Færslur: Frárennslismál

Bið eftir malbiki tefur opnun á nýrri skólphreinstöð
Bið eftir malbikunarframkvæmdum hefur tafið opnun á nýrri skólphreinstöð á Akureyri um fjórar vikur. Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæp 2 ár. Þar verður allt skólp frá bænum hreinsað, en í dag fara yfir 400 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi í sjóinn.
21.09.2020 - 13:20
Eins og að róa í kjötsúpu
Íbúum í nágrenni Hvammstanga líkar bölvanlega við mikið mávager sem heldur til við frárennsli sláturhússins í bænum. Bændur óttast að mávarnir geti borið smit í menn og búfénað og étið unga úr æðarvarpi.
Mega fresta umbótaáætlun fráveitu við Mývatn
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra hefur samþykkt beiðni Skútustaðahrepps um að fresta umbótaáætlun fráveitu við Mývatn til áramóta. Fyrirtæki utan þéttbýlis eiga nú þegar að hefja undirbúning við uppsetniningu hreinsivirkja.
11.10.2017 - 16:03
Fjölmargar brotalamir í fráveitumálum
Tólf ár eru síðan öll þéttbýlissvæði áttu að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun, eins eða tveggja þrepa en lítið hefur breyst. Árið 2014 var hlutfall óhreinsaðs skólps á Íslandi með því hæsta sem gerist í ríkjum OECD. Að minnsta kosti fjórðungur skólps fór óhreinsaður í sjóinn. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar. Skýrsluhöfundur segir að reglugerð um fráveitumál sé óljós og þvingunarákvæðum aldrei beitt.