Færslur: George Floyd

Reistu hnefa í átta mínútur og 46 sekúndur
Bandaríska karladeildin í fótbolta, MLS, sneri aftur í gærkvöld eftir hlé sem gert var vegna COVID-19. Leikmenn í deildinni sýndu réttindabaráttu svartra í landinu samstöðu fyrir leik gærkvöldsins.
09.07.2020 - 10:00
Kólumbusi steypt af stalli og hent í höfnina
Mótmælendur í borginni Baltimore í Bandaríkjunum steyptu í nótt styttu af landkönnuðinum Kristófer Kólumbus af stalli. Fólkið batt reipi um styttuna, dró hana niður og fór með hana að höfninni þar sem henni var varpað í sjóinn.
05.07.2020 - 08:45
„Þetta er eins og stríð gegn kynþættinum“
Svart fólk í Minneapolis hefur stofnað sínar eigin öryggissveitir vegna vantrausts á lögregluna, eftir að George Floyd var drepinn.
02.07.2020 - 14:27
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Kvikmyndaframleiðandinn Fox sem stendur að framleiðslu þáttanna um Simspon fjölskylduna og Family Guy mun héðan í frá ekki fá hvíta leikara til að tala fyrir persónur af öðrum uppruna.
27.06.2020 - 04:26
Vilja reisa minnisvarða um fyrsta svarta íbúa landsins
Hans Jónatan var búsettur hér á landi frá 1802 og er talinn vera einn fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi. Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að minnisvarði verði reistur til minningar um hann á Djúpavogi.
25.06.2020 - 11:34
Myndskeið
Fleiri finna að það þarf að taka á staðalímyndum
Vörumerkin Uncle Bens og Aunt Jemima heyra brátt sögunni til í núverandi mynd til að ýta ekki undir staðalímyndir svartra. Prófessor í mannfræði segir þetta og niðurrif á styttum í mótmælum síðustu vikna bera vott um samfélag sem hafi ekki horfst í augu við dökka fortíð. Það sé nú að breytast.
18.06.2020 - 20:15
Síðdegisútvarpið
„Gríðarlega hættulegt“ að ritskoða fortíðina
Streymisveitur og framleiðslufyrirtæki hafa síðustu daga fjarlægt einstaka kvikmyndir, þætti og jafnvel heilu þáttaraðirnar í kjölfar mótmælaöldunnar sem geisar í Bandaríkjunum. Björn Þór Vilhjálmsson lektor í bókmennta- og kvikmyndafræði segir að það sé misráðið. „Við eigum að horfast í augu við þetta. Við verðskuldum ekki að sópa þessu undir teppið.“
Lestin
George Floyd var eitt sinn rapparinn Stóri Floyd
George Floyd, sem lést á hörmulegan hátt í höndum lögreglu og kom af stað mótmælum sem ekki sér fyrir endann á, var á sínum yngri árum liðtækur rappari. Hann ólst upp í fátækrahverfum Houston og hékk í sömu kreðsum og hinn áhrifamikli plötusnúður DJ Screw.
17.06.2020 - 12:58
Á Sviss sinn eigin George Floyd?
Nöturlegur dauðdagi Georges Floyd hefur haft óhemjumikil áhrif á fólk út um allan heim. Alda mótmæla og meðfylgjandi hugarfarsbreytinga hefur skekið veröldina. Sviss, landið sem er frægast fyrir bankamenn og gauksklukkur, hefur ekki farið varhluta af því.
16.06.2020 - 07:07
Bandaríkin: Enn kallað eftir umbótum í löggæslu
Borgarstjórinn í Atlanta, Keisha Lance Bottoms, kallaði í dag eftir umbótum í lögregluliði borgarinnar. Það gerist í kjölfar þess að mótmæli gegn kynþáttahyggju blossuðu að nýju upp í borginni eftir að lögreglumaður skaut þeldökkan mann til bana á föstudag.
16.06.2020 - 02:41
Hluti af samfélaginu eða staðalímynd?
Pétur Jóhann hefur beðist afsökunar á myndskeiði sem sýnir hann leika og gera kynferðislegt grín að asískri konu. Í umræðum um rasisma, í kjölfar mótmælaöldu sem geisar í Bandaríkjunum, spyr leikkonan María Thelma Smáradóttir hvers vegna fólki þyki almennt í lagi að hlæja að slíku gríni.
Vilja endurskoða eðli löggæslu
Borgarstjórnin í Minneapolis hefur samþykkt einhljóða að leysa upp lögreglulið borgarinnar í núverandi mynd. Hennar í stað leggur hún til að svokölluð „samfélagsleg öryggisdeild” verði sett á laggirnar. Þessar fyrirhugðu breytingar eru tilkynntar núna þremur vikum eftir að George Floyd lét lífið í höndum lögreglumanna í borginni.
13.06.2020 - 01:44
Þrennt ákært fyrir að varpa bensínsprengjum
Nokkrir saksóknarar í Brooklyn lögðu í dag fram ákæru í mörgum liðum gegn þremur mótmælendum. Fólkið er sakað um að hafa kastað bensínsprengjum að lögreglubílum meðan á mótmælum gegn kynþáttahatri stóð í New York borg.
