Færslur: Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn

Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
Nýr leiðtogi stjórnarflokks Japans valinn á morgun
Nýr leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokksins í Japan, verður valinn annað kvöld, miðvikudagskvöld. Enginn fjögurra frambjóðenda er sagður hafa afgerandi forystu en líklegast þykir að annar tveggja karlmanna hafi betur.
29.09.2021 - 02:17
Frambjóðandi á lista tveggja flokka
Frambjóðandi á nýkynntum lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi var einnig á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem kynntur var á dögunum. Maðurinn heitir Ágúst Heiðar Ólafsson og býr á Akranesi.
Ætla ná inn í öllum kjördæmum og geta unnið með öllum
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hélt sinn fyrsta aðalfund í dag. Fundurinn fór fram í gegn um fjarfundarbúnað og varði í um fimmtán mínútur. Formaðurinn er viss um að ná mönnum inn í öllum kjördæmum. Stefnuskrá flokksins var samþykkt, oddvitarnir og framboðslistarnir. Glúmur Baldvinsson er varaformaður, Björgvin Vídalín ritari og formaðurinn er Guðmundur Franklín Jónsson.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kynnir síðustu listana
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur birt síðustu tvo framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar sem fyrirhugaðar eru þann 25. september. 
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn birtir framboðslista
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fjóra framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar sem fyrirhugaðar eru þann 25.september. Flokkurinn hefur stillt upp á lista í fjórum kjördæmum eða í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi auk Reykjavíkurkjördæmis norður.
Hættir við framboð og segist saklaus
Guðlaugur Hermannsson verður ekki í framboði fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í komandi kosningum. Þetta ákvað Guðlaugur eftir að fréttir voru sagðar af því að hann væri meðal kærðra í máli vegna fjársvika úr Ábyrgðarsjóði launa. Guðlaugur segir í yfirlýsingu að hann hafi ekkert brotið af sér.
Frambjóðandi ákærður fyrir fjársvik
Guðlaugur Hermannsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er meðal þeirra átta sem ákærðir eru fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðasjóði launa.
Magnús og Björgvin oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokks
Magnús Guðbergsson öryrki leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Glúmur er oddviti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn
Glúmur Baldvinsson mun skipa oddvitasæti í Reykjavík fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Það liggur ekki fyrir í hvoru Reykjavíkurkjördæmi hann býður sig fram. Flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum samkvæmt Guðmundi Franklín Jónssyni fyrrum forsetaframbjóðanda og flokksmeðlim.