Færslur: Frímann Gunnarsson

Frímann fær áfall yfir „djúpu“ á Sauðárkróki
Þrír vaskir Sauðkrækingar tóku vel á móti aðkomumanninum Frímanni og sungu fyrir hann lag sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar, Nú er ég léttur, sem er eitt einkennislaga bæjarins. Frímann kynntist líka og smakkaði djúpsteika pylsu með frönskum kartöflum, eða „djúpu“ eins og hún er kölluð á Króknum og varð ekki um sel.
30.08.2020 - 13:30
Fólk á landsbyggðinni ekki eins smávaxið og talið var
„Ég hafði aldrei séð svona fólk nema á mynd. Ég var búinn að kanna aðeins á Árbæjarsafninu og það virkaði eins og fólk í sveitum væri mikið minna en jafnvel konur voru yfir meðalhæð,“ segir menningarrýnirinn Frímann Gunnarsson sem ferðaðist um landið í fyrsta skipti í sumar.
24.08.2020 - 10:46
„Notaðirðu vinnuferð RÚV til að plögga bókinni?“
Frímann Gunnarsson, rithöfundur og heimsborgari, bregður sér út á land í nýrri þáttaröð og kynnir sér hvort landsbyggðin reynist í raun jafn menningarsnauð og skáldið hefur hingað til talið. Ferðina nýtir hann þó einnig í eiginhagsmunaskyni til að kynna nýjustu bók sína, en slík kynningarstarfsemi í vinnuferð ku vera á skjön við starfsreglur.
15.08.2020 - 09:35
Myndskeið
„Ég er svona menningarlegur brunavörður“
Flestir þekkja bókina Í söngvarans jóreyk, æviminningar Sigurðar Ólafssonar söngvara en jór er eins og allir ættu að vita hestur. Frímann hitti íslenska arkitektinn Jódísi Pétursdóttur sem býr í Berlín og ræddi við hana um borgarskipulag og hvort það væri tilviljun að Jódís, eða hestadís, stundi hestaíþróttina af miklum móði.
16.05.2018 - 10:40
Myndskeið
Lýðræðið stendur höllum fæti
Lýðræðið stendur höllum fæti hér á landi, því er mikilvægt að framkvæmd lýðræðislegra kosninga fari fram á réttan hátt. Frímann hitti konu sem gegnir því hlutverki að halda utan um þessa framkvæmd og reyndi hann sitt besta til að útskýra fyrir henni hennar hlutverk og mikilvægi þess, auk þess að koma með frábærar tillögur til úrbóta.
09.05.2018 - 13:05
Myndskeið
„Ég er kominn alveg út á land núna“
Frímann leggur land undir fót til að sinna málefnum landsbyggðarinnar. Af óviðráðanlegur ástæðum kemst hann þó ekki lengra en til Borgarness. Það kemur ekki að sök því þaðan nær hann afburðargóðu viðtali, með hjálp svokallaðs „Skype“, við sveitarstjóra utan af landi sem svarar öllum spurningum Frímanns um málefni drefibýlisins.
25.04.2018 - 11:50
Vefþáttur
Hafið þið verið að skemma bíla?
Í fyrst hluta af öðrum þætti Borgarsýn Frímanns Gunnarsson skellir hann sér í strætó með skrýtnum fýr, Birni Teitssyni sem er formaður samtaka um bíllausann lífstíl.
18.04.2018 - 12:00
Vefþáttur
Borghildur borgararkítekt
Frímann Gunnarsson ber saman á sinn einstaka hátt Reykjavík og aðrar menningar- og stórborgir í heiminum og hættir sér jafnvel út fyrir borgarmörkin! Borghildur Sturludóttir borgararkítekt hjá Reykjavíkurborg er viðmælandi í innslagi dagsins.
Vefþáttur
„Ég get alveg talað niður til þeirra“
„Hinn almenni borgari gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir því hvað hann þarf að vita, þar kem ég til skjalanna. Auðvitað veit ég ekki hver er samsetning, bakgrunnur og menntun áhorfenda, en ég mun reyna að koma niður á þeirra plan,“ segir heimsborgarinn og fræðimaðurinn Frímann Gunnarsson um nýja þáttaröð sem hefur göngu sína á RÚV í þessari viku.
11.04.2018 - 11:43
Yfirlýsing: „Menningarelítan er ekki til“
Hávær umræða í fjölmiðlum vegna ummæla Magnúsar Scheving um menningarelítuna svokölluðu hefur knúið fjölmiðlamanninn Frímann Gunnarsson til að senda frá sér yfirlýsingu í hljóðriti.
06.10.2015 - 14:02
„Stjórnendur RÚV hafa séð ljósið“
Ljóðskáldið, rithöfundurinn, mannvinurinn og bóheminn Frímann Gunnarsson ætlar að takast á við stóru málin í nýjum þætti sem hefur göngu sína á RÚV í október. Hann segist ekki ætla að detta í „einhverja meðalmennsku til þess að vera pólitískt réttur.“
23.09.2015 - 14:34