Færslur: Fuglaflensa

Viðbúnaðarstig lækkað vegna hættu á fuglaflensu
Viðbúnaðarstig vegna hættu á fuglaflensu hefur verið lækkað. Matvælastofnun metur smithættu nú litla. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt úr gildi varúðarráðstafanir gegn fuglaflensu.
Hætta á fuglaflensu þó hún hafi ekki greinst innanlands
Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hvetur fólk til að tilkynna tafarlaust um dauða fugla. Viðbúnaðrstig vegna fuglaflensu er enn í gildi þó að hún hafi ekki greinst í villtum fuglum hér á landi í vor.
20.05.2021 - 13:43
Gátu ekki tekið sýni úr dauðu gæsunum
Dánarorsök um 50 heiðagæsa sem fundust við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum um helgina er óþekkt. Ekki var nægilegt hold á hræjunum til skimunar fyrir fuglaflensu.
Ástæða til að varast samgang farfugla og alifugla
Matvælastofnun hvetur þá sem halda alifugla til að skrá fuglahald hjá stofnuninni. Skráningin geti komið að góðu gagni ef fuglaflensufaraldur sem herjað hefur á Evrópu undanfarið nær hingað til lands. Líkur á smiti aukast þegar farfuglarnir taka að streyma til landsins með vorinu.
Nýtt afbrigði fuglaflensu smitast í menn
Rússnesk yfirvöld greindu í gær frá því að sjö starfsmenn alifuglabús hafi smitast af flensuveirunni H5N8 af fuglum. Þetta eru fyrstu tilfellin sem smitast úr fiðurfé í menn. Fréttastofa BBC hefur eftir Önnu Popova, yfirmanni neytendasamtaka Rússlands, að öllum sjö sem smituðust heilsist vel.
21.02.2021 - 03:47
Leggja til hertar sóttvarnir vegna fuglaflensufaraldurs
Matvælastofnun leggur það til við sjávar- og landbúnaðarráðherra að sóttvarnareglur hjá fuglaeigendum verði hertar frá miðjum febrúar vegna útbreiðslu skæðrar fuglaflensu víða í heiminum, til dæmis í Evrópu.
Slátra 25.000 jóskum hænum vegna fuglaflensusmits
25.000 hænum á hænsnabúi í Randers á Jótlandi verður slátrað þar sem fuglaflensa greindist í nokkrum fuglum á búinu. Veiran, H5N8, hefur ekki fundist í eldisfuglum í Danmörku síðan 2006, segir í frétt Danmarks Radio, en nokkrum sinnum í villtum fuglum. Ekki er vitað hvernig smitið barst í hænurnar á búinu en unnið að því hörðum höndum að reyna að rekja það til uppruna síns, til að freista þess að hindra frekari útbreiðslu.
17.11.2020 - 01:21
Fuglaflensa greinist í Belgíu
Belgísk yfirvöld hafa fyrirskipað öllum alifuglaræktendum og öðrum fuglaeigendum að halda fiðurfé sínu innilokuðu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælastofnun Belgíu. Ástæðan er sú að fuglaflensa af stofninum H5N8 greindist í þremur fuglum sem héldu til í belgísku fuglafriðlandi.
15.11.2020 - 07:34
360.000 öndum fargað vegna fuglaflensu
Frönsk heilbrigðis- og landbúnaðaryfirvöld fyrirskipuðu í gær aflífun 360.000 ali-anda í Landes-héraði í Suðvestur-Frakklandi, vegna fuglaflensusmits. Óvíða er framleitt meira af foie gras; óvenju stórri og feitri gæsa- og andalifur og kæfu úr þeim, en einmitt í Landes, þar sem um fjórðungur allrar framleiðslu á þessari umdeildu sælkerafæðu í Frakklandi fer fram. Þessi fjöldaslátrun mun meira en helminga foie gras-framleiðsluna á svæðinu.
22.02.2017 - 04:14