Færslur: Getnaðarvarnir

Notkun á pillunni dróst saman um 40% í Danmörku
Konur nota langverkandi getnaðarvarnir í sífellt meiri mæli, og fækkun þeirra sem nota getnaðarvarnarpilluna skýrist sennilega af því. Þetta segir formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Danska ríkisútvarpið fjallar um það í dag að konum í Danmörku sem nota pilluna hafi fækkað um 40 prósent á tíu árum.
04.08.2022 - 15:15
Segir lykkjuátakið hafa verið vel heppnað
Síðasti og eini núlifandi Grænlandsráðherra Danmerkur, Tom Høyem, telur að átaksverkefnið að setja lykkjuna í ungar grænlenskar stúlkur hafi verið mikilvægt og vel heppnað. Hann segir ekki rétt að getnaðarvarnarlykkjum hafi verið komið fyrir í stúlkum án vitneskju þeirra.
13.06.2022 - 10:51
Spegillinn
Danska ríkið beitti grænlenskar stúlkur ofbeldi
Lykkjunni var komið fyrir í 4.500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra.  Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til að hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú. 
31.05.2022 - 17:42
Lykkjuhneyksli á Grænlandi 
Dönsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að lykkjunni var komið fyrir í 4500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970 til þess að hægja á fólksfjölgun í landinu. Þetta var gert án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. 
31.05.2022 - 12:24
Hjúkrunarfræðingar ávísa pillunni frá og með áramótum
Um áramótin tekur gildi reglugerð um að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verði heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna að undangengnu námskeiði í lyfjaávísunum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að um framfaraskref sé að ræða og vonast til að þetta sé upphafið á víðtækari heimildum þessara stétta til að ávísa lyfjum.
31.12.2020 - 07:15
Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ávísi getnaðarvörnum
Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verður heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna frá áramótum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Markmið reglugerðarinnar er að auka aðgengi að getnaðarvörnum og stuðla þannig að auknu kynheilbrigði.
Yfirvofandi skortur á smokkum í heiminum
Skortur á smokkum gæti verið yfirvofandi á heimsvísu eftir að einn stærsti smokkaframleiðandi heims hætti framleiðslu tímabundið vegna Covid 19 faraldursins.
28.03.2020 - 10:23
Neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum fyrir 1900
„Ég held að það sé trúnaður leggjandi á þær upplýsingar að lærðaskólapiltar hafi notað, keypt og selt smokka sín á milli. Það hafi semsagt farið fram neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum rétt fyrir aldamótin 1900,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans Kaupstaðasótt og Freyjufár í nýjasta hefti Sögu - tímarits sagnfræðingafélagsins.