Færslur: Fumio Kishida

Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til að taka þátt í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Japanar heita Úkraínumönnum stuðningi
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans ætlar að ræða við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta síðar í dag, þriðjudag. Stjórnvöld í Tókíó lýsa miklum áhyggjum vegna mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu.
15.02.2022 - 07:00
Þrír fangar teknir af lífi í Japan í morgun
Þrír fangar voru teknir af lífi í Japan í morgun, þeir fyrstu um tveggja ára skeið. Stjórnvöld segja brýnt að viðhalda dauðarefsingu í ljósi fjölgunar grimmilegra glæpa í landinu.
Japanska ríkið dælir gríðarmiklu fé í efnahagslífið
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans tilkynnti í morgun þá fyrirætlan að örva efnahag landsins með sem nemur 490 milljörðum Bandaríkjadala.
19.11.2021 - 04:36
Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
Þrír keppast um að verða forsætisráðherra Japans
Tilkynnt var með formlegum hætti í morgun að þrír gæfu kost á sér í kjöri Frjálslynda demókrataflokksins á forsætisráðherraefni Japans.