Færslur: G7
Árásin á verslunarmiðstöðina hryðjuverk og stríðsglæpur
Vestrænir leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni Krementsjúk í Úkraínu í gær og leiðtogar G7-ríkjanna, sjö af stærstu iðnríkjum heims, segja hana stríðsglæp. Úkraínuforseti segir árásina hryðjuverk. Minnst tólf óbreyttir borgarar til viðbótar týndu lífinu í árásum Rússa á úkraínskar borgir í gær.
28.06.2022 - 04:56
G7 ríkin boða fjárhagsaðstoð til fátækari ríkja
Fjárfestingasjóður sem G7 ríkin hyggjast koma á fót verður ætlað að veita fátækari ríkjum heim nauðsynlega aðstoð við uppbyggingu vega og hafna, sérstaklega ríkja sem hafa til þessa þurft að stóla á aðstoð Kínverja. Bandaríkjaforseti kynnti verkefnið í dag og sagði tugi verkefna þegar í vinnslu víða um heim.
26.06.2022 - 18:51
G7-fjölskyldan ræðir um Rússa og loftslagsmál
Í morgun stilltu leiðtogar G7-ríkjanna - Japans, Þýskalands, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kanada og Ítalíu - sér upp á lítinn pall í Þýskalandi, fyrir hina svokölluðu G7-fjölskyldumynd. Með þeim stóðu leiðtogar Evrópusambandsins.
26.06.2022 - 16:33
Afhenda Hvítrússum fullkomið eldflaugakerfi innan tíðar
Rússar munu innan skamms afhenda Hvítrússum eldflaugar sem borið geta kjarnaodda. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti þessu yfir á fréttafundi við upphaf fundar þeirra Alexanders Lukasjenko, forseta Hvíta Rússlands, í Moskvu í gær.
26.06.2022 - 03:14
G7 leiðtogar hvattir til að gera betur í loftslagsmálum
Nokkur þúsund manns tóku þátt í fjöldagöngu í Munchen í Þýskalandi í dag til að hvetja leiðtoga G7 ríkjanna til að gera meira í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
25.06.2022 - 16:53
Harðir bardagar í Donbas og deilur um korn og hafnbann
Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta Úkraínu í gærkvöld og nótt, þar sem Úkraínuher hefur átt fullt í fangi með að verjast þungri sókn Rússa. Stjórnvöld í Rússlandi vísa allri ábyrgð á yfirvofandi matarskorti í heiminum á bug.
15.05.2022 - 04:58
Ætla að hætta að versla rússneska olíu
G7-ríkin hafa sammælst um að hætta í skrefum og banna loks innflutning rússneskrar olíu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska forsetaembættinu.
08.05.2022 - 17:48
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
08.05.2022 - 07:10
Beina refsiaðgerðum að rússneskum þingmönnum
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims komu saman á fundi í Brussel í Belgíu í dag. Þar ræddu þeir um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins komu einnig saman til funda í borginni í dag.
24.03.2022 - 20:39
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
24.03.2022 - 06:30
Biden til Brussel og Póllands í vikunni
Joe Biden Bandaríkjaforseti fer á föstudag til Póllands, þar sem hann mun ræða innrás Rússa í Úkraínu við Andrzej Duda, Póllandsforseta. Skrifstofa forsetaembættisins sendi út tilkynningu þessa efnis í gær. „Forsetinn mun ræða hvernig Bandaríkin og bandalags- og vinaþjóðir okkar begðast við því skelfingarástandi í mannúðar- og mannréttindamálum sem óréttmætt og tilefnislaust árásarstríð Rússa í Úkraínu hefur skapað,“ segir í tilkynningunni.
21.03.2022 - 06:43
Leiðtogar G7 hóta Rússum frekari refsingum
Leiðtogar helstu iðnríkja heims G7 ríkjanna hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum og þvingunum láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna í kvöld.
27.02.2022 - 23:27
Japanar heita Úkraínumönnum stuðningi
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans ætlar að ræða við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta síðar í dag, þriðjudag. Stjórnvöld í Tókíó lýsa miklum áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu.
15.02.2022 - 07:00
G7-ríkin vara Rússa við alvarlegum afleiðingum
Rússar myndu sæta alvarlegum afleiðingum ef rússneski herinn ræðst inn í Úkraínu. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem utanríkisráðherrar G7-ríkjanna munu undirrita í dag en Reuters greinir frá drögum að yfirlýsingunni.
12.12.2021 - 15:08
Sýna samstöðu og óttast innrás í Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna sögðu í dag brýnt að sýna samstöðu í málflutningi og aðgerðum gegn Rússlandi ef rússneski herinn ræðst inn í Úkraínu.
11.12.2021 - 19:46
Bretar boða neyðarfund vegna faraldurs
Bretar kalla eftir neyðarfundi meðal G7 ríkjanna vegna ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Bretar fara nú með forsæti G7 hópsins. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna eru kallaðir til fundar á morgun til þess að ræða áhrif nýja afbrigðisins.
28.11.2021 - 21:05
Hvetja auðugari ríki til að gefa þeim fátækari bóluefni
„Það væri siðlaust að sóa bóluefni meðan þúsundir íbúa fátækari landa falla í valinn af völdum COVID-19 á hverjum degi.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi 160 fyrrverandi þjóðarleiðtoga og heimsfrægs fólks til gestgjafa G20 ráðstefnu leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims.
29.10.2021 - 05:44
Loftbrúin frá Kabúl líklega framlengd
Svo virðist sem Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að framlengja loftbrúna frá Kabúl fram yfir mánaðamót, eins og mjög hefur verið þrýst á um að hann geri. Engin formleg yfirlýsing hefur enn birst um þetta frá Hvíta húsinu en annað verður þó vart ráðið af tilkynningu sem birt var á vef breska forsætisráðuneytisins í gærkvöld.
24.08.2021 - 06:22
Leiðtogar G7 funda um stöðuna í Afganistan
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, munu ræða stöðuna í Afganistan á fjarfundi á þriðjudag. Boris Johnson forsætisráðherra Breta greinir frá þessu, en Bretar fara um þessar mundir með formennsku í ráðinu.
22.08.2021 - 15:55
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
19.08.2021 - 18:18
Ísland og 129 önnur ríki styðja alheimsfyrirtækjaskatt
Ísland er í hópi 130 ríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við áform G7-ríkjanna um samræmdan lágmarksfyrirtækjaskatt.
02.07.2021 - 20:00
Ástralir og Kínverjar takast á um tolla á innflutt vín
Stjórnvöld í Ástralíu hafa lagt fram formlega kvörtun til Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar vegna tolls sem Kínverjar leggja á innflutt vín til að hindra að þau verði seld á lægra verði en í framleiðslulandinu.
19.06.2021 - 00:20
Loftslagsbreytingar efstar á baugi G-7 á lokadegi
G-7 ríkin hyggjast leggja nýjar línur í loftslagsaðgerðum á lokadegi þriggja daga ráðstefnu sinnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heimsins mætast augliti til auglitis í vel á annað ár.
13.06.2021 - 06:10
Brexit-skuggi yfir G7 fundinum
Boris Johnson forsætisráðherra Breta tekur á móti þjóðarleiðtogum hinna G7 landanna um helgina, meðal annars til að sýna styrk Bretlands utan ESB. En á þessum fyrsta fundi forsætisráðherra við Joe Biden Bandaríkjaforseta stelur Brexit-deila Breta við ESB athygli breskra fjölmiðla frá alþjóðamálunum.
11.06.2021 - 17:00
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
11.06.2021 - 02:56