Færslur: Gallup

Fylgi Vinstri grænna ekki verið minna frá 2013
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Vinstri grænna á landsvísu hefur ekki mælst minna síðan í aðdraganda alþingiskosninga 2013. Flokkurinn hefur tapað meira en þriðjungi af fylgi sínu frá síðustu kosningum. 
02.06.2022 - 19:22
Kvíði vegna Covid-19 aldrei verið minni
Kvíði vegna COVID-19 hefur aldrei mælst minni en nú, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ótti við að smitast er einnig með allra minnsta móti.
Ríkisstjórnin ekki verið óvinsælli í rúm tvö ár
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni síðan í ársbyrjun 2020, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Aldrei hafa jafn fáir sagst ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Píratar og Samfylking bæta mestu við sig af stjórnarandstöðuflokkunum á Alþingi.
02.05.2022 - 21:46
Andleg heilsa verst meðal ungra kvenna
70 prósent fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2021. Ekki er marktækur munur á milli áranna 2020 og 2021 en þegar miðað er við árið 2019, þegar 76% fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða, er staðan marktækt verri árið 2021.
09.04.2022 - 08:14
Einn þriðji ber mikið traust til þjóðkirkjunnar
Um þriðjungur landsmanna ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og svipað hlutfall ber lítið traust til hennar. Eldra fólk er líklegra til að bera traust til kirkjunnar og rúmur helmingur er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
06.11.2021 - 08:00
Myndskeið
Jöfnunarþingsætin auki spennuna á kosninganótt
Úthlutun jöfnunarsæta í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, sýna annars vegar galla kosningakerfisins en auka hins vegar spennuna á kosninganótt. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði, þegar hann ræddi fylgi stjórnmálaflokkanna við Boga Ágústson í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld.
24.09.2021 - 19:39
Myndskeið
Konur gætu orðið næstum helmingur þingmanna
Tuttugu og sex nýir þingmenn verða á Alþingi verði úrslit kosninganna þau sömu og niðurstöður skoðanakönnunar Gallups. Þá myndu sjö konur bætast í hóp þingmanna, þannig að þær yrðu 31 af 63 þingmönnum eða rétt tæpur helmingur.
21.09.2021 - 22:26
Myndskeið
Kannanir alls ekki út og suður
Jafnvel örlitlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka geta haft meiriháttar breytingar á fjölda þingmanna. Skoðanakannanir sem birst hafa undanfarna daga eru ekki jafn misvísandi og þær kunna að virðast í fyrstu.
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Könnun sýnir bjartsýni Íslendinga til náinnar framtíðar
Íslendingar eru bjartsýnni nú á framtíðarhorfur í atvinnu- og efnahagslífi landsins en þeir voru eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þetta byggir á væntingavísitölu Gallups en gildi hennar hafa mælst yfir 100 frá því í nóvember sem þýðir að fleiri séu bjartsýnir en svartsýnir á stöðuna.
Þriðjungur landsmanna treystir Alþingi
Landhelgisgæslan er sú stofnun samfélagsins sem flestir bera traust til og forsetaembættið er í öðru sæti. Traust fólks á heilbrigðiskerfinu hefur aukist mikið síðan í fyrra, þriðjungur landsmanna ber traust til Þjóðkirkjunnar og Alþingis og um einn af hverjum fimm treystir borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
19.02.2021 - 18:30
Kalla eftir afstöðu ráðherra til reksturs spilakassa
Samtök áhugafólks um spilafíkn segja niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir þau í apríl og maí 2020 sýni að mjög afmarkaður og lítill hópur leggi allt sitt í spilakassa HHÍ. Samtökin kalla eftir afstöðu menntamálaráðherra til áframhaldandi reksturs kassanna.
Áhorf á fréttir Stöðvar 2 minnkar um helming
Alls horfðu 10,8% landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára á fréttir Stöðvar 2 vikuna 18. til 24. janúar. Sú tala sýnir meðaláhorf á hverja mínútu fréttatíma hvern dag. Hafa ber í huga að fleiri horfðu samtals á fréttatímana yfir vikuna. Meðaláhorf á hvern fréttatíma RÚV var 29,9% í síðustu viku. 
Færri óttast smit og ungt fólk er með COVID-kvíða
Þeim fækkar sem óttast að smitast af COVID-19 og fleiri telja of mikið gert úr heilsufarslegri hættu sjúkdómsins. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup á viðhorfi til ýmissa þátta sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.
Fleiri bökuðu og færri fengu sér skötu
Fleiri bökuðu smákökur fyrir jólin í ár en áður og þeim fjölgaði sem vitjuðu leiða í kirkjugörðum um hátíðarnar. Þriðjungur landsmanna borðaði skötu, sem eru færri en í fyrra og fleiri máluðu piparkökur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um jólavenjur Íslendinga.
31.12.2020 - 08:27
Faraldurinn hafði lítil áhrif á jólatilhlökkun
Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra, en svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár. Konur hlakka frekar til jóla en karlar og tilhlökkunin eykst með hærri aldri, aukinni menntun og hærri tekjum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Myndskeið
Fleiri grípa til sóttvarna eftir því sem ótti eykst
Fleiri óttast nú að smitast af kórónuveirunni eftir að aðgerðir voru hertar og forðast þar af leiðandi margmenni og návígi í meira mæli. Fleirum finnst almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld gera of lítið til að bregðast við, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallups.
07.08.2020 - 18:53
Kjósendur Framsóknar og VG þvo og spritta oftar
22% Íslendinga óttast að smitast af COVID-19. 27% hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum sjúkdómsins á Ísland og meirihlutinn hefur breytt venjum sínum til að forðast smit. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem telja að heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir geri of lítið til að bregðast við faraldrinum og kjósendur VG og Framsóknar þvo og spritta hendur sínar oftar en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt er um viðhorf fólks til áhrifa COVID-19.
26.07.2020 - 12:22
90% landsmanna spritta hendur oftar en áður
Landsmenn bera mikið traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda þegar kemur að baráttunni gegn Covid19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup. Nærri níu af hverjum tíu þvo og spritta hendur betur en áður.
16.03.2020 - 23:31
Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum
Þeim sem telja loftslagsbreytingar ekki af mannavöldum hefur fjölgað mikið og eru sextíu prósentum fleiri en fyrir ári samkvæmt könnun Gallups. Sérfræðingur segir viðhorfsbreytinguna almenna og þvert á hópa. Níutíu prósent séu þó tilbúin til að breyta hegðun til að vernda umhverfi eða vega gegn loftslagsbreytingum.
19.02.2020 - 18:08