Færslur: Framhaldsskólar

Mikil röskun á verknámi
Mikið rask er fyrirsjáanlegt í verknámi á meðan samkomubann varir og framhaldsskólar eru lokaðir. Breyta þarf stundatöflum nemenda og leggja áherslu á bóklegan hluta námsins og geyma verknám þar til síðar.
17.03.2020 - 15:39
Meira álag á Innu „en við höfum áður upplifað“
Gríðarlegt álag hefur verið á náms- og kennslukerfinu Innu það sem af er degi, og notendur kerfisins hafa fundið fyrir töluverðum truflunum. Samkvæmt upplýsingum frá Advania, sem rekur kerfið, hafa allir framhaldsskólar á landinu vísað nemendum sínum á Innu svo þeir geti sótt sér upplýsingar um fyrirkomulag náms á næstu dögum og vikum.
Guðjón Hreinn nýr formaður FF
Guðjón Hreinn Hauksson, framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri, var kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara. Guðjón hlaut nærri þrjá fjórðu atkvæða í kjörinu. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, hlaut rúman fimmtung atkvæða. Þeir voru tveir í framboði. Um fimm prósent atkvæðaseðla voru auðir.
23.09.2019 - 16:24
19 ára nemendum í skólakerfinu fækkar
19 ára nemendum í skólakerfinu ofan grunnskóla fækkaði um 8,5% frá 2017 til 2018. Fækkunina má að öllum líkindum rekja til styttingar náms til stúdentsprófs.
19.09.2019 - 11:21
Kenna sjálfbærni og sköpun á Hallormsstað
Nú er að hefjast nýr kafli í starfi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Skólinn heitir nú Hallormstaðarskóli og býður upp á nám í sjálfbærni og sköpun sem viðbótarnám við framhaldsskóla.
25.08.2019 - 16:40
Kennarastéttin misst bæði stöðu og virðingu
Skólakerfið er risastórt, það teygist frá leikskóla og þar til við hættum í Háskóla. Við lærum sem börn hvernig við eigum að haga okkur og við höfum fyrirmyndir í kennurum og leiðbeinendum. Raunin er enn sú í dag að kerfið er allt töluvert kynjað.
Færri hvorki í vinnu né námi á Íslandi
Hvergi annars staðar á Norðurlöndum er hlutfall ungs fólks sem hvorki er í vinnu né námi eða starfsnámi jafn lágt og hér á landi. Nokkuð fleiri drengir en stúlkur hætta í námi í framhaldsskóla en hlutfall þeirra sem hætta námi var nokkuð stöðugt árin 2003-2012. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur þingkonu Samfylkingarinnar.
02.05.2019 - 16:06
Lægra hlutfall innflytjenda útskrifast
Lægra hlutfall innflytjenda en innfæddra útskrifast úr framhaldsskólum hér á landi, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Skólaárið 2016 til 2017 útskrifuðust 24 prósent fólks á aldrinum 18 til 22 ára með íslenskan bakgrunn. Sé litið til fjölda fólks á þessum aldri sem er fætt erlendis og á eitt erlent foreldri er hlutfall útskrifaðra af mannfjölda 16,5 prósent. Meðal innflytjenda er hlutfallið töluvert lægra, eða 8 prósent.
04.04.2019 - 11:04
Hækkandi meðalaldur kennara mikið áhyggjuefni
Meðalaldur leikskólakennara hér á landi hefur hækkað hratt síðasta áratuginn. Formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, segir þróunina í sömu átt meðal grunn- og framhaldsskólakennara, nýliðun sé ekki nægjanleg.
05.09.2018 - 12:17
Nokkur næs námsráð
Nú þegar skólarnir eru að hefjast er tilvalið að fara yfir nokkur góð ráð til þess að hámarka afköst á komandi skólaári.
Fullfáar umsóknir í skólastjórnendastöður
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir það áhyggjuefni að færri vilji starfa við skólastjórn. Sé þörf á að endurskoða launakjör stjórnenda er það verkefni samninganefnda sveitarfélaganna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.
26.07.2018 - 12:12
Framhaldsskólakennarar samþykktu samning
Félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt kjarasamning með 69 prósentum greiddra atkvæða.
07.05.2018 - 15:47
Nemendur Kvennó við aðalmeðferð máls Cairo
Nokkrir nemendur á lokaári í Kvennaskólanum í Reykjavík fylgdust í dag með skýrslutökum við aðalmeðferð máls Khaled Cairo sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í september síðastliðnum.
21.03.2018 - 16:57
32% framhaldsskólanema sofa í 6 tíma eða minna
Ungmennum hér á landi líður verr nú en áður og sofa minna. Um 32 prósent framhaldsskólanema hér á landi sofa í sex tíma eða minna á sólarhring. Árið 2010 var hlutfallið 23 prósent, samkvæmt niðurstöðum rannsókna á líðan ungs fólks á vegum Rannsókna og greiningar.
Mótmæla tíðum skiptum stjórnenda
Starfsfólki Fjölbrautaskólans við Ármúla þykir nóg komið af breytingum innan skólans á árinu. Það skorar á Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, að hafa þá stjórnendur sem ráðnir voru til bráðabirgða síðasta vor, við völd út skólaárið.
23.09.2017 - 16:18
Fréttaskýring
„Enginn hvati til að gefa út nýjar námsbækur“
Nemendur framhaldsskóla verja tugum þúsunda í bækur á hverri önn. Fulltrúi KÍ segir að það vanti tilfinnanlega bækur í mörgum námsgreinum í framhaldsskólum. Framkvæmdastjóri Iðnú segir að kerfið sé ónýtt, það sé enginn hvati til að gefa út nýjar bækur og yfirvöld hafi ekki staðið sig í stykkinu. 
18.08.2017 - 19:31
„Nemendum nánast verið sendur puttinn“
Staða rektors við Menntaskólann í Reykjavík hefur enn ekki verið auglýst til umsóknar en skólastarf hefst eftir mánuð. Kennari við skólann segir að nemendum hafi með því nánast verið sendur fingurinn.
06.07.2017 - 12:38
Nemendur og kennarar í Ármúla ósáttir
Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru ósáttir við fyrirhugaða sameiningu Tækniskólans sem RÚV sagði frá í fréttum í gær.
05.05.2017 - 14:17
Engir nemendur í skólanum á vorönn
Engin hefðbundin kennsla er í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað eftir áramót. Skólameistarinn segir að þó aðsóknin sé dræm á vorönninni hafi skólinn verið fullsetinn í haust og næsti vetur líti vel út.
14.02.2017 - 08:57
Framhaldskólakennarar kenna grunnskólaalgebru
„Ég ver miklum tíma í að kenna stærðfræðireglur sem þau eiga að vera löngu búin að ná tökum á." Þetta segir eðlisfræðikennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Eðlisfræðikennari við MS, tekur undir. Stærðfræðikennari við MR, segir aftur á móti færni nemenda góða. Íslenskukennari við Fjölbrautarskóla Breiðholts segir að val á námsefni taki mið af minna lesþreki nemenda og íslenskukennari við MR segist merkja það að orðaforði nemenda og málfræðikunnátta sé verri en áður. 
08.12.2016 - 17:17
  •