Færslur: Gaddafí

Líbíumenn mótmæla orkuskorti og upplausn
Þúsundir Líbíumanna flykktust út götur helstu borga landsins um helgina til að mótmæla síversnandi lífskjörum, orkuskorti og upplausn í stjórnmálum.Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að miðla málum meðal deilandi pólítískra fylkinga án teljandi árangurs.
03.07.2022 - 07:49
Fyrirhugðum forsetakosningum frestað í Líbíu
Þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að halda forsetakosningar í Líbíu 24. desember eins og fyrirhugað var. Óttast er að óeirðir brjótist út auk þess sem efasemdir eru uppi um lögmæti nokkurra framboða
Sonur Gaddafis fær að bjóða sig fram til forseta
Dómstóll í Líbíu hefur úrskurðað að Saif al-Islam Gaddafi megi gefa kost á sér í forsetakosningum sem fram undan eru í landinu. Hann er sonur Muammars Gaddafi fyrrverandi einræðisherra landsins sem uppreisnarmenn drápu árið 2011 í blóðugu borgarastríði.
Líbía
„Uppáhaldssonur“ Gaddafis býður sig fram til forseta
Saif al-Islam Gaddafi, sonur Muammars Gaddafis, fyrrverandi Líbíuforseta, hefur tilkynnt framboð sitt til forseta í kosningum sem á að halda í Líbíu 24. desember næstkomandi. Yfirkjörnefnd Líbíu staðfesti þetta í tilkynningu sem hún sendi frá sér á sunnudag.
15.11.2021 - 01:43
Saadi sonur Muammars Gaddafi laus úr fangelsi
Saadi Gaddafi, sonur Muammars Gaddafi fyrrverandi leiðtoga Líbíu hefur verið látinn laus úr fangelsi í Trípólí-borg. Hann er talinn hafa yfirgefið landið umsvifalaust.
05.09.2021 - 23:48