Færslur: Game of Thrones

Rjúfa þögnina um umdeilda Starbucks-bollann
Framleiðendur hinnar geysivinsælu þáttaraðar um Krúnuleikana, Game of Thrones, hafa rofið þögnina um kaffibollann sem stal senunni í þætti í síðustu seríunni sem sýndur var fyrr á árinu.
05.09.2019 - 09:21
Myndskeið
Gólaði þegar drottningarnar mættust
Gestir Lestarklefans ræddu Krúnuleikana eftir afar umdeilda lokaþáttaröð sem nýverið kláraðist. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir segist Arngrímur Vídalín hafa lifað sig mikið inn í þættina, hann hafi ýmist gólað í geðshræringu eða upplifað sig aleinan gagnvart illsku heimsins á meðan hann horfði.
01.06.2019 - 14:07
Martin bregst við endalokum Krúnuleikanna
Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones hefur runnið sitt skeið. En George R.R. Martin höfundur bókaflokksins sem þættirnir byggja á situr enn við skriftir.
22.05.2019 - 11:42
Vísbendingarnar um endalok Game of Thrones
Þá hefur síðasti þátturinn í síðustu þáttaröðinni af Game of Thrones runnið sitt skeið og við vitum loks hver örlög uppáhalds persónanna okkar í Westeros eru. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með útkomuna og höfundar þáttanna hafa fengið töluverða gagnrýni fyrir skrif sín og aðdáendur hafa sakað þá um að taka skrítnar ákvarðanir sem séu í engu samhengi við söguna. Við höfum hins vegar tekið saman nokkur atriði úr fyrri þáttum og þáttaröðum sem gáfu vísbendingar um endalokin.
21.05.2019 - 11:55
Lokaþáttur Game of Thrones í kvöld
Eftir átta ára sigurgöngu verður 73. og síðasti þáttur Game of Thrones sýndur í bandarísku sjónvarpi í kvöld. Óhætt er að segja að fárra lokaþátta hafi verið beðið af jafn mikilli eftirvæntingu.
19.05.2019 - 21:44
Upptaka
Vilja láta endurgera nýjustu þáttaröðina
Hátt í milljón aðdáendur Game of Thrones hafa skrifað undir áskorun til sjónvarpsstöðvarinnar HBO um að láta endurgera áttundu þáttaröð sjónvarpsþáttanna vinsælu. Þeim hugnast ekki framvinda söguþráðarins í síðustu þáttaröðinni, sem nú er í sýningu.
17.05.2019 - 11:28
Starbucks-bolli stelur senunni í Krúnuleikunum
Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones sitja nú límdir við skjáinn og fylgjast með lokaþáttaröðinni til að sjá hver örlög söguhetjanna verða. Enda hafa þættirnir orð á sér fyrir að hlífa engum. Ekkert fer því fram hjá vökulum augum áhorfenda sem reyna að láta ekki neitt fram hjá sér fara. Og þá er eins gott að gleyma ekki bolla frá kaffiveitingahúsinu Starbucs í leikmyndinni. Þeir sem hafa ekki séð síðasta þátt ættu að hætta að lesa.
06.05.2019 - 23:20
Pistill
Fádæma vinsældir Game of Thrones
Það stefnir í lokauppgjör í Game of Thrones og hálfgert æði hefur gripið um sig um allan heim. Hvað er það við dreka og uppvakninga í furðulegum ævintýraheimi sem heillar unga sem aldna? Freyr Eyjólfsson rýnir í Krúnuleikana.
04.05.2019 - 11:00
Próf
Hvað veistu um Game of Thrones?
Sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones rennur senn sitt skeið á enda og er á allra vörum þessa dagana. Taktu stöðuna á hversu vel þú þekkir þættina.
04.05.2019 - 09:38
Tíu klikkaðar kenningar um Krúnuleikana
Þriðji þátturinn í síðustu þáttaröð Game of Thrones er búinn og fólk er hægt og rólega að jafna sig eftir stórkostlegustu orrustu sjónvarpssögunnar. Þó þessi grein innihaldi spilliefni er það ekki ætlun okkar að fara skref fyrir skref yfir síðasta þáttinn heldur pæla aðeins í því hvað gerist næst.
