Færslur: Friðrik Ómar
Friðrik Ómar var heima um jólin
Það var mikið um dýrðir í Hofi á Akureyri í desember á síðasta ári þegar enn mátti hópast saman, sitja þétt og syngja með á fjölmennum tónleikum. Það gerðu Akureyringar og fleiri aðdáendur Friðriks Ómars á jólatónleikum söngvarans, Heima um jólin, sem verða sýndir á RÚV í kvöld.
23.12.2020 - 13:45
Jólagjöfin er Sigga Beinteins og Friðrik Ómar
Það var gestagangur hjá söngvaranum Friðriki Ómari á jólatónleikum hans á Akureyri á síðasta ári þar sem hver jóladúllan tróð upp á fætur annarri. Liðisinni í söng og dansi veittu ýmsir söngvarar, meðal annarra átrúnaðargoð Friðriks, Sigríður Beinteins.
12.12.2019 - 11:23
Friðrik Ómar hefði sjálfur kosið Hatara
Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem lenti í öðru sæti í nýafstaðinni Söngvakeppni RÚV með lagið sitt, Hvað ef ég get ekki elskað?, segir að hann hefði kosið Hatara hefði hann ekki sjálfur verið að keppa.
05.03.2019 - 16:24
Myndband við lagið sem breytti lífi Friðriks
Friðrik Ómar hefur frumsýnt nýtt myndband við lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Friðrik stígur á svið næsta laugardagskvöld á lokakvöldi Söngvakeppninnar og flytur þar lagið, sem hann segir hafa breytt lífi sínu.
27.02.2019 - 11:08