Færslur: frumbyggjar

Trudeau lofar aðgerðum í þágu frumbyggja
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hét því í gær að stjórnvöld leggi meira fé til að sporna gegn ofbeldi gegn konum, stúlkum og hinsegin fólki úr röðum frumbyggja landsins. Trudeau segir tíma kominn til breytinga, og mörkuð verði leið til þess að binda enda á kerfisbundinn rasisma, kynjamisrétti, fötlunarfordóma og þann efnahagslega ójöfnuð sem viðheldur ofbeldinu.
04.06.2021 - 07:03
Krefjast afsökunarbeiðni frá páfa
Stjórnvöld í Kanada segja viðbragðsleysi Páfagarðs við fregnum af ofbeldi í garð frumbyggjabarna í skólum á vegum kaþólsku kirkjunnar í landinu skammarlegt. Marc Miller, ráðherra málefna frumbyggja, sagði á blaðamannafundi í gær að hann taki undir óskir frumbyggjaþjóða um afsökunarbeiðni frá páfa.
03.06.2021 - 03:23
Minntust myrtra og horfinna frumbyggjakvenna
Rúmlega hundrað manns gengu fylktu liði í gegnum miðbæ Vancouver í Canada í gær til þess að minnast kvenna og stúlkna úr röðum frumbyggja sem hafa verið myrtar eða horfið. Þetta var þrítugasta árið í röð sem slíka ganga er gengin í borginni. 
Búist við að Deb Haaland verði innanríkisráðherra
Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að Deb Haaland verði innanríkisráðherra í stjórn hans. Hún er sextug og situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Nýju Mexíkó.
Innfæddir mótmæltu ofbeldi Kólumbíu
Þúsundir innfæddra Kólumbíumanna gengu fylktu liði í borginni Cali í suðvestanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að endi verði bundinn á ofbeldi í þeirra garð.
13.10.2020 - 06:56
Frumbyggjaþjóðir lögsækja forseta Ekvadors
Stærstu samtök frumbyggjaþjóða í Ekvador lögsóttu í gær forsetann og önnur yfirvöld vegna meintra glæpa gegn mannkyninu í aðgerðum þeirra gegn mótmælendum fyrir um ári. Tíu létu lífið í mótmælunum.
Álframleiðandi þarf að biðja frumbyggja afsökunar
Framkvæmdastjóri Rio Tinto, eins stærsta álframleiðanda heims, Jean-Sebastien Jacques verður af 3,5 milljóna Bandaríkjadala bónusgreiðslu. Svipað á við um aðra háttsetta starfsmenn fyrirtækisins.
24.08.2020 - 03:48