Færslur: gamma

Fleiri greiðslur til Péturs kærðar til héraðssaksóknara
Úttekt á starfsemi fasteignafélagsins Upphafs og fjárfestingasjóðsins Gamma Novus sýnir að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri þeirra. Greiðslur til fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs hafa verið kærðar til embættis héraðssaksóknara.
GAMMA kannar rétt á bótum vegna milljarða taps
Núverandi forsvarsmenn fjárfestingasjóðsins GAMMA ætla að kanna hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem kunna að eiga sök á rekstrarvandræðum fasteignafélagsins Upphafs á árunum 2015-2019. Sjóðurinn gufaði nánast upp, fór úr því að vera metinn á um fimm milljarða niður í um 40 milljónir.
24.03.2020 - 21:20
Fjárhagslegri endurskipulagningu Upphafs lokið
Vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Upphafs fasteignafélags slhf. með útgáfu forgangsskuldabréfs að fjárhæð 1 milljarðs króna er lokið. Með þessu er tryggt að Upphafi takist að klára þær framkvæmdir sem félagið er með í gangi.
31.10.2019 - 16:49
Samþykktu skilmálabreytingar á skuldabréfum
Skuldabréfaeigendur fasteignafélagsins Upphafs, sem er í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem er í stýringu GAMMA, hafa samþykkt skilmálabreytingar á skuldabréfum. Þá verður ráðist í viðbótaskuldabréfaútgáfu til að hægt verði að ljúka við byggingar á vegum Upphafs og forða félaginu frá gjaldþroti.
08.10.2019 - 13:41
Markaðnum ekki treystandi fyrir húsnæðisöryggi
Forseti ASÍ segir að málefni fjárfestingarsjóðsins Gamma staðfesti það að hinum frjálsa markaði sé ekki treystandi fyrir húsnæðisöryggi fólks. Eigið fé í eigu Gamma þurrkaðist nánast upp eftir að það var endurmetið og fjárfestar hafa tapað hundruðum milljóna. 
05.10.2019 - 12:38
Óháð úttekt á sjóðum Gamma
Óháður aðili verður fenginn til að skoða málefni tveggja sjóða Gamma, Novus og Anglia. Lagt hefur verið fram frumvarp á þingi sem herðir eftirlit með sjóðum sem þessum.
04.10.2019 - 19:45
Myndskeið
Segir FME hljóta að rannsaka GAMMA Novus
Sérfræðingur í fjármálamörkuðum segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málefni fjárfestingasjóðsins Gamma Novus til skoðunar, ef það er ekki þegar byrjað á því. Forsvarsmenn Gamma vinna að áætlun sem ætlað er að hámarka endurheimtur úr sjóðnum.
03.10.2019 - 19:22
Eigið fé þurrkaðist upp
Eigið fé fjárfestingasjóðs í eigu Gamma þurrkaðist nánast upp eftir að það var endurmetið. Fjárfestar tapa hundruðum milljónum króna en ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan þeim var kynnt allt önnur og betri staða.
01.10.2019 - 12:12