Færslur: geitur
Jólatré fá framhaldslíf hjá dýrunum
Það færist í aukana að húsdýrum séu gefin jólatré að naga þegar þau hafa þjónað hlutverki sínu í stofum landsmanna. Geiturnar eru sólgnar í að borða trén á meðan hestar nota þau frekar til dægrastyttingar.
12.01.2022 - 10:08
Mikil gróska í framleiðslu á vörum úr geitamjólk
Salatostur og skyr eru meðal afurða sem geiturnar á Lynghóli í Skriðdal gefa af sér nú í sumar. Þrátt fyrir hæga fjölgun í geitastofninum er nú mikil gróska í framleiðslu á vörum úr geitamjólk.
03.08.2021 - 14:44
Stórhuga geitabændur á Brúnastöðum í Fljótum
Það er handagangur í öskjunni á bænum Brúnastöðum í Fljótum þar sem geitburði er rétt að ljúka. Sextíu geitur verða mjólkaðar þar í sumar fyrir ostaframleiðslu og áætlað er að fjölga mjólkandi geitum enn frekar.
29.03.2021 - 09:54
Segir umsögn Matvælasjóðs lýsa fádæma fordómum
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir umsögn frá Matvælasjóði sem fylgdi höfnun styrkumsóknar er varðaði geitfjárafurðir lýsa fádæma fordómum.
02.03.2021 - 09:15
Framleiða osta úr mildum geitum í Fljótunum
„Þeir seljast eins og heitar lummur," segir sauðfjárbóndi í Fljótunum um bjórleginn geitaost sem framleiddur er á bænum Brúnastöðum. Bjórinn kemur þó víðar við sögu í framleiðslunni því geiturnar sjálfar fá að njóta góðs af bjórframleiðslu á Siglufirði.
01.12.2020 - 19:41
Heimurinn þarf ekki fleiri stóla
Meistaranemar í hönnun við Listaháskóla Íslands hafa undanfarið rannsakað íslensku geitina með það að markmiði að nýta afurðir hennar. Íslenska geitin er í útrýmingarhættu og segir Daníel Björnsson, verkefnisstjóri við LHÍ, það einmitt vera hlutverk hönnuða að taka þátt í samfélaginu og búa til ný tækifæri í stað þess að auka við fjöldaframleiddar vörur.
05.12.2017 - 17:00