Færslur: G7

G7 ríkin biðja Rússa um að hætta að ögra Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna kalla eftir því að Rússar hætti að ögra Úkraínu og dragi úr spennu á milli ríkjanna. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Rússneski herinn hefur fjölgað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu undanfarið. 
13.04.2021 - 02:58
G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.
18.03.2021 - 10:35
Erlent · Evrópa · Rússland · Úkraína · G7 · Krímskagi
Biden ekki að fara að bjóða Rússum í G7-hópinn á ný
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að beita sér sérstaklega fyrir því að Rússum verði boðin þátttaka í samstarfi nokkurra helstu iðnríkja heims á ný, þannig að G7-hópurinn verði aftur G8. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi fréttamönnum frá þessu um borð í forsetaflugvélinni í kvöld. Ákvörðun um að bjóða Rússum aftur að borðinu verði eingöngu tekin í samráði allra aðildarríkja.
20.02.2021 - 00:52
Bandaríkjaforseti vill að G7 verði G11
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta G7-ráðstefnu helstu iðnríkja heimsins til hausts. Ætlunin var að fulltrúar þeirra hittust á fjarfundi í júní, vegna kórónuveirufaraldursins.
31.05.2020 - 01:16
Leiðtogafundur G7-ríkjanna verður fjarfundur
Leiðtogafundur sjö stærstu iðnríkja heims, G7-fundurinn, sem halda á í júní næstkomandi, verður ekki haldinn á sveitasetri bandaríska forsetaembættisins í Camp David, nærri Washingtonborg, eins og til stóð, heldur verður stuðst við fjarfundabúnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
20.03.2020 - 03:45
Leiðtogafundur G7 ríkja ekki á Trump-hóteli
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær að leiðtogafundur G7-ríkjanna á næsta ári yrði ekki haldinn í golfmiðstöð hans í Flórída eins og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, greindi frá á fimmtudag og að verið væri að skoða aðra möguleika, þar á meðal sveitarsetur forsetaembættisins, Camp David.
20.10.2019 - 05:26
Spegillinn
Evrópa og hinn óútreiknanlegi Trump
Óúteiknanlegur Bandaríkjaforseti er orðinn fastur liður í heimspólitíkinni og það var ein ástæðum fyrir væntingum í lágmarki fyrir leiðtogafund G7 landanna. Gestgjafanum á leiðtogafundi G7 landanna Emmanuel Macron Frakklandsforseta tókst að forðast stórslys, Trump sýndi að mestu á sér sparihliðarnar. Evrópa, eins og aðrir, er að venjast því að Bandaríkin séu ekki lengur til að stóla á.
28.08.2019 - 10:15
Evrópa og hinn óútreiknanlegi Trump
Óútreiknanlegur Bandaríkjaforseti er orðinn fastur liður í heimspólitíkinni og það var ein ástæðum fyrir væntingum í lágmarki fyrir leiðtogafund G7 landanna.
27.08.2019 - 18:50
Myndband
Heita 20 milljónum evra í að stöðva skógarelda
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims hafa heitið tuttugu milljónum evra, tæplega tveimur komma átta milljörðum króna, í aðstoð við að slökkva skógarelda í Amazon. Umhverfismál, og þá sérstaklega skógareldarnir í Amazon, voru eitt helsta umræðuefnið á lokadegi G7-ráðstefnunnar í Frakklandi í dag.
26.08.2019 - 21:00
Myndskeið
Íranskur ráðherra mætti óvænt til leiks
Fundir G7 ríkjanna héldu áfram í franska bænum Biarritz í dag. Utanríkisráðherra Írans mætti óvænt til Frakklands, en eitt af því sem ráðamennirnir ræða eru leiðir til að draga úr spennu við Persaflóa.
25.08.2019 - 19:10
Myndskeið
Johnson og Trump mæra hvor annan
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sé rétti maðurinn til að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson óskaði Trump til hamingju með stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum en lýsti um leið yfir áhyggjum af tollastríði landsins við Kína.
25.08.2019 - 08:51
Erlent · Stjórnmál · G7
Myndskeið
„Ég elska frönsk vín“
Hart verður lagt að forseta Bandaríkjanna að draga úr tollastríði við Kínverja á fundi sjö stærstu iðnríkja heims um helgina. Frakklandsforseti ræðir sömuleiðis við hann fyrirhugaða tolla á frönsk vín. Fundur G7 ríkjanna hófst í Frakklandi í dag.
24.08.2019 - 20:00
Erlent · G7
Upptaka
Jafnrétti, loftslagsvá og tollar á vín
Forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins segir G7 fund, sem fram fer í Frakklandi, erfiðan prófstein á samnstöðu leiðtoga hins frjálsa heims. Jafnréttismál, loftslagsvá, tollastríð og Brexit er meðal þess sem leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims ræða á fundi í dag.
