Færslur: G7

Árásin á verslunarmiðstöðina hryðjuverk og stríðsglæpur
Vestrænir leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni Krementsjúk í Úkraínu í gær og leiðtogar G7-ríkjanna, sjö af stærstu iðnríkjum heims, segja hana stríðsglæp. Úkraínuforseti segir árásina hryðjuverk. Minnst tólf óbreyttir borgarar til viðbótar týndu lífinu í árásum Rússa á úkraínskar borgir í gær.
G7 ríkin boða fjárhagsaðstoð til fátækari ríkja
Fjárfestingasjóður sem G7 ríkin hyggjast koma á fót verður ætlað að veita fátækari ríkjum heim nauðsynlega aðstoð við uppbyggingu vega og hafna, sérstaklega ríkja sem hafa til þessa þurft að stóla á aðstoð Kínverja. Bandaríkjaforseti kynnti verkefnið í dag og sagði tugi verkefna þegar í vinnslu víða um heim.
26.06.2022 - 18:51
Erlent · Stjórnmál · G7
G7-fjölskyldan ræðir um Rússa og loftslagsmál
Í morgun stilltu leiðtogar G7-ríkjanna - Japans, Þýskalands, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kanada og Ítalíu - sér upp á lítinn pall í Þýskalandi, fyrir hina svokölluðu G7-fjölskyldumynd. Með þeim stóðu leiðtogar Evrópusambandsins.
26.06.2022 - 16:33
Pútín og Lukasjenko í Moskvu
Afhenda Hvítrússum fullkomið eldflaugakerfi innan tíðar
Rússar munu innan skamms afhenda Hvítrússum eldflaugar sem borið geta kjarnaodda. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti þessu yfir á fréttafundi við upphaf fundar þeirra Alexanders Lukasjenko, forseta Hvíta Rússlands, í Moskvu í gær.
G7 leiðtogar hvattir til að gera betur í loftslagsmálum
Nokkur þúsund manns tóku þátt í fjöldagöngu í Munchen í Þýskalandi í dag til að hvetja leiðtoga G7 ríkjanna til að gera meira í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
25.06.2022 - 16:53
Harðir bardagar í Donbas og deilur um korn og hafnbann
Harðir bardagar hafa geisað í austurhluta Úkraínu í gærkvöld og nótt, þar sem Úkraínuher hefur átt fullt í fangi með að verjast þungri sókn Rússa. Stjórnvöld í Rússlandi vísa allri ábyrgð á yfirvofandi matarskorti í heiminum á bug.
Ætla að hætta að versla rússneska olíu
G7-ríkin hafa sammælst um að hætta í skrefum og banna loks innflutning rússneskrar olíu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska forsetaembættinu.
08.05.2022 - 17:48
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Beina refsiaðgerðum að rússneskum þingmönnum
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims komu saman á fundi í Brussel í Belgíu í dag. Þar ræddu þeir um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins komu einnig saman til funda í borginni í dag.
24.03.2022 - 20:39
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Biden til Brussel og Póllands í vikunni
Joe Biden Bandaríkjaforseti fer á föstudag til Póllands, þar sem hann mun ræða innrás Rússa í Úkraínu við Andrzej Duda, Póllandsforseta. Skrifstofa forsetaembættisins sendi út tilkynningu þessa efnis í gær. „Forsetinn mun ræða hvernig Bandaríkin og bandalags- og vinaþjóðir okkar begðast við því skelfingarástandi í mannúðar- og mannréttindamálum sem óréttmætt og tilefnislaust árásarstríð Rússa í Úkraínu hefur skapað,“ segir í tilkynningunni.
Leiðtogar G7 hóta Rússum frekari refsingum
Leiðtogar helstu iðnríkja heims G7 ríkjanna hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum og þvingunum láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna í kvöld.
Japanar heita Úkraínumönnum stuðningi
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans ætlar að ræða við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta síðar í dag, þriðjudag. Stjórnvöld í Tókíó lýsa miklum áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu.
15.02.2022 - 07:00
G7-ríkin vara Rússa við alvarlegum afleiðingum
Rússar myndu sæta alvarlegum afleiðingum ef rússneski herinn ræðst inn í Úkraínu. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem utanríkisráðherrar G7-ríkjanna munu undirrita í dag en Reuters greinir frá drögum að yfirlýsingunni.
12.12.2021 - 15:08
Sýna samstöðu og óttast innrás í Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna sögðu í dag brýnt að sýna samstöðu í málflutningi og aðgerðum gegn Rússlandi ef rússneski herinn ræðst inn í Úkraínu.
11.12.2021 - 19:46
Bretar boða neyðarfund vegna faraldurs
Bretar kalla eftir neyðarfundi meðal G7 ríkjanna vegna ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Bretar fara nú með forsæti G7 hópsins. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna eru kallaðir til fundar á morgun til þess að ræða áhrif nýja afbrigðisins.
28.11.2021 - 21:05
Hvetja auðugari ríki til að gefa þeim fátækari bóluefni
„Það væri siðlaust að sóa bóluefni meðan þúsundir íbúa fátækari landa falla í valinn af völdum COVID-19 á hverjum degi.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi 160 fyrrverandi þjóðarleiðtoga og heimsfrægs fólks til gestgjafa G20 ráðstefnu leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims.
Loftbrúin frá Kabúl líklega framlengd
Svo virðist sem Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að framlengja loftbrúna frá Kabúl fram yfir mánaðamót, eins og mjög hefur verið þrýst á um að hann geri. Engin formleg yfirlýsing hefur enn birst um þetta frá Hvíta húsinu en annað verður þó vart ráðið af tilkynningu sem birt var á vef breska forsætisráðuneytisins í gærkvöld.
24.08.2021 - 06:22
Leiðtogar G7 funda um stöðuna í Afganistan
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, munu ræða stöðuna í Afganistan á fjarfundi á þriðjudag. Boris Johnson forsætisráðherra Breta greinir frá þessu, en Bretar fara um þessar mundir með formennsku í ráðinu.
22.08.2021 - 15:55
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
Ísland og 129 önnur ríki styðja alheimsfyrirtækjaskatt
Ísland er í hópi 130 ríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við áform G7-ríkjanna um samræmdan lágmarksfyrirtækjaskatt.
02.07.2021 - 20:00
Erlent · Innlent · G7 · G20 · Janet Yellen
Ástralir og Kínverjar takast á um tolla á innflutt vín
Stjórnvöld í Ástralíu hafa lagt fram formlega kvörtun til Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar vegna tolls sem Kínverjar leggja á innflutt vín til að hindra að þau verði seld á lægra verði en í framleiðslulandinu.
19.06.2021 - 00:20
Loftslagsbreytingar efstar á baugi G-7 á lokadegi
G-7 ríkin hyggjast leggja nýjar línur í loftslagsaðgerðum á lokadegi þriggja daga ráðstefnu sinnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heimsins mætast augliti til auglitis í vel á annað ár.
13.06.2021 - 06:10
Spegillinn
Brexit-skuggi yfir G7 fundinum
Boris Johnson forsætisráðherra Breta tekur á móti þjóðarleiðtogum hinna G7 landanna um helgina, meðal annars til að sýna styrk Bretlands utan ESB. En á þessum fyrsta fundi forsætisráðherra við Joe Biden Bandaríkjaforseta stelur Brexit-deila Breta við ESB athygli breskra fjölmiðla frá alþjóðamálunum.
11.06.2021 - 17:00
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.