Færslur: Geimur

Kínverskir geimfarar á heimleið eftir 90 daga geimdvöl
Þrír kínverskir geimfarar eru nú á leið til jarðar eftir þriggja mánaða dvöl í Tiangong-geimstöðinni. Þar gerðu þeir ýmsar vísindatilraunir og fóru í geimgöngur.
Viðtal
Geimurinn og listin á stöðugri hreyfingu
Á sýningunni Halló, geimur í Listasafni Íslands er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneigninni. Þar er meðal annars skoðað hvernig ný geimöld hafði áhrif á myndllistarmenn og hvernig himintunglin koma inn í þjóðtrú og ævintýri.
Geimrusl á sporbaug um jörðu veldur áhyggjum
Möguleiki er á að löngu aflagt rússneskt gervitungl og hluti úr kínverskri eldflaug fari hættulega nærri því að rekast saman í þúsund kílómetra hæð yfir Suðurskautslandinu skömmu eftir miðnætti.
15.10.2020 - 20:07
Myndskeið
Geimsjónaukinn með sjónskekkjuna
Þrjátíu ár voru í gær frá því að geimsjónaukanum Hubble var skotið á loft. Í tilefni tímamótanna birti bandaríska geimferðastofnunin NASA mynd sem tekin var úr sjónaukanum. Sjónskekkja sem kom í ljós eftir að sjónaukanum var skotið á loft reyndist síðar happadrjúg því reynsla af myndgreiningu nýttist við skimun fyrir brjóstakrabbameini.
25.04.2020 - 14:20
Loft lak úr Alþjóðageimstöðinni
Geimfarar um borð í Alþjóðageimstöðinni, ISS, gerðu við loftleka í hylkinu sem var notað til að koma nýjum starfsmönnum um borð í júní. Talið er að einhvers konar geimgrjót hafi þotið á ógnarhraða í gegnum hylkið. 
31.08.2018 - 06:43
Tölvutónlist við tunglmyndir
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn hefur sett saman vefsíðu sem semur tónlist við þúsundir mynda úr Appolo leiðöngrum NASA á sínum tíma. Hægt er að skoða myndirnar og heyra tónlistina á vefsíðu sem Halldór hefur sett upp. Tónlistarmaðurinn var gestur Víðsjár á Rás 1 og hér fyrir ofan má heyra viðtal við hann.
12.04.2017 - 08:02