Færslur: Gishlaine Maxwell

Maxwell neitar sök
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitaði fyrir rétti í dag ásökunum um að hún hafi tekið þátt í brotum hans. Lögmenn hennar hafa lagt fram beiðni um að hún verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Maxwell gæti átt yfir höfði sér þrjátíu og fimm ára fangelsi, verði hún fundin sek.