Færslur: Geðlæknaskortur

Viðtal
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu strandar á samningaborði
Ekki hafa náðst samningar milli Sjúkratrygginga og sálfræðinga um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segist þegar hafa tekið frá fjármuni í verkefnið en bíða þess að samið verði.
Sjónvarpsfrétt
Geðlæknaskortur bitnar á þjónustu við veikasta hópinn
Landspítalinn vill bregðast við miklum geðlæknaskorti með því að ráða geðlækna að utan. Forstöðumaður geðsviðs segir skortinn óhjákvæmilega bitna á sjúklingum, einkum veikasta hópnum. Til greina kemur að reyna að beina fleiri sjúklingum annað.
Sjónvarpsfrétt
Hrópandi geðlæknaskortur og enginn að útskrifast
Frá árinu 2018 hefur enginn lokið sérnámi í geðlæknisfræði hér á landi. Þriðjungur sjálfstætt starfandi geðlækna er kominn á aldur og oft er meira en ársbið eftir tíma. 
Viðtal
Finnst hún komin á núllpunkt eftir áralanga baráttu
Kona sem beðið hefur eftir geðþjónustu í fimm ár segir rosalega vont að láta fólk vera í biðstöðu, peningaáhyggjur og leiði bæti ekki úr skák. Hún er á biðlista eftir tíma hjá geðlækni og hefur beðið í fimm ár eftir meðferð við ADHD.
02.06.2021 - 18:58