Færslur: GAJA

Myndskeið
Plastmenguð molta úr GAJU einungis nothæf á haugana
Moltan sem Sorpa framleiðir í GAJU; Gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi, inniheldur allt of mikið plast og nýtist ekki annars staðar en á haugunum. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að byrja að safna lífrænum úrgangi til að hráefnið í moltuna verði boðlegt.  
Kostnaður við GAJU verulega vanáætlaður
Stjórnarformaður Sorpu segir að kostnaður við byggingu GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU í Álfsnesi, hafi verið verulega vanmetinn í áætlanagerð. Starfsleyfisumsókn stöðvarinnar hafi lent á milli tveggja stjórnsýslukerfa.
26.08.2020 - 12:50
Myndskeið
GAJA hefur ekki fengið starfsleyfi
GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi, hefur ekki fengið starfsleyfi og hefur því ekki getað hafið formlega starfsemi. Umhverfisráðherra hefur þó veitt tímabundna undanþágu svo prófanir geti hafist. Framkvæmdastjóri Sorpu telur að full starfsemi verði hafin í byrjun næsta árs.
25.08.2020 - 19:36
Innlent · Sorpa · GAJA
Myndskeið
Efnagreiningar eiga að sanna að moltan standist kröfur
Framkvæmdastjóri Sorpu segir að teknar verði reglulegar efnagreiningar úr moltunni sem framleidd verður í Gaju, gas-og jarðgerðarstöðinni á Álfsnesi, til að slá á efasemdaraddir um hvort hún standist gæðakröfur.
18.06.2020 - 19:00
Innlent · Sorpa · GAJA
Kastljós
Varaði við göllum gas- og jarðgerðarstöðvarinnar
Talsverð óvissa er um hvort sex milljarða fjárfesting Sorpu í nýrri gas- og jarðgerðarstöð GAJA muni virka eins og vonir standa til. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir að tæknin byggi á að úrgangurinn sé sérsafnað lífrænt sorp en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða ekki upp á slíka söfnun. Hann segir að hætta sé á að of mikið af eiturefnum, plasti og öðrum efnum berist í moltuna og að hún verði ónothæf.
10.06.2020 - 20:02
Engin formleg aðgerðaáætlun um fjárhagsvanda Sorpu
Engin formleg áætlun hefur verið lögð fram til lausnar á fjárhagsvanda Sorpu. Þetta segir starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Stjórn Sorpu bókaði aftur á móti á fundi sínum að lögð hefði verið fram tillaga að slíkri áætlun og mat lagt á hana.
07.05.2020 - 17:54
Innlent · Sorpa · GAJA · Borgarráð
Fréttaskýring
Sorpa situr uppi með afurðirnar
Sorpa hefur enn ekki fundið kaupendur fyrir 3 milljónir rúmmetra af metangasi og 12 þúsund tonn af moltu sem ný gas - og jarðgerðarstöð á Álfsnesi mun framleiða á ári. Það kostaði rúma fimm milljarða að byggja stöðina sem verður tilbúin í lok mánaðar.
22.03.2020 - 19:20