Færslur: Gæslan

Myndskeið
Kominn í land eftir hálfa öld og tvö þorskastríð
Halldór Nellett skipherra sigldi varðskipinu Þór í höfn í síðasta sinn í morgun. Þar með lýkur nærri hálfrar aldar starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Hann segir vel heppnuð björgunarstörf standa upp úr, en líka tvö þorskastríð.
Samningar flugvirkja fara í gerðardóm verði ekki samið
Gerðardómi verður falið að ákveða kaup og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hafi samningar ekki tekist fyrir 4. janúar næstkomandi. Einnig verður gerðardómi ætlað að taka til meðferðar útfærslu á tengingu kjarasamnings flugvirkja við aðrar sambærilegar starfsstéttir á almennum vinnumarkaði.
Gæslan fékk ekkert útkall í nótt – Engin þyrla tiltæk
Landhelgisgæslan fékk sem betur fer ekkert útkall í nótt, enda hefur engin þyrla verið tiltæk frá því á miðnætti vegna verkfalls flugvirkja sem hefur staðið yfir frá 5. nóvember síðastliðnum.
26.11.2020 - 07:10