Færslur: Geislavarnir ríkisins

Myndskeið
Fjölmargar athugasemdir Geislavarna í eftirlitsskýrslum
Geislavarnir ríkisins hafa gert athugasemdir við starfsemi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins undanfarin ár, en segja reglu frekar en undantekningu að slíkar athugasemdir séu gerðar. Stofnunin hefur ekki haft tök á að fara í eftirlitsferð í ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Hertar reglur um fegrunaraðgerðir með leysigeislum
Reglur um notkun leysigeislatækja verður hert, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Ábendingar til Geislavarna ríkisins og kvartanir til Embættis landlæknis um óábyrga notkun öflugra leysa í fegrunarskyni eru meginástæða þess að ákveðið var að endurskoða núgildandi reglugerð, að því er segir á vef stjórnarráðsins.
29.05.2020 - 16:03
Vara eindregið við því að reyna útfjólubláa geislun
Geislavarnir ríkisins telja tilefni til að vara eindregið við því að reyna útfjólubláa geislun sem meðferð gegn kórónaveirunni. UV geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónaveirunni eða COVID-19 sjúkdóminum.
24.04.2020 - 17:11