Færslur: gasmengun

Birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður
Veðurstofan hóf í dag að birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður. Kortin sýna sem fyrr staðsetningu og spáð magn brennisteinsdíoxíðs á jörðu niðri en einnig birtast nú kort sem sýna það svæði sem mengunar gæti orðið vart á næstu sex klukkustundum og næstu 24 klukkustundum. Þau kort gefa til kynna hvar og hvenær gasmengun gæti borist á ákveðin svæði án þess að segja til um nákvæman styrk eldfjallagasa.
14.05.2021 - 22:50
Austlægar áttir með skúrum eða slydduéljum
Austlægar áttir leika um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst norðantil á landinu. Ástæðan er víðáttumikið hæðasvæði sem liggur enn yfir Grænlandi og Íslandi en dýpkandi lægð sem er langt suður í hafi þokast austur.
14.05.2021 - 06:45
Hæglætisveður áfram næstu daga
Áfram er heldur tilþrifalítið veður í kortunum. Spáð er hægum vindi og björtu veðri, en gera má ráð fyrir smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti á bilinu eitt til níu stig í dag, en víða frost í nótt.
12.05.2021 - 06:44
Flest óhöpp verða þegar fólk fylgir ekki fyrirmælum
Tveir voru fluttir frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gærkvöld eftir að þeir fundu fyrir verkjum og óþægindum, líkast til af völdum gosmengunar. Báðir fengu hjálp björgunarsveitarfólks við að komast frá gosstöðvunum. 
Skýjað að mestu og súld eða þokuloft
Veðurstofan spáir fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu um landið vestanvert og sums staðar smásúld eða þokuloft. Þurrt og bjart verður í öðrum landshlutum. Hiti verður víða á bilinu 5 til 10 stig yfir daginn.
27.04.2021 - 06:18
Norðlæg átt og lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi
Veðurstofan spáir norðlægri átt, víða þremur til tíu metrum á sekúndu en átta til þrettán austast á landinu fram undir kvöld. Búast má við lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi fram eftir degi en annars verður bjart með köflum.
26.04.2021 - 06:16
Skúrir eða slydduél norðan- og austanlands í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu og rigningu með köflum. Síðdegis gengur í norðan 5 til 10 og styttir upp sunnantil en búast má við skúrum eða slydduéljum norðan- og austanlands í kvöld.
25.04.2021 - 06:26
Skýjað veður með súld eða dálítilli rigningu
Rétt austur af Hvarfi er grunn lægð sem nálgast landið og heldur að okkur suðaustan kalda eða stinningskalda og skýjuðu veðri með súld eða dálítilli rigningu með köflum norðvestantil. Annars er þurrt að kalla.
24.04.2021 - 07:03
Vestlæg átt í dag, skýjað og éljagangur norðaustantil
Veðurstofan spáir vestlægri átt í dag, golu eða kalda, skýjað með köflum og éljagangur einkum norðaustantil á landinu. Hiti verður yfir frostmarki, tvær til sex gráður að deginum. Gasmengun berst því til austurs frá gosstöðvunum.
20.04.2021 - 06:46
Snjókoma verður við gosstöðvarnar um miðjan daginn
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða aðgengilegar almenningi frá hádegi í dag til klukkan níu í kvöld en rýming hefst tveimur tímum síðar og gert ráð fyrir að henni ljúki um miðnætti. Um miðjan dag snjóar á svæðinu en með kvöldinu er búist við að gas safnist upp við gosstöðvarnar.
Spáir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum
Talsverð rignir á Suðausturlandi fram eftir morgni en svo dregur úr úrkomunni. Gert er ráð fyrir suðvestan 8 til13 metrum á sekúndu og skúrum eftir hádegi á. Hiti 4 til 9 stig en kólnar með kvöldinu.
16.04.2021 - 06:44
Myndskeið
Gasmengun getur borist á móti vindi
Mengunin frá eldstöðinni í Geldingadölum getur borist á móti vindi og því er ekki nóg að hafa vindinn í bakið, einkum ef farið er nálægt hraunjaðri. Eldfjallafræðingur segir að þegar gasmenguninni hafi blásið á haf út sé hún þó ekki endilega úr sögunni heldur geti henni blásið til baka til Íslands.
Allt að 14 stiga hiti norðantil á landinu
Veðurstofan spáir sunnan- eða suðvestankalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu og dálítilli rigningu eða skúrum í dag. Áfram verður þurrt og bjart Norðaustan- og Austanlands.
14.04.2021 - 06:49
Gasmengun gæti lagt yfir höfuðborgarsvæðið í dag
Gasmengun gæti í dag og á morgun borist frá eldgosinu við Fagradalsfjall til höfuðborgarinnar, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. 
13.04.2021 - 14:14
Óholl loftgæði á vestanverðum Reykjanesskaga í dag
Gasmengun berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum í dag og í kvöld. Búist er við austan og suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu við gosstöðvarnar í dag, lítils háttar rigningu eða slyddu öðru hvoru og hita á bilinu núll til fimm stig.
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Gasmengun í byggð næsta sólarhring
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands nær gasmengun til byggða næsta sólarhringinn. Í nótt verður einhver mengun yfir norðanverðum Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Í fyrramálið verður líklega gasmengun yfir Vatnsleysuströnd.
Myndskeið
Gosmengun mæld í plastkössum
Mengun hefur til þessa ekki mælst mikil í þéttbýli af völdum gossins. Fylgst er grannt með og er afar einfaldur búnaður notaður við mælingarnar. 
10.04.2021 - 20:21
Lokað fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld
Lokað verður fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld og búist við að rýmingu verði lokið um miðnætti. Opnað verður að nýju um hádegi á morgun. 
Gasmengun frá gosinu berst til höfuðborgarsvæðisins
Gasmengun frá gosstöðvunum nær nú yfir höfuðborgarsvæðið. Á fimm mælingastöðvum Umhverfisstofnunar mælist staða loftmengunar slæm eða miðlungsslæm.
Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Opna og loka síðar svo njóta megi gossins í myrkrinu
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að klukkan níu í kvöld hafi verið um 400 á bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Enn er nokkur hópur fólks við gosstöðvarnar í Geldingadölum en í dag hafi verið jafnt streymi fólks þangað.
Myndskeið
Gos gæti byrjað á gönguleiðinni - vísindaráð vill færa
Hugsanlegt er að gossprunga opnist sunnar í Geldingadölum en þar sem nú gýs. Því leggur vísindaráð Almannavarna til að gönguleiðin þar verði færð. Nærri 40 þúsund hafa farið leiðina.