Færslur: Geldingadalir

Fylgjast vel með kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall
Mælingar náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands, sýna kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar benda þó til þess að kvikan sé að nálgast yfirborðið.
Björgunarsveitir kallaðar út við gosstöðvarnar
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar klukkan 18 í dag, þar sem tveir ferðemenn höfðu villst við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
23.03.2022 - 20:50
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Tveir snarpir jarðskjálftar og skýr aflögunarmerki
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga en nú um klukkan hálf fjögur mældust tveir skjálftar, af stærðinni 3,9 og 3,6 um 4 km norður af Krýsuvík. Um 3000 jarðskjálftar hafa mælst dag hvern á svæðinu frá því að hrinan hófst síðdegis 21. desember.
Sjónvarpsfrétt
Kvika reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið
Nýjar gervitunglamyndir staðfesta kvikusöfnun á Reykjanesskaga. Kvikan reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið, og veldur jarðskjálftum. Grannt er fylgst með svæðinu.
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftahrinunnar
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jarðskjálftahrinan hófst í gær og stendur enn yfir.
Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Aðeins þrjú gos vörðu lengur frá upphafi 20. aldar
Frá upphafi 20. aldar hafa aðeins þrjú gos varað lengur en eldgosið í Geldingadölum, Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84. Gosið er ekki jafnhátt á lista yfir rúmmál gosefna í eldgosum, aðeins hraun flæðigosanna úr Öskju 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010 eru minni og aflið er heldur ekki mikið í samaburði við önnur gos. Um þetta fjallar Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, í nýrri færslu á Vísindavefnum.
Hraunpollar byggjast upp í Geldingadölum
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor spáir því að virkni á gosstöðvunum næstu vikur verði mest í Geldingadölum. Þar byggjast nú upp hraunpollar. Því sunnar sem hraunpollarnir eru í Geldingadölum, segir Þorvaldur, þeim mun meiri líkur séu á að hraun flæði út úr Nátthaga. Nátthagi er mjög nálægt Suðurstrandarvegi. Dregið hefur úr óróa. Þorvaldur segir gosið hafa alla tilburði til að vera í gangi í einhver ár.
Gosið vaknað að nýju eftir tólf tíma kríu
Litlar líkur eru á gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að gosið sjálft hafi haft hljótt um sig í nótt en vaknaði með morgninum.
Eldgosið kortlagt úr lofti í fyrsta sinn um skeið
Í dag eru fjórir mánuðir frá því eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli.  Vísindamenn hafi síðustu daga unnið við að mæla eðli kvikustsrókavirkni gossins og eðli og vöxt hraunsins.  
19.07.2021 - 19:18
Dregur úr kvikumagninu segir Magnús Tumi - enginn órói
Enginn gosórói hefur mælst í eldgosinu á Reykjanesskaga síðan í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að nú verði að bíða og sjá með framhaldið. Hann áætlar að hraunrennslið síðan á laugardag hafi numið 10 rúmmetrum á sekúndu. Hins vegar hafi dregið úr hraunkviku sem upp komi í júlí miðað við maí og júní. 
Mikil gasmengun á gosstöðvunum
Mikil gasmengun mælist sem stendur á gosstöðvunum í Geldingadal og er því merkt með rauðu á vefnum loftgæði.is. Það þýðir að loftgæði teljast óholl á vettvangi.
23.06.2021 - 08:21
Mikill og stöðugur straumur var í Nátthaga frá miðnætti
Mikill og stöðugur hraunflaumur var framan af nóttu yfir vestari varnargarðinn í sunnanverðum Meradölum og niður í Nátthaga. Snemma á sjötta tímanum tók að draga úr flæðinu og nú er allt með kyrrum kjörum. Náttúrvárfræðingur segir alltaf erfitt að spá um hve lengi hraunstraumurinn hegði sér með ákveðnum hætti.
