Færslur: G7

Loftbrúin frá Kabúl líklega framlengd
Svo virðist sem Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að framlengja loftbrúna frá Kabúl fram yfir mánaðamót, eins og mjög hefur verið þrýst á um að hann geri. Engin formleg yfirlýsing hefur enn birst um þetta frá Hvíta húsinu en annað verður þó vart ráðið af tilkynningu sem birt var á vef breska forsætisráðuneytisins í gærkvöld.
24.08.2021 - 06:22
Leiðtogar G7 funda um stöðuna í Afganistan
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, munu ræða stöðuna í Afganistan á fjarfundi á þriðjudag. Boris Johnson forsætisráðherra Breta greinir frá þessu, en Bretar fara um þessar mundir með formennsku í ráðinu.
22.08.2021 - 15:55
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
Ísland og 129 önnur ríki styðja alheimsfyrirtækjaskatt
Ísland er í hópi 130 ríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við áform G7-ríkjanna um samræmdan lágmarksfyrirtækjaskatt.
02.07.2021 - 20:00
Erlent · Innlent · G7 · G20 · Janet Yellen
Ástralir og Kínverjar takast á um tolla á innflutt vín
Stjórnvöld í Ástralíu hafa lagt fram formlega kvörtun til Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar vegna tolls sem Kínverjar leggja á innflutt vín til að hindra að þau verði seld á lægra verði en í framleiðslulandinu.
19.06.2021 - 00:20
Loftslagsbreytingar efstar á baugi G-7 á lokadegi
G-7 ríkin hyggjast leggja nýjar línur í loftslagsaðgerðum á lokadegi þriggja daga ráðstefnu sinnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heimsins mætast augliti til auglitis í vel á annað ár.
13.06.2021 - 06:10
Spegillinn
Brexit-skuggi yfir G7 fundinum
Boris Johnson forsætisráðherra Breta tekur á móti þjóðarleiðtogum hinna G7 landanna um helgina, meðal annars til að sýna styrk Bretlands utan ESB. En á þessum fyrsta fundi forsætisráðherra við Joe Biden Bandaríkjaforseta stelur Brexit-deila Breta við ESB athygli breskra fjölmiðla frá alþjóðamálunum.
11.06.2021 - 17:00
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
„Pylsustríð“ Breta og ESB
Deila Breta og ESB um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi er komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, fulltrúi ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta var rætt í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Ýmsum þykja deilurnar minna á uppskáldað pylsustríð í gamanþáttaröðinni Yes minister, Já, ráðherra.
10.06.2021 - 09:42
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
UNICEF vill bóluefni fyrir alla
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir algjörleg óásættanlegt að innan við 1% af bóluefni gegn COVID-19 hafi skilað sér til efnaminni ríkja. Átakið Komum bóluefnum til skila hófst í dag. 
Skattasamningur gagnrýndur fyrir að ganga of stutt
Samningur fjármálaráðherra G7 ríkjanna um 15 prósenta lágmarksskatt á alþjóðleg fyrirtæki sætir nú gagnrýni fyrir að ganga ekki nógu langt til að hafa raunveruleg áhrif. Markmið samningsins er að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki nýti sér skattaskjól.
06.06.2021 - 10:27
Sjónvarpsfrétt
„Sögulegt“ samkomulag um umbætur á skattkerfi heimsins
Fjármálaráðherra Bretlands segir samkomulagið sem fjármálaráðherrar sjö af ríkustu löndum heims samþykktu í dag marka tímamót og stuðla að réttlátari skattheimtu. Samþykkt var að setja á 15% lágmarksskatt á alþjóðleg fyrirtæki og markmiðið er að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki nýti sér skattaskjól.
05.06.2021 - 19:42
Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · G7
G7-ríkin samþykkja 15% lágmarksskatt á fyrirtæki
Fjármálaráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims hafa samþykkt 15% lágmarksskatt á tekjur alþjóðlegra fyrirtækja. Samningurinn er sagður sögulegur og setur þrýsting á önnur ríki að gera slíkt hið sama.
