Færslur: Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
04.10.2021 - 05:50
Nýr leiðtogi stjórnarflokks Japans valinn á morgun
Nýr leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokksins í Japan, verður valinn annað kvöld, miðvikudagskvöld. Enginn fjögurra frambjóðenda er sagður hafa afgerandi forystu en líklegast þykir að annar tveggja karlmanna hafi betur.
29.09.2021 - 02:17
Frambjóðandi á lista tveggja flokka
Frambjóðandi á nýkynntum lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi var einnig á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem kynntur var á dögunum. Maðurinn heitir Ágúst Heiðar Ólafsson og býr á Akranesi.
09.09.2021 - 12:32
Ætla ná inn í öllum kjördæmum og geta unnið með öllum
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hélt sinn fyrsta aðalfund í dag. Fundurinn fór fram í gegn um fjarfundarbúnað og varði í um fimmtán mínútur. Formaðurinn er viss um að ná mönnum inn í öllum kjördæmum. Stefnuskrá flokksins var samþykkt, oddvitarnir og framboðslistarnir. Glúmur Baldvinsson er varaformaður, Björgvin Vídalín ritari og formaðurinn er Guðmundur Franklín Jónsson.
04.09.2021 - 18:26
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kynnir síðustu listana
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur birt síðustu tvo framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar sem fyrirhugaðar eru þann 25. september.
28.08.2021 - 09:07
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn birtir framboðslista
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fjóra framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar sem fyrirhugaðar eru þann 25.september. Flokkurinn hefur stillt upp á lista í fjórum kjördæmum eða í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi auk Reykjavíkurkjördæmis norður.
24.08.2021 - 12:31
Hættir við framboð og segist saklaus
Guðlaugur Hermannsson verður ekki í framboði fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í komandi kosningum. Þetta ákvað Guðlaugur eftir að fréttir voru sagðar af því að hann væri meðal kærðra í máli vegna fjársvika úr Ábyrgðarsjóði launa. Guðlaugur segir í yfirlýsingu að hann hafi ekkert brotið af sér.
21.07.2021 - 09:45
Frambjóðandi ákærður fyrir fjársvik
Guðlaugur Hermannsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er meðal þeirra átta sem ákærðir eru fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðasjóði launa.
20.07.2021 - 15:28
Magnús og Björgvin oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokks
Magnús Guðbergsson öryrki leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
23.06.2021 - 14:35
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
16.06.2021 - 14:39
Glúmur er oddviti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn
Glúmur Baldvinsson mun skipa oddvitasæti í Reykjavík fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Það liggur ekki fyrir í hvoru Reykjavíkurkjördæmi hann býður sig fram. Flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum samkvæmt Guðmundi Franklín Jónssyni fyrrum forsetaframbjóðanda og flokksmeðlim.
29.03.2021 - 09:10