30.04.2019 - 14:29
Viðtal
Mikil leynd yfir tökum á Íslandi
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum Íslendingum að áttunda sería Krúnuleikanna er sýnd um þessar mundir. Hluti þáttanna hefur verið tekinn upp hér á landi. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur séð um aðkomu íslenskrar framleiðslu að þáttunum en má ekkert gefa upp.
30.04.2019 - 09:18
Viðtal
Plebbarnir spyrja spjörunum úr
Barsvarið á Stúdentakjallaranum er löngu orðið að föstum lið á staðnum, en Valgerður Anna Einarsdóttir dagskrárstjóri Stúdentakjallarans segir æ fleiri sækja þessa viðburði og að stemningin sé mikil.
03.04.2019 - 13:21
Bækur sem aðdáendur Krúnuleika ættu að lesa
George R.R. Martin, höfundur Game of Thrones, mælir með bókum sem aðdáendur sjónvarpsþáttanna ættu að lesa.
Forsaga Game of Thrones í startholunum
HBO sjónvarpsrisinn hefur gengið frá samningum við framleiðandann og höfundinn Jane Goldman sem mun ásamt höfundi bókanna um Krúnuleikana, George R.R. Martin skrifa nýja þáttaröð þar sem forsaga Game of Thrones þáttanna verður í fókus.
09.06.2018 - 12:16
Game of Thrones-leikari með leiðsögn um Ísland
Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones eiga nú möguleika á að vinna ferð um tökustaði þeirra á Íslandi með leiðsögn leikara úr þáttunum. Það eru alþjóðlegu hvalfriðunarsamtökin WDC (Whale and Dolphin Conservation) sem standa fyrir ferðinni og það eina sem þarf að gera til að komast í pottinn er að styrkja samtökin um 10 dollara. Vinningshafinn gæti jafnframt fengið að gefa háhyrningi nafn.
25.02.2018 - 10:38
Game of Thrones frímerki gleðja aðdáendur
Konunglega breska póstþjónustan hefur látið framleiða 15 ný frímerki sem skreytt eru með myndum af persónum sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Þættirnir sem framleiddir eru af bandaríska sjónvarpsrisanum HBO eru með þeim vinsælustu í heiminum, en áttunda og síðasta þáttaröðin er nú í framleiðslu.
Game of Thrones stjarna áreitt af Weinstein
Leikkonan Lena Headey hefur nú bæst við tugi annarra sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein.
GoT-stjörnur trúlofa sig – hittust á Íslandi
Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones, og Rose Leslie, fyrrum mótleikona hans úr þáttaröðinni hafa nú trúlofað sig.
27.09.2017 - 15:17
Fjórir handteknir vegna leka hjá HBO
Indverska lögreglan hefur handtekið fjóra menn sem grunaðir eru um aðild að lekamáli sjónvarpsframleiðandans HBO. Hinir grunuðu hafa tengsl við Star India, sjónvarpsstöð sem er rétthafi að sýningum sjónvarpsþáttanna Game of Thrones þar í landi. Lekans varð fyrst vart þegar fjórði þáttur nýjustu þáttaraðarinnar komst í dreifingu á netinu fimm dögum fyrir frumsýningu.
15.08.2017 - 16:53
Ed Sheeran misstígur sig í Game of Thrones
Þann 16. júlí var 7. þáttaröð Game of Thrones frumsýnd, en þættirnir eru að stóru leyti teknir upp hér á landi. Fantasíuþættirnir hafa frá árinu 2011 fest sig í sessi sem vinsælustu sjónvarpsþættir heims. Ed Sheeran er einn vinsælasti popparinn um þessar mundir og því þótti liggja beint við að fá hann í aukahlutverk í þáttunum. Sú tilraun virðist þó hafa misheppnast.
18.07.2017 - 11:26