05.06.2021 - 12:38
Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · G7 · Bandaríkin · Kanada · Frakkland · Ítalía · Japan · Bretland · Þýskaland
Segja alheimsfyrirtækjaskatt innan seilingar
Samkomulag G7-ríkjanna um alheimsfyrirtækjaskatt er innan seilingar. Þetta segja fjármálaráðherrar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar í grein sem birt er í breska blaðinu Guardian í dag.
04.06.2021 - 10:52
Efnahagsmál · Erlent · G7 · Þýskaland · Bretland · Bandaríkin · Ítalía · Spánn · Frakkland · OECD
Elísabet býður Biden heim
Bandaríkjaforseti er væntanlegur til fundar við Elísabetu Englandsdrottningu síðar í mánuðinum í fyrstu utanlandsferð sinni í embætti. Biden verður þrettándi Bandaríkjaforsetinn sem Elísabet hittir opinberlega.
03.06.2021 - 15:52
G7 ríkin biðja Rússa um að hætta að ögra Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna kalla eftir því að Rússar hætti að ögra Úkraínu og dragi úr spennu á milli ríkjanna. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Rússneski herinn hefur fjölgað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu undanfarið. 
13.04.2021 - 02:58
G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.
18.03.2021 - 10:35
Erlent · Evrópa · Rússland · Úkraína · G7 · Krímskagi
Biden ekki að fara að bjóða Rússum í G7-hópinn á ný
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að beita sér sérstaklega fyrir því að Rússum verði boðin þátttaka í samstarfi nokkurra helstu iðnríkja heims á ný, þannig að G7-hópurinn verði aftur G8. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi fréttamönnum frá þessu um borð í forsetaflugvélinni í kvöld. Ákvörðun um að bjóða Rússum aftur að borðinu verði eingöngu tekin í samráði allra aðildarríkja.
20.02.2021 - 00:52
Bandaríkjaforseti vill að G7 verði G11
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta G7-ráðstefnu helstu iðnríkja heimsins til hausts. Ætlunin var að fulltrúar þeirra hittust á fjarfundi í júní, vegna kórónuveirufaraldursins.
31.05.2020 - 01:16
Leiðtogafundur G7-ríkjanna verður fjarfundur
Leiðtogafundur sjö stærstu iðnríkja heims, G7-fundurinn, sem halda á í júní næstkomandi, verður ekki haldinn á sveitasetri bandaríska forsetaembættisins í Camp David, nærri Washingtonborg, eins og til stóð, heldur verður stuðst við fjarfundabúnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
20.03.2020 - 03:45
Leiðtogafundur G7 ríkja ekki á Trump-hóteli
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær að leiðtogafundur G7-ríkjanna á næsta ári yrði ekki haldinn í golfmiðstöð hans í Flórída eins og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, greindi frá á fimmtudag og að verið væri að skoða aðra möguleika, þar á meðal sveitarsetur forsetaembættisins, Camp David.
20.10.2019 - 05:26
Spegillinn
Evrópa og hinn óútreiknanlegi Trump
Óúteiknanlegur Bandaríkjaforseti er orðinn fastur liður í heimspólitíkinni og það var ein ástæðum fyrir væntingum í lágmarki fyrir leiðtogafund G7 landanna. Gestgjafanum á leiðtogafundi G7 landanna Emmanuel Macron Frakklandsforseta tókst að forðast stórslys, Trump sýndi að mestu á sér sparihliðarnar. Evrópa, eins og aðrir, er að venjast því að Bandaríkin séu ekki lengur til að stóla á.
28.08.2019 - 10:15
Evrópa og hinn óútreiknanlegi Trump
Óútreiknanlegur Bandaríkjaforseti er orðinn fastur liður í heimspólitíkinni og það var ein ástæðum fyrir væntingum í lágmarki fyrir leiðtogafund G7 landanna.
27.08.2019 - 18:50
Myndband
Heita 20 milljónum evra í að stöðva skógarelda
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims hafa heitið tuttugu milljónum evra, tæplega tveimur komma átta milljörðum króna, í aðstoð við að slökkva skógarelda í Amazon. Umhverfismál, og þá sérstaklega skógareldarnir í Amazon, voru eitt helsta umræðuefnið á lokadegi G7-ráðstefnunnar í Frakklandi í dag.
26.08.2019 - 21:00