Færslur: Gas

Þrátt fyrir refsiaðgerðir:
Rússar nær tvöfalda tekjurnar af eldsneytisútflutningi
Tekjur Rússa af sölu jarðefnaeldsneytis til Evrópusambandsríkja hafa nær tvöfaldast á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að þeir réðust inn í Úkraínu. Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu. Meginástæða þessa er feiknarleg hækkun á eldsneytisverði, sem er bein afleiðing stríðsins. Sú verðhækkun gerir meira en að vega upp á móti minnkandi útflutningi.
Búið að skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Rússneski orkurisinn Gazprom hefur skrúfað fyrir allt gasflæði til Póllands og Búlgaríu, þar sem þarlendir kaupendur neituðu að fara að kröfu fyrirtækisins um að greiða fyrir gasið með rússneskum rúblum.
27.04.2022 - 07:10
Rússar skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Rússneski orkurisinn Gazprom tilkynnti í kvöld að það muni hætta útflutningi á gasi til Póllands og Búlgaríu frá og með morgundeginum. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu stjórnendum pólska ríkisorkufyrirtækisins PGNiG að skrúfað yrði fyrir Yamal-gasleiðsluna frá Rússlandi til Póllands. Búlgarska ríkisorkufyrirtækinu Bulgargaz barst sambærileg tilkynning í kvöld.
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Áfram gosórói – Gas leggur yfir Voga
Enn virðist vera þónokkur órói við gosstöðvarnar. Í gærmorgun jókst virknin þegar hraun tók að flæða undan gígnum og um kvöldmatarleytið í gærkvöld fór að gjósa úr gígnum sjálfum. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir nokkurt gas hafa stigið upp en erfitt sé að segja til um það hvort það leggi yfir höfuðborgarsvæðið.
Birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður
Veðurstofan hóf í dag að birta nákvæmari kort yfir gasdreifingu en áður. Kortin sýna sem fyrr staðsetningu og spáð magn brennisteinsdíoxíðs á jörðu niðri en einnig birtast nú kort sem sýna það svæði sem mengunar gæti orðið vart á næstu sex klukkustundum og næstu 24 klukkustundum. Þau kort gefa til kynna hvar og hvenær gasmengun gæti borist á ákveðin svæði án þess að segja til um nákvæman styrk eldfjallagasa.
14.05.2021 - 22:50
Svona getur of hár gasstyrkur farið með fólk
Gasmælar eru nauðsynlegir til að átta sig á styrk hættulegra eiturgasa við gosstöðvarnar, aðstæður geta breyst hratt og orðið lífshættulegar. Veðurstofan hyggst bæta vöktun á gosstað. 
27.03.2021 - 20:32
Myndskeið
Dæmigert íslenskt basalt kemur upp í Geldingadölum
Jarðvísindamenn hafa farið að gosstöðvunum til þess að taka sýni af þeim efnum sem spýjast upp úr jörðinni. Glóandi hraunið er auðvitað það tilkomumikla sem flestir fara að sjá en það er margt annað og ósýnilegra sem kemur upp.
Lestin
Dragdrottningin og olíuveldið
Hún er leikkona, söngkona, sjónvarpsþáttafrömuður og fyrirsæta. Hún er sköllóttur karlmaður og hárprúð drottning: dragmóðir heimsins sem berst ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og annarra undirokaðra hópa. En hún er líka olíubarón.
24.05.2020 - 16:50
Menningarefni · Vökvabrot · drag · dragmenning · RuPaul · Olía · Gas · RÚV núll