Færslur: gasmengun

Gasmengun frá Vogum til Borgarfjarðar
Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist allt frá Vogum yfir Borgarfjörð og Borgarnes í dag. Þetta má sjá á gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands til miðnættis í kvöld.
Hægviðri áfram og fremur hlýtt í veðri
Spáð er áframhaldandi hægviðri með dálítilli rigningu eða skúrum sunnan- og vestanlands, en annars yfirleitt bjart og fremur hlýtt veður. Reikna má með þokulofti eða súld við sjávarsíðuna, ekki síst að næturlagi.
01.08.2021 - 07:18
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.
Brýnir fyrir veiku fólki að fara ekki of snemma á fætur
Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.
21.07.2021 - 11:50
Áfram svipaður taktur í gosinu
Mjög dró úr gosóróa síðdegis í gær en hann hófst svo aftur um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Hálftíma síðar tók hraun að renna í nokkrum straumum niður í Meradali.
Gosið vaknað að nýju eftir tólf tíma kríu
Litlar líkur eru á gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að gosið sjálft hafi haft hljótt um sig í nótt en vaknaði með morgninum.
Skýjað og súld vestanlands en allt að 25 stig eystra
Spáð er hægum vestan- og suðvestanáttum 3-10 metrum á sekúndu í dag en hvassara, allt að 18 metrum á sekúndu norðvestan til. Hvassast verður á Ströndum. Það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
20.07.2021 - 06:42
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Skýjað og væta vestanvert en annars léttskýjað að mestu
Næstu daga má búast við keimlíku veðri og verið hefur undanfarið. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skýjað verði með dálítilli vætu af og til með suður- og vesturströndinni. Annars verði bjart veður og hlýtt einkum eystra en vindar eru tiltölulega hægir.
19.07.2021 - 06:42
Varasamt gas gæti safnast í lægðir í dag
Gas úr eldgosinu við Fagradalsfjall gæti borist víða um Reykjanesið í dag, en einnig er líklegt að það safnist í lægðir í landslagi. Það getur verið varasamt, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni um gasdreifingarspá dagsins. Útlit er fyrir vestlæga átt suður af Reykjanesinu í dag og því mun mengun líklega leggja til austurs á Suðurlandið, en ólíklegt er talið að styrkur gassins verði mikill.
03.07.2021 - 10:17
Möguleiki á sólríkri helgi vestanlands
Frekar svalt er í veðri á vestanverðu landinu, en Veðurstofan spáir 8 til 13 stiga hita. Áfram verður sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. Um helgina léttir til Vestanlands.
01.07.2021 - 08:00
Gul viðvörun á Ströndum og um allt Norðurland
Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan 5-13 metrum á sekúndu víða en hvassara, 13-23 við fjöll sunnan Vatnajökuls og norðan til á landinu. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld fyrir Strandir og Norðurland.
30.06.2021 - 07:13
Þokuloft og minni háttar mengun yfir höfuðborgarsvæðinu
Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að mistrið sé þokuloft sem fylgir hlýindum. Þá kunni gas frá gosstöðvunum að vera blandað þokuloftinu þar sem nú blæs í suðvestanátt.
27.06.2021 - 12:07
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Mikil gasmengun á gosstöðvunum
Mikil gasmengun mælist sem stendur á gosstöðvunum í Geldingadal og er því merkt með rauðu á vefnum loftgæði.is. Það þýðir að loftgæði teljast óholl á vettvangi.
23.06.2021 - 08:21
Bjartviðri með köflum en dálítil væta austantil
Veðurstofan spáir hægri vestlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu og bjartviðri með köflum. Dálítil væta verður þó á austanverðu landinu. Gasmengun úr Geldingadölum gæti borið yfir byggð í dag og á morgun.
20.06.2021 - 07:16
Að mestu skýjað og víða skúrir í hæglætisveðri
Veðurstofan spáir því að í dag gangi í hæga norðlæga átt 5 til 10 metra á sekúndu vestantil á landinu, en að hægari breytileg átt verði annars staðar. Að mestu verður skýjað og víða skúrir, einkum inn til landsins síðdegis.
19.06.2021 - 07:30
Hæglætisveður á þjóðhátíð en heldur kalt fyrir norðan
Veðurstofan spáir norðlægri eða breytileg átt í dag sautjánda júni og sömuleiðis á morgun. Víða verður vindur fremur hægur.
17.06.2021 - 07:25
Hæg suðlæg eða breytileg átt og sums staðar skúrir
Veðurstofan spáir hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag, 3 til 8 metrum á sekúndu og að sumstaðar megi búast við smá skúrum. Bjart verður með köflum eystra.
08.06.2021 - 06:47
Væta sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu nyrðra
Suðlægar áttir leika um landið í dag og áfram næstu daga. Vestanlands má búast við suðaustankalda og hvassviðri í 10 til 18 metrum á sekúndu og jafnvel að enn hvassara verði á Snæfellsnesi. Það eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
30.05.2021 - 08:09
Suðaustanáttin ríkir áfram um helgina
Mjög hefur dregið úr veðurhæðinni sem ríkti í gær en gul veðurviðvörun er þó enn í gildi fyrir miðhálendið. Skýjað verður að mestu og sums staðar má búast við dálítilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Bjartviðri og þurrt verður norðaustanlands. Því er áfram nokkur hætta á gróðureldum einkum norðantil.
29.05.2021 - 08:08
Svalt á landinu áfram í norðlægum áttum
Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Svalt verður í veðri áfram en þó glittir í tveggja stafa hitatölur á Suður- og Vesturlandi.
18.05.2021 - 06:56
Innlent · Veður · Kuldi · Grænland · Grindavík · Vogar · gasmengun
Lögregla áréttar varkárni vegna gasmengunar við gosið
Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að yfirborðsmengun geti verið í jarðvegi við gosstöðvarnar í Geldingadölum, einnig í snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors. Gas getur safnast fyrir í dalnum í hægviðri og þá getur gas yfir hættumörkum lagt langt upp í hlíðar umhverfis gosstöðvarnar.
Hiti getur rofið tíu stiga múrinn í dag
Hæð yfir Grænlandi stjórnar enn veðurfari hér á landi og heldur fremur köldum loftstraumi að landinu. Í dag getur hitinn rofið 10 stiga múrinn ef nægilega bjart verður en um landið norðanvert verður heldur kaldara.
17.05.2021 - 06:57
Birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður
Veðurstofan hóf í dag að birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður. Kortin sýna sem fyrr staðsetningu og spáð magn brennisteinsdíoxíðs á jörðu niðri en einnig birtast nú kort sem sýna það svæði sem mengunar gæti orðið vart á næstu sex klukkustundum og næstu 24 klukkustundum. Þau kort gefa til kynna hvar og hvenær gasmengun gæti borist á ákveðin svæði án þess að segja til um nákvæman styrk eldfjallagasa.
14.05.2021 - 22:50