Færslur: forseti Íslands

Forsetakosningar verða 27. júní
Kosningar til embættis forseta Íslands verða 27. júní næstkomandi. Forsætisráðuneytið birti í dag auglýsingu um framboð og kjör forseta.
20.03.2020 - 14:22
Spegillinn
Hægt væri að fresta forsetakosningum vegna COVID
Prófessor í sagnfræði segir ekki gott að segja hvort forseti Íslandi fær mótframboð. Líkurnar á því hafi þó líklega minnkað vegna ástandsins sem nú ríkir. Kjörtímabili forsetans lýkur í lok júní. Þó að stjórnarskráin sé skýr um að forsetakosningar skuli fara fram í lok kjörtímabilsins gæti mögulega komið til greina að fresta þeim á grundvelli óskráðra neyðarréttarsjónarmiða.
19.03.2020 - 17:00
Forsetahjónin í sýnatöku: Verum góð hvert við annað
Verum góð hvert við annað og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að samkomubannið gangi upp. Þetta sögðu forsetahjónin sem fóru í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun eftir kórónaveiru.
Forsetakosningar 27. júní ef Guðni fær mótframboð
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann sækist eftir því að sitja áfram sem forseti á Bessastöðum næstu fjögur ár. Forsetakosningar verða haldnar 27. júní ef Guðni fær mótframboð.
Myndskeið
Forseti Íslands: „Þurfum nýjan völl og nýja höll“
„Við þurfum nýja höll og nýjan völl“ sagði Guðni í ræðu sinni í útsendingunni frá vali á Íþróttamanni ársins. Undanfarið hefur rætt um þörf á nýjum þjóðarleikvöngum í staðinn fyrir Laugardalshöll og Laugardalsvöll.
Framferði þeirra sem leika innfædda grátt óverjandi
„Heiður þeim sem heiður ber. Að sama skapi er þó engum til góðs að skapa falsmynd eða þegja þunnu hljóði þegar óréttlæti og grályndi blasir við. Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösluðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku innfædda grátt, með blekkingum, svikum og mútum. Þannig framferði er auðvitað óverjandi.“
Fyrsta heimsóknin á Íslandi var á Snæfellsnes
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru á Snæfellsnesi í heimsókn. Snæfellsbær var skoðaður í dag og þau fara á Grundarfjörð á morgun. Eliza segist bera hlýhug til Snæfellsness þar sem það var fyrsti staðurinn sem þau hjónin heimsóttu saman á Íslandi.
30.10.2019 - 21:06
Ósáttur drengur leitaði ráða hjá Guðna forseta
Fimm ára gamall úrræðagóður drengur sem féllst ekki á boð og bönn foreldra sinna og skólayfirvalda brá á það ráð að senda Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands handskrifað bréf fyrr í mánuðinum. Hann furðaði sig á ósanngjörnum reglum og leitaði því ráða hjá forsetanum sem svaraði honum um hæl.
22.10.2019 - 23:24
Heiðruð fyrir framlag til samstarfs og vináttu
Hjónin Benedikte Thorsteinsson Abelsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson hafa verið sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Grænlendinga og Íslendinga. 
24.09.2019 - 17:22
Forsetaheimsókn til Grænlands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru nú í heimsókn á Grænlandi. Þar sæmdi forseti Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra í grænlensku stjórninni, og Guðmund Þorsteinsson, forstöðumann, hinni íslensku fálkaorðu.
Myndskeið
Bauð Indlandsforseta velkominn til Indlands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú tóku á móti Shri Ram Nath Kovind, forseta Indlands, og Savitu Kovind forsetafrú á Bessastöðum í dag.
10.09.2019 - 13:11
Forseti Indlands heimsækir Ísland
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita Kovind forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Þetta er fyrsta heimsókn forsetans til norræns ríkis, segir T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi. Dagskrá forsetahjónanna er þétt skipuð.
06.09.2019 - 13:09
Textað myndskeið
Spurði hvort hann ætti að vera Gorbatsjov
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í Höfða í hádeginu í dag. Þar ræddu þeir saman um sögu hússins og samband Bandaríkjanna og Íslands, sérstaklega með tilliti til varnarmála. Varaforsetinn sagðist hlakka til víðtækra viðræðna um viðskipti og öryggis- og varnarmál. Forsetinn sagðist vona að Pence nyti heimsóknarinnar. Hann fengi vonandi að kynnast gildum Íslendinga, svo sem frelsi, fjölbreytileika, alþjóðasamvinnu og virðingu við náungann.
