Færslur: frumbyggjar

Frumbyggjar krefja bresku krúnuna um afsökunarbeiðni
Karl Bretaprins kveðst gera sér grein fyrir þeim miklu þjáningum sem frumbyggjar Kanada hafa mátt þola. Hann var í opinberri heimsókn í nafni Bretadrottningar og uppskar lof leiðtoga frumbyggja í landinu. Þeir fara þó fram á opinbera afsökunarbeiðni bresku krúnunnar.
Segir brýnt að Kanada viðurkenni brot gegn frumbyggjum
Karl Bretaprins segir brýnt að Kanadastjórn viðurkenni brot gegn frumbyggjum í landinu. Hann segir sömuleiðis mikilvægt að sættir náist. Karl er á þriggja daga opinberri heimsókn í Kanada ásamt Camillu eiginkonu sinni.
Páfi biðst afsökunar á örlögum kanadískra frumbyggja
Frans páfi baðst í dag afsökunar á illri meðferð og vanrækslu sem kanadísk frumbyggjabörn máttu þola í skólum kaþólsku kirkjunnar um það bil aldarskeið.
Gömul þinghúsbygging skemmdist lítillega í mótmælum
Bygging sem áður hýsti þing Ástralíu í höfuðborginni Canberra skemmdist lítillega af eldi meðan á mótmælum frumbyggja landsins stóð í dag. Þingið hafði aðsetur í byggingunni á árunum 1927-1988.
30.12.2021 - 03:20
Kanadastjórn vill semja um bætur til frumbyggjabarna
Kanadastjórn vill að áfrýjunardómstóll hnekki tímamótadómi um milljarða bætur til handa börnum frumbyggja sem tekin voru af heimilum sínum og sett í fóstur. Ríkisstjórnin kveðst ekki hafna bótaskyldu í málinu en vill frekar setjast að samningaborði um hve mikið skuli greiða hverju og einu.
Kona lést þegar frumbyggjar kröfðust sjálfstjórnar
Kona lést og sautján óeirðarlögreglumenn í Chile slösuðust í átökum í miðborg Santiago í gær. Um þúsund manns af ættum Mapuche-þjóðarinnar var saman komin í miðborginni til að krefjast sjálfstjórnar. Lögregla beitti öflugum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendunum, sem svöruðu með því að kasta spreki og grjóti í átt að lögreglunni.
11.10.2021 - 01:46
Biskupar stofna sjóð fyrir fórnarlömb kirkjunnar
Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Kanada hét í gær að leggja fram 30 milljónir kanadadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, í sjóð fyrir fyrrverandi nemendur heimavistarskóla á vegum kirkjunnar. Fé verður lagt í sjóðinn yfir fimm ára tímabil, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu ráðsins.
28.09.2021 - 05:28
Kaþólskir biskupar biðja frumbyggja Kanada afsökunar
Kaþólska kirkjan í Kanada baðst í gær fortakslausrar afsökunar á aldarlöngu ofbeldi og vanrækslu gagnvart Kanadamönnum af ættum frumbyggja í skólum kirkjunnar. Skólarnir voru stofnaðir af stjórnvöldum og margir hverjir í umsjón kaþólsku kirkjunnar.
25.09.2021 - 06:58
Bað fórnarlömb Spánverja í Mexíkó afsökunar
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, bað í gær frumbyggjaþjóðir landsins afsökunar á ofbeldinu sem forfeður þeirra voru beittir þegar Spánverjar lögðu veldi Azteka undir sig árið 1521. Í gær var athöfn til minningar um að 500 ár eru síðan Tenochtitlan, höfuðborg Azteka, féll í hlut Hernan Cortes, leiðtoga innrásarhers Spánverja. 
14.08.2021 - 07:55
Embættismaður rannsakar örlög frumbyggjabarna
Kanadíska ríkisstjórnin hyggst skipa sérstakan óháðan embættismann til að finna og stuðla að verndun ómerktra grafa frumbyggjabarna við heimavistarskóla í landinu.
Krefjast óháðrar rannsóknar á örlögum frumbyggjabarna
Kallað er eftir því að kanadísk stjórnvöld hefji umsvifalaust rannsókn á örlögum þúsunda barna af frumbyggjaættum sem dóu í sérstökum heimavistarskólum. Á annað þúsund grafir barna hafa fundist á skólalóðum frá því í maí.
