Færslur: Gana

Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
Gana fyrst til að fá bóluefni í gegnum Covax
Gana verður í dag fyrst ríkja til að fá skammta af bóluefni við kórónuveirunni í gegnum Covax-samstarfið, sem felur í sér að tryggja fátækum ríkjum aðgang að bóluefni óháð efnahag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun.
24.02.2021 - 08:23
Tuga saknað eftir að kirkja hrundi
Lík tólf kvenna og níu karla hafa fundist í rústum kirkju sem hrundi í bænum Akyem Batabi í austurhluta Gana á þriðjudag. Björgunarmenn hafa fundið átta á lífi. Slysið varð skömmu eftir að guðsþjónustu lauk. Einn þeirra sem björguðust áætlar að hátt í sextíu manns hafi verið við messuna. Ekkert liggur fyrir um ástæðu þess að kirkjan hrundi, en hún var enn í byggingu. Lögregla rannsakar málið.
23.10.2020 - 08:56
Erlent · Afríka · Gana
Yfir 200 bjargað úr mansali í Níger
Börn allt niður í tíu ára aldur voru meðal 230 manna sem var bjargað úr mansali í Níger í janúar. 18 voru handteknir í aðgerðum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem tóku tíu daga. 
01.03.2020 - 04:24
Evrópskur úrgangur eitrar fyrir Ganverjum
Egg úr lausagönguhænum í Agbogbloshie fátakrahverfinu í Accra, höfuðborg Gana, inniheldur 220-falt leyfilegt magn klórblandaðra díoxína samkvæmt Matvælaeftirliti Evrópu. Fleiri hættuleg efni finnast í eggjunum, á borð við PCB-efni og efni sem eiga að hefta útbreiðslu elds. Ástæðan fyrir þessu er að í útjaðri hverfisins er urðunarstaður raftækja sem send eru til ríkisins frá Evrópu.
25.04.2019 - 07:44
Gana
Minnst 60 fórust í rútubílaárekstri
Minnst sextíu manns létu lífið í hörðum árekstri tveggja rútubifreiða í Gana í gær. Eldur kviknaði í annarri rútunni við áreksturinn. Slysið varð um klukkan tvö síðdegis á föstudag að staðartíma í Austur-Bono-héraði, rúma 400 kílómetra norður af höfuðborginni Accra. Rúturnar komu akandi úr gagnstæðri átt á talsverðri ferð þegar þær rákust saman.
23.03.2019 - 02:24
Erlent · Afríka · Gana