Færslur: Gettu betur 2019

FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar.
Fengu rósir á Valentínusardaginn
Gettu betur lið Kvennaskólans myndi ekki segja að þau væru fræg í skólanum en þau fengu þó öll sendar rósir frá nafnlausum aðdáendum á Valentínusardaginn.
07.03.2019 - 12:01
Nenna að hanga saman
Gettu betur lið Fjölbrautaskóla Suðurlands segjast vera ágætis vinir, í það minnsta nenna að hanga saman. Það er þó kannski ekki skrítið þar sem tveir meðlimir liðsins eru náskyldir frændur.
Ekki fræg en samt flott
Gettu betur lið Menntaskólans á Akureyri er að eigin sögn ekki orðið frægt í skólanum en það gæti samt breyst ef þeim gengur vel í keppninni.
28.02.2019 - 12:01
„Ákveðnar væntingar gerðar til liðsins“
Gettu betur lið MR er meðvitað um þær væntingar sem gerðar eru til liðsins en skólinn er, eins og flestir kannski vita, sigursælasti skóli keppninnar.
Myndskeið
Þetta voru liðin í 8-liða úrslitunum
Á föstudag fór fram síðasta viðureignin í 8-liða úrslitum Gettu betur þegar Borgarholtsskóli mætti Kvennaskólanum í Reykjavík.
22.02.2019 - 16:34
Borgó og Kvennó í kvöld
Í kvöld kemur í ljós hvaða fjórir skólar keppa í undanúrslitum Gettu betur. Síðasta viðureign átta liða úrslitanna er á milli Borgarholtsskóla og Kvennaskólans í Reykjavík. Áður hafa lið MR, MA og FSu tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
22.02.2019 - 15:28
Þetta er...Borgó
Síðasti skólinn sem við fáum að kynnast í 8-liða úrslitum Gettu betur er Borgarholtsskóli sem mætir Kvennaskólanum í Reykjavík á föstudag.
21.02.2019 - 13:39
Þetta er...Kvennó
Síðasta viðureign 8-liða úrslita Gettu betur fer fram nú á föstudag þegar Kvennaskólinn í Reykjavík mætir Borgarholtsskóla. Við höldum áfram að kynnast lífinu í skólunum og byrjum á Kvennó.
19.02.2019 - 12:05
Fsu lagði FG í Gettu Betur
Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands lagði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ að velli í þriðju og næstsíðustu viðureign áttaliða úrslita Gettu betur. Jafnt var á með liðunum eftir hraðaspurningarnar 17 - 17 og hafði lið FG fleiri stig út úr Þríhöfðanum þannig að einu stigi munaði á liðunum fyrir bjölluspurningarnar. Lið FSu seig fljótt framúr og áður en að lokakafla keppninar var komið var ljóst að lið FSu hafði sigrað með 37 stigum gegn 22 stigum FG.
15.02.2019 - 21:57
FG mætir FSu í kvöld
Þriðja og næstsíðasta viðureignin í áttaliða úrslitum Gettu betur er á milli Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Þetta er...FG
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er núverandi handhafi hljóðnemans góða, skólinn hefur titilvörn sína í sjónvarpinu nú á föstudag þegar hann mætir Fjölbrautaskóla Suðurlands í viðureign sem verður án efa æsispennandi.
Þetta er...FSu
Þriðja viðureign 8-liða úrslita Gettu betur fer fram nú á föstudag. Þá mætast Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Í dag fáum við að kynnast FSu aðeins betur.
12.02.2019 - 11:57
MA mætir Versló í átta liða úrslitum
Átta liða úrslit Gettu betur halda áfram á föstudagskvöld með viðureign MA og Versló. Í síðustu viku komst MR áfram í undanúrslit keppninnar með sigri á MH. MA hefur unnið keppnina 3svar sinnum en Versló einu sinni.
Þetta er...MA
Menntaskólinn á Akureyri og Verzlunarskóli Íslands eigast við í 8-liða úrslitum Gettu betur á morgun. Nú fáum við að kynnast MA.
07.02.2019 - 12:40
Þetta er...Verzló
Við höldum áfram að kynnast lífinu í skólunum sem keppa í 8-liða úrslitum Gettu betur og nú er komið að Verzlunarskóla Íslands.
05.02.2019 - 11:57
Þetta er...MR
Við höldum áfram að kynnast lífinu í skólunum sem taka þátt í 8-liða úrslitum Gettu betur og næst er það Menntaskólinn í Reykjavík.
31.01.2019 - 16:14
Þetta er...MH
Gettu betur hefur göngu sína í sjónvarpi nú á föstudag þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn í Reykjavík mætast í fyrstu viðureign 8-liða úrslita. Að því tilefni fáum við að kynnast lífinu í skólunum aðeins betur og við byrjum á MH.
30.01.2019 - 10:05
Gettu betur byrjar með látum
Það er óhætt að segja að þrítugustu og fjórðu sjónvarpsúrslitin í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur byrji með látum næsta föstudagskvöld þegar liðsmenn MH og MR munu skera úr um hvort liðið kemst í undanúrslit keppninnar. Það er sum sé að duga eða drepast í þessum borgarslag sem brýtur ísinn í ár.
Versló, MR, MH og Kvennó áfram í sjónvarp
Gettu betur á Rás 2 lauk í kvöld með þeim lyktum að Versló, MR, MH og Kvennó komust í sjónvarpsúrslitin sem hefjast 1.febrúar nk. en fyrir voru lið FSu, Borgó, FG og MA búin að tryggja sér þátttöku í úrslitum Gettu betur í ár.
FSu, Borgó, FG og MA komin áfram í sjónvarp
Sextán skólar komust áfram í annan hluta Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Í kvöld fór fram fyrra keppniskvöld seinni umferðar á Rás 2. Átta skólar kepptu um að komast í sjónvarpshluta keppninnar sem hefst 1.febrúar nk.
16 lið komin áfram í aðra umferð
Fyrri umferð Gettu betur hélt áfram í kvöld þegar fjórar viðureignir fóru fram á síðasta keppniskvöldinu. Þar með bættust fjögur sigurlið við þau tíu sem áður höfðu tryggt sér sæti í annarri umferð keppninnar sem hefst í næstu viku.
Fyrri umferð heldur áfram á Rás 2
Fyrri umferð Gettu betur á Rás 2 hélt áfram í kvöld þegar fimm viðureignir fóru þar fram. Áður höfðu fimm lið tryggt sig áfram í aðra umferð sem fer fram í næstu viku.
Fimm tryggðu sig áfram í Gettu betur
Fimm viðureignir fóru fram í fyrstu umferð spurningakeppninnar Gettu betur í kvöld. Keppninni var útvarpað beint á Rás 2. Fimm skólar tryggðu sér þátttökurétt í annari umferð keppninnar.
08.01.2019 - 22:21
Gettu betur byrjað í útvarpinu
Fyrri umferð Gettu betur á Rás 2 hófst í kvöld þegar fimm viðureignir fóru fram.