Vill fá nemendalista heimavistarskólanna birta
Rosanne Casimir, höfðingi kanadísku frumbyggjaþjóðarinnar Tk'emlups te Secwepemc, kallar eftir því að skrár fyrir nemendur heimavistarskóla fyrir frumbyggja verði opnaðar. Aðeins þannig verði hægt að bera kennsl á börnin sem liggja í ómerktum gröfum á lóðum skólanna, hefur Guardian eftir henni.
16.07.2021 - 06:37
Fjórða fjöldagröfin finnst í Kanada
Yfir 160 ómerktar grafir fundust á lóð fyrrum heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í Kanada í Bresku Kólumbíu í gær. Þetta er fjórði slíki fjöldagrafreiturinn sem finnst á nokkrum vikum. Alls hafa yfir þúsund ómerktar grafir fundist, flestar í Bresku Kólumbíu í vesturhluta Kanada.
14.07.2021 - 01:26
Drottningum steypt af stalli í Winnipeg
Styttum af þeim Viktoríu og Elísabetu annarri Englandsdrottningum var steypt af stalli af mótmælendum í Winnipeg í gær. Mikil reiði kraumar í kanadísku samfélagi um þessar mundir eftir að ómerktar grafir hundruða barna fundust við þrjá heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í landinu.
03.07.2021 - 07:43
Þriðja fjöldagröfin finnst í Kanada
Yfir 180 ómerktar grafir barna úr röðum frumbyggja fundust við fyrrum heimavistarskóla í Bresku Kólumbíu í Kanada í gær. Reiði í garð kaþólsku kirkjunnar fer sífellt vaxandi í ríkinu, en þetta er þriðji grafreiturinn sem finnst á lóð heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í landinu á skömmum tíma. Eldur hefur verið lagður að kaþólskum kirkjum í landinu, og loguðu tvær slíkar í gær.
01.07.2021 - 03:41
Trudeau lofar aðgerðum í þágu frumbyggja
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hét því í gær að stjórnvöld leggi meira fé til að sporna gegn ofbeldi gegn konum, stúlkum og hinsegin fólki úr röðum frumbyggja landsins. Trudeau segir tíma kominn til breytinga, og mörkuð verði leið til þess að binda enda á kerfisbundinn rasisma, kynjamisrétti, fötlunarfordóma og þann efnahagslega ójöfnuð sem viðheldur ofbeldinu.
04.06.2021 - 07:03
Krefjast afsökunarbeiðni frá páfa
Stjórnvöld í Kanada segja viðbragðsleysi Páfagarðs við fregnum af ofbeldi í garð frumbyggjabarna í skólum á vegum kaþólsku kirkjunnar í landinu skammarlegt. Marc Miller, ráðherra málefna frumbyggja, sagði á blaðamannafundi í gær að hann taki undir óskir frumbyggjaþjóða um afsökunarbeiðni frá páfa.
03.06.2021 - 03:23
Minntust myrtra og horfinna frumbyggjakvenna
Rúmlega hundrað manns gengu fylktu liði í gegnum miðbæ Vancouver í Canada í gær til þess að minnast kvenna og stúlkna úr röðum frumbyggja sem hafa verið myrtar eða horfið. Þetta var þrítugasta árið í röð sem slíka ganga er gengin í borginni. 
Búist við að Deb Haaland verði innanríkisráðherra
Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að Deb Haaland verði innanríkisráðherra í stjórn hans. Hún er sextug og situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Nýju Mexíkó.
Innfæddir mótmæltu ofbeldi Kólumbíu
Þúsundir innfæddra Kólumbíumanna gengu fylktu liði í borginni Cali í suðvestanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að endi verði bundinn á ofbeldi í þeirra garð.
13.10.2020 - 06:56
Frumbyggjaþjóðir lögsækja forseta Ekvadors
Stærstu samtök frumbyggjaþjóða í Ekvador lögsóttu í gær forsetann og önnur yfirvöld vegna meintra glæpa gegn mannkyninu í aðgerðum þeirra gegn mótmælendum fyrir um ári. Tíu létu lífið í mótmælunum.
Álframleiðandi þarf að biðja frumbyggja afsökunar
Framkvæmdastjóri Rio Tinto, eins stærsta álframleiðanda heims, Jean-Sebastien Jacques verður af 3,5 milljóna Bandaríkjadala bónusgreiðslu. Svipað á við um aðra háttsetta starfsmenn fyrirtækisins.
24.08.2020 - 03:48