04.09.2019 - 17:05
80 ár frá því hildarleikur hófst
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid voru í dag við alþjóðlega minningarathöfn um upphaf seinna stríðs í Varsjá, höfuðborg Póllands. Hann birti í dag yfirlýsingu þar sem minnst er einna skelfilegustu viðburða í sögu mannkyns. Það sé við hæfi að koma saman í Póllandi; pólska þjóðin sé meðal þeirra sem urðu verst úti í styrjöldinni.
01.09.2019 - 14:14
Fálkaorðan veitt á Bessastöðum í dag
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun í tilefni þjóðhátíðardagsins sæma nokkra Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu. Athöfnin fer fram á Bessastöðum og hefst kl. 14:30.
17.06.2019 - 08:56
Rauði dregillinn lagður fyrir Steinmeier
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og eiginkona hans, Elke Büdenbender, komu hingað til lands í opinbera heimsókn í dag. Þau sóttu heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta og eiginkonu hans Elizu Reid á Bessastaði í dag.
12.06.2019 - 11:25
Forseti Þýskalands í opinberri heimsókn
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og eiginkona hans, Elke Büdenbender, koma hingað til lands í opinbera heimsókn í dag. Heimsóknin stendur í tvo daga og mun forsetinn eiga fundi með forseta Íslands, sem er gestgjafi hans, forsætisráðherra og forseta Alþingis.
12.06.2019 - 09:33
Myndskeið
Íslensk hönnun á Bessastöðum
Í gær afhentu Samtök iðnaðarins og hönnuðir og smiðir íslenskra húsgagna forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, valda gripi sem verða til sýnis og notkunar í suðurstofu Bessastaða á næstu misserum.
08.06.2019 - 17:22
Forsetinn sendi Selfyssingum hamingjuóskir
Guðni Th. Jóhannesson óskaði Selfossi hjartanlega til hamingju með sigurinn gegn liði Hauka í handbolta þar sem þeir unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill. Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss er bróðir forsetans.
Netþrjótar herjuðu á forsetaembættið
Netþrjótar herjuðu á Embætti forseta Íslands á dögunum með þeim afleiðingum að fólk, sem hafði sent þangað tölvupóst fyrir mörgum árum, fékk tilkynningu um að hann hafi verið móttekinn.
08.04.2019 - 11:19
Forsetinn segir ruslaralýð til syndanna
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti morguninn í að tína rusl í kringum Bessastaði. Hann greinir frá þessu á facebook síðu sinni. Guðni er óánægður með magn ruslsins sem finna má við Bessastaði og segir það synd að sumt fólki nenni ekki að tína upp eftir sig vegna leti.
10.03.2019 - 10:49
Forsetahjónin fagna með Eistum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og kona hans Eliza Reid héldu í dag í opinbera heimsókn til Eistlands. Með í för eru Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og embættis- og aðstoðarmenn. Forsetahjónin og ráðherra taka þátt í viðamiklum hátíðarhöldum Eista í tilefni af því að 100 ár eru síðan þar var fyrst stofnað lýðveldi.
20.06.2018 - 10:51
Ashkenazy hljómsveitarstjóri sæmdur fálkaorðu
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sæmdi í dag Vladimir Ashkenazy, hljómsveitarstjóra og píanóleikara stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum.
19.04.2018 - 19:50
Forsetinn „ploggaði“ í Bessastaðalandinu
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skokkaði um lóð Bessastaða í morgun og tíndi rusl í poka á leiðinni. Frá þessu segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé á Facebook. Hún segist stolt af forsetanum, sem hún rakst á þegar hún var sjálf úti að hlaupa og fékk að smella af honum myndum.
25.03.2018 - 13:29
Guðni Th. sendir forseta Kína heillaóskir
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendi Xi Jinping, forseta Kína, í dag heillaóskir í tilefni af endurkjöri hans í embætti. Í kveðju sinni áréttar forseti Íslands mikilvægi þess að þjóðarleiðtogar „stuðli að friði í heiminum og leitist við að veita fólki öryggi og hagsæld, tryggja réttindi þess og einstaklingsfrelsi.“
21.03.2018 - 20:10