Eldgosið þriggja mánaða: Svo margt hefur komið á óvart
Eldgosið í Geldingadölum fagnar þriggja mánaða afmæli í dag, 19. júní, en það hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars og hefur ekki slegið af síðan. Eldsumbrotin hafa tekið á sig ýmsar myndir og ekki allar eftir bókinni. Reyndar er það aðeins eitt sem jarðvísindamenn treysta sér til að segja um með nokkurri vissu - að gosinu er hvergi nærri að ljúka.
Viðtal
Örfáir metrar í að Geldingadalir fyllist
Aðeins eru örfáir metrar í að Geldingadalir fyllist og það fari að flæða úr þeim. Lengra sé í að Meradalir fyllist en hraunið hafi náð um tíu metra þykkt að jafnaði og þekur þar dalinn allan. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í viðtali við fréttastofu í dag.
Hraunflæði ógnar gönguleiðinni
Gosið í kröftugasta gígnum á Reykjanesskaga er svo öflugt að síðasta hluta aðalgönguleiðarinnar hefur verið lokað. Eldfjallafræðingur segir að það vanti tvo til þrjá metra í að hraun renni yfir skarð á leiðinni. 
Varnir Suðurstrandarvegar fullmótaðar í næstu viku
Búast má við að kostir til varnar Suðurstrandarvegi verði fullmótaðir um miðja næstu viku. Hópur sérfræðinga vinnur nú að forhönnun mannvirkja og kostnaðargreiningu, að sögn Rögnvalds Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Eldgosið tveggja mánaða og tvöfalt stærra en í upphafi
Í dag hefur eldgosið við Fagradalsfjall staðið yfir í tvo mánuði. Síðustu tvær vikur hefur hraunflæði verið tvöfalt meira en það var að meðaltali fyrstu sex vikurnar. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir óvenjulegt að hraunflæðið aukist svo mjög með tímanum. 
19.05.2021 - 12:41
Sjónvarpsfrétt
Langt komnir með varnargarða
Framkvæmdir við hraunvarnargarða á gosstöðvunum eru langt komnar. Byggingarverkfræðingur sem stýrir framkvæmdinni segir að efniviðurinn í garðana mætti vera betri en þau nýti það sem hendi er næst.
Spegillinn
Stór kútur fullur af kviku undir gosinu
Þó liðin sé rúm vika frá því að gosið í Geldingadölum byrjaði að gjósa með stuttum hléum er ekkert lát á hraunflæðinu, sjálf hraunáin hefur heldur færst í aukana. Þorvaldur Þórðarson, próffesor í eldfjallafræði, segir að framan af hafi flæðið verði á bilinu 5-10 rúmmetrar á sekúndu en sé nú á bilinu 10-15 rúmmetrar. Hann segir að hraunáin og gosvirknin í gígnum sé í raun að haga sér sjálfstætt.
11.05.2021 - 17:00
Jörð með eldspúandi fjalli föl fáist rétt verð
Nokkur kauptilboð hafa borist í jörðina Hraun austan Grindavíkur en gosstöðvarnar í Geldingadölum eru í landi jarðarinnar.
06.05.2021 - 22:08
Karl og kona flutt með sjúkrabíl af gosstöðvunum
Maður og kona voru flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús frá gosstöðvunum í Geldingadölum í kvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Myndskeið
Eldgosið síðasta sólarhringinn – aukin sprengivirkni
Það hefur verið mun meiri sprengivirkni í eldstöðinni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga síðan í nótt. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, við fréttastofu í dag.
27.04.2021 - 15:07
Ekki skal príla á nýju hrauni þótt sakleysislegt sé
Björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík vill árétta fyrir fólki að ekki er óhætt að ganga á nýju eða nýlegu hrauni. Á Facebook síðu sveitarinnar kemur fram að fyrir komi að að fólk príli upp á nýjar hrauntungur til að að sækja sér grjót, stytta sér leið eða taka af sér mynd.