Færslur: frjáls félagasamtök

ÖSE: Kúgun rússneskra stjórnvalda eykst sífellt
Ofsóknir rússneskra stjórnvalda á hendur borgaralegum stofnunum hafa vaxið að miklum mun síðustu mánuði að því er fram kemur í nýrri skýrslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Segir Pútín tákn stöðugleika í hugum Rússa
Rússar ganga til forsetakosninga á sunnudag. Vladimír Pútín hefur verið við völd síðan árið 2000 og engar líkur eru taldar á að breyting verði á. Mannréttindasérfræðingurinn Dmitry Dubrovsky segir að fylgi við Pútín stafi ekki endilega af vinsældum hans, heldur sé forsetinn tákn um stöðugleika. Á valdatíma Pútíns hefur verið þrengt að starfsemi frjálsra félagasamtaka, til dæmis mannréttindasamtaka, og hafa mörg þeirra lagt upp laupana.
16.03.2018 - 06:08
Fundur fólksins
Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Hallgrímur ræddi við Ketil Berg Magnússon og Steinunni Hrafnsdóttur, stjórnarmenn í Almannaheillum, um þennan nýja vettvang fyrir samfélagsumræðu sem verður öllum opinn.