Færslur: frumbyggjar
Minntust myrtra og horfinna frumbyggjakvenna
Rúmlega hundrað manns gengu fylktu liði í gegnum miðbæ Vancouver í Canada í gær til þess að minnast kvenna og stúlkna úr röðum frumbyggja sem hafa verið myrtar eða horfið. Þetta var þrítugasta árið í röð sem slíka ganga er gengin í borginni.
15.02.2021 - 05:57
Búist við að Deb Haaland verði innanríkisráðherra
Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að Deb Haaland verði innanríkisráðherra í stjórn hans. Hún er sextug og situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Nýju Mexíkó.
18.12.2020 - 00:33
Innfæddir mótmæltu ofbeldi Kólumbíu
Þúsundir innfæddra Kólumbíumanna gengu fylktu liði í borginni Cali í suðvestanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að endi verði bundinn á ofbeldi í þeirra garð.
13.10.2020 - 06:56
Frumbyggjaþjóðir lögsækja forseta Ekvadors
Stærstu samtök frumbyggjaþjóða í Ekvador lögsóttu í gær forsetann og önnur yfirvöld vegna meintra glæpa gegn mannkyninu í aðgerðum þeirra gegn mótmælendum fyrir um ári. Tíu létu lífið í mótmælunum.
13.10.2020 - 05:41
Álframleiðandi þarf að biðja frumbyggja afsökunar
Framkvæmdastjóri Rio Tinto, eins stærsta álframleiðanda heims, Jean-Sebastien Jacques verður af 3,5 milljóna Bandaríkjadala bónusgreiðslu. Svipað á við um aðra háttsetta starfsmenn fyrirtækisins.
24.08.2020 - 03:48