24.08.2019 - 11:54
Erlent · G7
„Viðskiptastríð aldrei góðar fréttir"
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra lýsa áhyggjum af alþjóðlegum viðskiptum eftir misheppnaðan fund G7-ríkjanna. Utanríkisráðherra segir viðskiptadeilur og -stríð aldrei góðar fréttir fyrir Íslendinga.
Trump heggur í sama knérunn á Twitter
Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á forsætisráðherra Kanada áfram á Twitter í nótt. Hann segir Kanada mokgræða á viðskiptum sínum við Bandaríkin, á meðan Bandaríkin fái lítið til baka.
11.06.2018 - 04:21
Leiðtogar munnhöggvast í kjölfar fundar G7
Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogar hinna G7-ríkjanna hafa skipst á skotum í kjölfar fundar þeirra sem lauk í gær. Svo virðist sem samstarf ríkjanna sem alla jafna hefur verið með besta móti sé í uppnámi. Eftir átakafund virtist vera sátt um sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö en á síðustu stundu dró Trump samþykki sitt til baka sem hleypti öllu í bál og brand.
10.06.2018 - 18:41
Erlent · Stjórnmál · G7
Segir Trudeau hafa stungið Bandaríkin í bakið 
Deilum í kjölfar fundar G7-ríkjanna virðist ekki ætla að ljúka í bráð. Helsti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, hefur lýst því yfir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafi stungið Bandaríkin í bakið í kjölfar fundarins. 
10.06.2018 - 14:11
Erlent · G7
Pútín segir yfirlýsingu G7 innantómt þvaður
Vladimír Pútín Rússlandsforseti kveðst reiðubúinn að eiga fund með Donald Trump, starfsbróður sínum í Bandaríkjunum, hvenær sem stjórnvöld í Washington eru tilbúin. Þessu greindi Pútín frá við blaðamenn í Kína þar sem hann er í opinberri heimsókn.
10.06.2018 - 08:12
Erlent · Rússland · G7
Trump styður ekki sameiginlega yfirlýsingu G7
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að biðja þingmenn Bandaríkjaþings um að styðja ekki sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga G7 ríkjanna. Hann segir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafa logið á blaðamannafundi að leiðtogafundinum loknum og Kanada leggi háa tolla á bandarískar vörur.
09.06.2018 - 23:17
Erlent · G7
Trump vill frjáls viðskipti milli G7-ríkjanna
Ekki náðist samkomulag milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og leiðtoga annarra ríkja í G7-hópnum um tollamál. Forsetinn lagði til að felldir yrðu niður allir tollar og aðrar viðskiptahindranir milli ríkja G7 sem ekki hlaut hljómgrunn meðal kollega hans.
09.06.2018 - 18:47
Þétt handaband Trump og Macron vekur athygli
Myndir af handabandi Donald Trump Bandaríkjaforseta og Emmanuel Macron forseta Frakklands á fundi G7-ríkjanna í Quebéc í Kanada hafa verið til umræðu á samfélagsmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem handaband forsetanna vekur athygli en í júlí síðastliðnum tókust þeir félagar í hendur í heilar 29 sekúndur þegar Trump var gestur Macron á þjóðhátíðardegi Frakka.
09.06.2018 - 16:00
Erjur í seinni hluta G7 fundar
Ekki hefur verið leyst úr erjum G7 ríkjanna á tveggja daga leiðtogafundinum sem enn stendur yfir í Quebec í Kanada. Leiðtogana greinir á um nokkra hluti og viðskiptastríð vofir enn yfir eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að setja tolla á innflutt ál og stál frá þjóðum sem yfirleitt teljast til vinaþjóða Bandaríkjanna.
09.06.2018 - 13:22
Erlent · G7
Trump bjartsýnn á sameiginlega yfirlýsingu
Leiðtogar G7 ríkjanna eru sammála um að viðræðum hafi miðað vel áfram í dag. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Haft var eftir embættismanni af fundinum fyrr í dag að mikill ágreiningur hafi verið milli leiðtoganna, en Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi meina að viðræðurnar væru búnar að vera opnar og beinskeittar. 
09.06.2018 - 01:39
Erlent · G7
Trump vill Rússa aftur í G7 
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að Rússland ætti að fá aftur inngöngu í G7 hópinn, samtök stærstu iðnríkja heims. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í aðdraganda fundar G7 ríkjanna í Kanada. Rússlandi var vísað úr G7 fyrir fjórum árum eftir að Rússar hertóku Krímskaga. 
08.06.2018 - 14:13
Trump ætlar fyrr heim af G7 fundi
Bandaríkjaforseti hyggst yfirgefa leiðtogafund G7 ríkjanna snemma á laugardag, nokkrum klukkustundum áður en fundinum lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu að sögn CNN. Forsetinn lætur ráðgjöfum sínum eftir að sitja síðustu fundina. 
08.06.2018 - 04:49
Erlent · Bandaríkin · G7