Færslur: Gjerdrum

Húsbruni á jarðfallssvæðinu í Ask ýfir upp minningar
Mannlaust tveggja hæða íbúðarhús brann í norska bænum Ask í Gjerdrum í nótt. Húsið stendur innan þess svæðis þar sem jarðfall varð 30. desember á síðasta ári og bæjarstjórinn segir brunann ýfa upp óþægilegar minningar.
19.12.2021 - 02:08
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Noregur · Ask · Gjerdrum · Jarðfall · Eldur · Húsbruni · minningar
Spegillinn
Hús á 30 km hraða
Í Noregi er vitað um 2300 svæði þar sem kvikleir er í jörðu. Enn á eftir að rannsaka fleiri staði. Fá 2015-2019 var varið um fimm milljörðum í aðgerðir til að koma í veg fyrir að kvikleirskriður færu af stað. Með þessum aðgerðum var öryggi tæplega 900 íbúðarhúsa tryggt og um 300 annara bygginga. Um 110 þúsund manns í Noregi búa á svæðum þar sem kvikleir er í jörðu.
11.01.2021 - 17:00
Minningarathöfn um þau sem létust í Gjerdrum
Minningarathöfn var haldin í Gjerdrum-kirkju á sunnudagsmorguninn til að minnast þeirra sem létust í náttúruhamförunum í Ask 30. desember síðastliðinn. Jafnframt var tilgangurinn að hugga hvert og eitt þeirra sem á um sárt að binda eftir atburðina.
11.01.2021 - 05:01
Smit á hóteli sem hýsir fólk af rýmingarsvæðinu í Ask
Fjöldi fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sín eftir jarðfallið mikla í Ask í Gjerdrum þurfti að undirgangast kórónuveirupróf í dag eftir að smit kom upp á Olavsgaard-hótelinu sem hýsir það.
06.01.2021 - 00:21
Erlent · Noregur · Gjerdrum · Ask · COVID-19 · Skimun · Hamfarir · Náttúruhamfarir
Auðskilið mál
Björgunarsveitir forðuðu sér á hlaupum í Ask
Björgunarmenn í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi áttu fótum fjör að launa í morgun. Þá hrundi úr sárinu sem myndaðist við jarðfall í bænum fyrir áramót.
05.01.2021 - 15:47
Hafa gefið upp von um að finna fólk á lífi
Yfirvöld í Noregi hafa gefið upp alla von um að finna fólk á lífi eftir jarðfallið í bænum Ask í Gjerdrum 30. desember, sagði Ida Melbo Øystese lögreglustjóri á blaðamannafundi í dag. Tíu manns var saknað eftir hamfararnir. Sjö hafa fundist látin. Leitað hefur verið, í kappi við tímann, að þeim þremur sem saknað var. Síðast í gær lýstu yfirvöld því yfir að enn væri von um að fólk gæti fundist á lífi.
05.01.2021 - 15:17
Önnur skriða við Ask í Noregi
Björgunarmenn í Gjerdrum í Noregi áttu fótum fjör að launa í morgun þegar það hrundi úr sárinu sem myndaðist þegar jarðfall varð við bæinn Ask fyrir áramót. Hlé var gert á leit á svæðinu en þriggja er enn saknað.
05.01.2021 - 12:20
Erlent · Evrópa · Ask · Gjerdrum
Telja enn mögulegt að fólk finnist á lífi í Ask
Yfirvöld í Noregi telja að enn sé von um að fólk finnist á lífi eftir jarðfall í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Sjö hafa fundist látin og þriggja er saknað. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá því að björgunarsveitir vinni hörðum höndum í kapp við tímann að því að finna fólkið. Leitað var til klukkan fimm í morgun að staðartíma. Ákveðið var að gera hlé á leitinni til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo að leitarhundar ættu auðveldara með að greina lykt. Leit var að hefjast á ný.
04.01.2021 - 09:08
Leit frestað um sinn í bænum Ask
Leit á hamfarasvæðinu í bænum Ask í Gjerdrum var frestað klukkan fimm í morgun að staðartíma. Frestunin er til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo leitarhundar eigi í framhaldinu auðveldara með að greina þá lykt sem þeir leita að.
04.01.2021 - 05:31
Norsku konungshjónin heimsóttu hamfarasvæðið
Haraldur Noregskonungur, Sonja drottning og Hákon Magnús prins heimsóttu hamfarasvæðið í Gjerdrum í morgun. Þau hófu heimsókn sína á því að hitta björgunarfólk sem vinnur baki brotnu við leit að eftirlifendum í bænum Ask.
04.01.2021 - 02:16
Fimm nafngreind af þeim sjö sem fundist hafa
Sjö af þeim tíu sem urðu undir leirskriðunum í Ask í Noregi hafa fundist látin. Lögregla hefur þegar nafngreint fimm þeirra.
04.01.2021 - 00:24
Erlent · Hamfarir · Noregur · Ask · Evrópa · Náttúruhamfarir · Náttúra · Andlát · Gjerdrum
Myndskeið
Sjö látin í ASK – „Hryllilegt að sitja og bíða“
Aðstandendur þrettán ára stúlku og móður hennar sem er saknað í Ask í Noregi segja biðina skelfilega, en halda enn í vonina um að þær finnist á lífi. Sjö af þeim tíu sem urðu undir leirskriðunum hafa fundist látin.
03.01.2021 - 20:12
Leitarsvæðið í bænum Ask verður stækkað í dag
Leit heldur áfram nú í dögun að þeim níu sem enn er saknað eftir að jörðin gaf sig undan bænum Ask í Gjerdrum í Noregi aðfaranótt miðvikudags. Einn fannst látinn í gær og vonast lögregla til að hægt verði að greina frá nafni hans í dag.
02.01.2021 - 07:14