í Botkyrka
Lögregla í Svíþjóð hefur mann í haldi sem talinn er eiga aðild að því að tólf ára stúlka var skotin til bana í bænum Botkyrka nærri Stokkhólmi í ágúst síðastliðnum.
17.06.2021 - 23:12
Spegillinn
„Það er hægt að hakka hakkara“
Theódór R. Gíslason, sérfræðingur í tölvuöryggi man ekki til þess að aðgerð þar sem glæpamenn eru plataðir til að nota app sem lögregluyfirvöld bjuggu til hafi gerst áður. Aðgerðin sýni að hægt sé að snúa á glæpamenn með tölvutækninni, hægt að hakka hakkara. Brotist er inn í tölvur fyrirtækja í auknum mæli bæði hér á landi og erlendis.
Skotárásum fjölgað verulega í Svíþjóð frá aldamótum
Dauðsföllum vegna skotárása hefur fjölgað verulega í Svíþjóð frá aldamótum. Landið er það eina í Evrópu þar sem mælst hefur aukning skotárása.
Spegillinn
Umræða getur vakið upp fordóma gagnvart innflytjendum
Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og lektor við háskólann á Akureyri. fagnar því ef umræða um glæpahópa verður til þess að fjársvelt Íslensk lögregla fái aukið fjármagn. Hætta sé hins vegar á að umræðan veki upp fordóma gagnvart innflytjendum. „Við viljum ekki að það skapist hér allsherjar ótti við fólk frá Austur-Evrópu vegna umræðu um erlenda glæpahópa.“
Spegillinn
Sprengjutilræði og kaldrifjuð leigumorð í Svíþjóð
Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hafa lýst yfir sérstöku viðbúnaðarástandi á landsvísu, vegna tíðra og alvarlegra ódæðisverka glæpasamtaka í suðurhluta landsins. Undanfarna mánuði hafa tugir sprengjutilræða átt sér stað í Malmö, og þar framin afar kaldrifjuð morð.
11.11.2019 - 16:47
Spegillinn
Danir herða tökin á glæpagengjum
Danska ríkisstjórnin tilkynnti auknar öryggisráðstafanir í dag vegna tíðra sprengitilræða og skipulagðrar glæpastarfsemi. Jafnframt hefur verið ákveðið að herða tímabundið eftirlit á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Ráðstafanirnar fela meðal annars í sér að eftirlitsmyndavélum verður fjölgað umtalsvert og rannsóknarheimildir lögreglu verða auknar.
10.10.2019 - 17:00
 · Erlent · glæpagengi · Lögreglan
Væri mögulegt að fjarlæga andlitstattú 6ix9ine
„Þetta eru allt litir sem ég væri bara nokkuð bjartsýn á að við gætum náð að fjarlægja, þetta er mest svart og svo þessi rauði litur og græni,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, aðspurð hvort mögulegt væri að afmá húðflúr úr andliti rapparans Takeshi69 eða 6ix9ine. Þessi skrautlegi tónlistarmaður gæti þurft að þiggja vitnavernd bandarísku alríkislögreglunnar eftir að hann vitnaði gegn fyrrverandi félögum sínum úr Bloods-glæpagenginu.
05.10.2019 - 11:07
Glæpagengi gætu samið um vopnahlé
Líkur eru á að glæpagengi í Kaupmannahöfn leggi tímabundið niður vopn, samkvæmt heimildum danska ríkisútvarpsins, DR. Ofbeldi á milli glæpahópa í Danmörku hefur færst í aukana á þessu ári en nú gætu gengin Loyal To Familia og Brothas samið um mánaðarlangt vopnahlé. 
13.11.2017 - 03:35
Vilja svipta meðlimi gengja fjárhagsaðstoð
Danska ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn hafa til skoðunar að svipta fólk í glæpagengjum fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera. Þrír af hverjum fimm þeirra sem hafa hlotið dóm þiggja fjárhagsaðstoð.
11.11.2017 - 18:11
Glæpagengi berjast í Árósum
Hörð átök glæpagengja í dönsku borginni Árósum hafa leitt til þess að lögregla þar hefur komið upp sérstöku eftirlitsvæði í vesturhluta borgarinnar. Á svæðinu getur lögregla leitað á fólki og í bifreiðum án þess að tiltaka sérstaka ástæðu. Reglur um eftirlitssvæðið tóku gildi í kvöld og verða til staðar næsta mánuðinn.
25.06.2017 - 19:10