Færslur: Gengi gjaldmiðla

„Staðan til að takast á við gengisfall aldrei betri“
Evran náði fyrir helgi sínu hæsta gildi gagnvart krónu í tæp sjö ár og hefur hún hækkað um yfir 20 krónur frá áramótum. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki ástæðu til að óttast miklar verðhækkanir - aldrei hafi verið betri skilyrði til að takast á við stöðuna.
21.07.2020 - 21:57
Seldi gjaldeyri fyrir 8 milljarða á einni viku
Seðlabanki Íslands seldi gjaldeyri fyrir átta milljarða íslenskra króna í síðustu viku og hefur ekki selt jafn mikinn gjaldeyri í rúman áratug. Var þetta gert til að sporna gegn umtalsverðri lækkun krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að undanförnu.
18.03.2020 - 06:16
„Það sem fer upp fer yfirleitt niður aftur“
Íslenska krónan hefur síðastliðnar tvær vikur styrkst nokkuð hratt gagnvart helstu gjaldmiðlum og forsvarsmenn verslana hafa lækkað verð. Hagfræðingur telur gengið sjálfbært eins og er en útilokar ekki frekari sveiflur. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta hefðbundna sumarsveiflu, það sem fari upp, fari yfirleitt niður aftur.
31.07.2019 - 18:53