13.06.2020 - 00:56
U-beygja hjá NFL varðandi kynþáttamisrétti
NFL-deildin í bandarískum fótbolta ætlar að verja 250 milljónum dollara á næstu tíu árum í að berjast gegn kerfisbundnu kynþáttamisrétti þar í landi. Fyrir tveimur árum bannaði deildin mótmæli gegn kynþáttamisrétti undir þjóðsöngnum.
Spegillinn
„Það er ekkert skrítið að fólk treysti okkur ekki“
Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat Hreins Júlíus Ingvarssonar og Unnars Þórs Bjarnasonar, varðsstjóra á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi. Á mánudögum sinna þeir samfélagslöggæslu og hluti af því verkefni er að mynda tengsl við innflytjendur. Báðir fóru þeir á námskeið um fjölmenningu sem opnaði augu þeirra fyrir eigin forréttindum.
Kyrkingartak stranglega bannað í íslensku lögreglunni
Lögregla hér á landi má aldrei beita hálstaki þar sem þrýst er á öndunarfæri eða öndun hindruð með öðrum hætti við handtöku. Þetta segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu.
Kristófer Kólumbus afhöfðaður og fleygt í vatn
Þrýstingur eykst á að minnismerki um nýlenduherra og þrælahaldara í Bandaríkjunum verði fjarlægð. Kröfurnar tengjast hinum miklu mótmælum sem hafa verið í landinu undanfarnar tvær vikur.
11.06.2020 - 05:32
Fréttaskýring
Lögreglan langt frá því að endurspegla samfélagið
Mótmælendur víða um heim krefjast þess að lögreglan breytist. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort kynþáttafordómar þrífist innan lögreglunnar á Íslandi. Lögreglunemar fá fræðslu um samskipti við ólíka samfélagshópa og hluti starfandi lögreglumanna hefur sótt námskeið um fjölmenningu en innan raða lögreglunnar starfa sárafáir innflytjendur. Innfllytjendum í lögreglunámi hefur fækkað um helming á síðustu árum.
Frakkland: Kallað eftir trausti til lögreglu
Þúsundir Parísarbúa söfnuðust saman og vottuðu George Floyd virðingu sína á sama tíma og útför hans var gerð í Texas í gær.
10.06.2020 - 04:49
Nú er komið nóg er kjarni mótmælanna
Nú er komið nóg, slagorð mótmælanna sem brustu á eftir morðið á George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum, lýsa stöðunni sem upp er komin í réttindabaráttu svartra. Þetta sagði Claudie Ashonie Wilson lögmaður í Kastljósi í kvöld. Hún flutti hingað til lands frá Jamaíka og segir unglingssyni sína, sem eru fædir og uppaldir hér á landi, hafa upplifað fordóma vegna litarháttar síns.
09.06.2020 - 21:26
epa08475449 Dray Tate sings 'A Change is Going to Come' while a collage of protests plays on a video screen and and visual artist Ange Hillz creates a painting of George Floyd during the funeral for George Floyd at The Fountain of Praise church in Houston, Texas, USA, 09 June 2020. A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed Black man later died in police custody and all four officers involved in the arrest have been charged and arrested.  EPA-EFE/Godofredo A. Vasquez / POOL
Í BEINNI
George Floyd borinn til grafar í Texas
George Floyd verður borinn til grafar í Houston í Texas í dag. Floyd var drepinn af lögreglumanni í Minneapolis í Minneasoda-ríki 25. maí síðastliðinn. Hann var 46 ára gamall. Dauði hans varð kveikjan að miklum mótmælum Bandaríkjunum og víðar í hinum vestræna heimi.
09.06.2020 - 15:58
Tryggingargjald Chauvins er 1,25 milljón dalir
Derek Chauvin, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa myrt George Floyd með því að þrýsta að hálsi hans í tæpar níu mínútur, kom fyrir dómara í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag þar sem upphæð tryggingargjalds hans var kveðin upp,  1.250.000 bandaríkjadalir.
08.06.2020 - 23:04
Myndskeið
Kynntu 136 blaðsíðna frumvarp um breytingar á löggæslu
Þingmenn Demókrata kynntu í dag yfirgripsmikið frumvarp um breytingar á löggæslu í Bandaríkjunum. Frumvarpið er svar þeirra við kröfum mótmælenda sem í tvær vikur hafa mótmælt dauða Georges Floyd. Meirihluti borgarfulltrúa í Minneapolis samþykkti í gær að gerbylta lögreglunni.
08.06.2020 - 22:41
Einn ritstjóra NYT hættir vegna gagnrýni samstarfsmanna
Einn af ritstjórum bandaríska dagblaðsins New York Times sagði upp störfum í gærkvöld eftir harða gagnrýni samstarfsmanna sinna.
08.06.2020 - 13:37
Trump kallar þjóðvarðliðið frá Washington
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann ætli að kalla þjóðvarðliðið frá Washington. Verulega hefur nú verið dregið úr öryggisaðgerðum vegna mótmæla undanfarinna daga og fara þau nú að mestu friðsamlega fram. 
07.06.2020 - 21:27