Færslur: forseti Íslands

Ríkisráð kemur saman til fundar í dag
Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar á Bessastöðum klukkan 15 í dag. Gera má ráð fyrir að komandi þingstörf verði til umræðu á fundinum. 
28.09.2020 - 09:27
Una valin úr hópi nærri 200 umsækjenda
Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. Hátt í 200 manns sóttu um starfið sem auglýst var í sumar.
22.09.2020 - 11:23
Forsetinn hvetur til varkárni í nýrri bylgju faraldurs
Guðni Th. Jóhannesson segir að nú sem aldrei fyrr sé brýnt að hver og einn hugi að persónulegum sóttvörnum, þvoi sér um hendur, haldi fjarlægð og fylgi tilmælum yfirvalda. Bestu sóttvarnirnar byrji hjá manni sjálfum.
21.09.2020 - 13:38
myndskeið
Guðni segir að aðgengi eigi að trompa útlitið
Forseti Íslands tók í morgun í notkun tvær nýjar lyftur til þess að greiða aðgengi hreyfihamlaðra að Bessastöðum.
01.09.2020 - 22:25
Myndskeið
Guðna hugnast hugmyndir um sex ára kjörtímabil
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands við látlausa athöfn í Alþingishúsinu í dag. Hann hefur þar með sitt annað kjörtímabil.
Myndskeið
Óskar þess að lýðheilsu sé enn betur sinnt
Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands nú fyrir skömmu. Athöfnin var mjög látlaus en um þrjátíu voru viðstaddir vegna samkomutakmarkana. Það kom því ekki á óvart að kórónuveirufaraldurinn skuli hafa verið Guðna ofarlega í huga í ræðu sinni.
Forseti Íslands tekur embætti í dag
Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Alþingishúsinu í dag. Hún hefst klukkan 15.30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi og hér á rúv.is. Útsending hefst klukkan 15:20.
Gestum við embættistöku stórfækkað
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða þurfti forsætisráðuneytið að fækka mjög á listanum yfir gesti sem fá að vera viðstaddir embættistöku forseta Íslands á laugardag. Almenningur er hvattur til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpinu.
Myndskeið
Skorar á þjóðina að taka upp fyrri sóttvarnir
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir blikur á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Hann skorar á þjóðina að taka upp fyrri sóttvarnir, þvo hendur og viðhalda tveggja metra fjarlægð. Hann segir ekki þessi virði að sýna sinnuleysi núna og þurfa svo jafnvel að grípa til enn harðari aðgerða innan skamms. Enginn móttaka verður á Bessastöðum eftir embættistöku forsetans á laugardag.
Færri fá að sjá Guðna svarinn í embætti öðru sinni
Einungis 80 fá að vera viðstaddir þegar Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands öðru sinni þann 1. ágúst. Þegar Guðni tók fyrst við embætti árið 2016 voru boðsgestirnir 270. Ástæða fækkunar boðsgesta er kórónuveirufaraldurinn.
23.07.2020 - 06:33
Ákvæðum um forseta breytt í stjórnarskrá
Verið er að færa stjórnarskrána í átt til nútímans og nær þeim vinnubrögðum sem ástunduð hafa verið. Það er mat Ragnhildar Helgadóttur prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um annan kafla stjórnarskrárinnar. Almenningi gefst nú kostur á að tjá sig um það í samráðgátt stjórnvalda.
Myndskeið
Fjörutíu ár frá fyrsta kjöri Vigdísar Finnbogadóttur
Í dag eru fjörutíu ár síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti Íslands. Vigdís var fyrst kvenna í heiminum til að verða kjörin forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gegndi embætti forseta í fjögur kjörtímabil, til ársins 1996.  
29.06.2020 - 20:19
Síkvikt forsetaembætti
Fyrstu fjórum árum Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta svipar að mörgu leyti til tíma Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur í embætti. Almennt virðist vera litið á forsetann sem sameiningartákn, hann þykir alþýðlegur og hefur lagt sig í líma við að styðja við góð málefni.
Sagði myndina af Guðna vera áróður á kjörstað
Kjósandi nokkur á Hellu brást reiður við að sjá mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á kjörstað. Starfsfólk kjörstaðarins brást snarlega við og fjarlægði myndina, en ekki voru allir kjósendur jafn sáttir við þá ákvörðun.
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Húsmóðir úr Vestmannaeyjum mætti sameiningartákni
Á laugardaginn ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklín Jónssonar viðskipta- og hagfræðings.
Forsetakosningar 2020
Ekki í verkahring forseta að setja eða afnema lög
„Það er ekki í verkahring forseta að setja lög eða afnema þau og ég ætla ekki að eigna mér aleinn heiðurinn að því að fyrirkomulaginu varðandi uppreist æru var breytt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti og forsetaframbjóðandi, sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 
Viðtal
Dorrit telur Samson geta þefað uppi fólk með Covid-19
Samson, klónaður hundur Dorritar Moussaieff, er kominn til landsins. Hann verður í sóttkví fyrst um sinn. Forsetafrúin fyrrverandi segir að Samson sé mun barnvænni en Sámur var. Þá segir hún að ofurnæmt lyktarskyn hans, og annarra hunda geti hjálpað til við að finna fólk sem er smitað af Kórónuveirunni.
Viðtal
Vill kenna embættismönnum sem mjólka ríkið að spara
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, lagði mikla áherslu á að virkja 25. grein Stjórnarskrárinnar um að forseta sé heimilt að leggja fram frumvörp fyrir Alþingi. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í dag.
Forsetakosningar 2020
90% styðja Guðna Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með 90,4% fylgi fyrir forsetakosningarnar. Guðmundur Franklín Jónsson er með 9,6% en nýtur mests stuðnings meðal eldri kjósenda og stuðningsmanna Miðflokksins.
03.06.2020 - 18:00
Tveir skiluðu meðmælendalistum í Vestfirðingafjórðungi
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður höfðu skilað meðmælendalistum til kjörstjórnar norðvesturkjördæmis á þriðja tímanum í dag. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar verður farið yfir listana strax á morgun en hann hafði ekki fengið tilkynningar um stöðu mála hjá öðrum frambjóðendum.
19.05.2020 - 16:20
Guðmundur Franklín gefur kost á sér í embætti forseta
Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðmundur Franklín tilkynnti þetta í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir að verði hann forseti muni orkupakki fjögur og fimm fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem og innganga Íslands í ESB.
23.04.2020 - 11:29
Myndskeið
„Megi þjóðinni farnast vel nú þegar mest á reynir“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur fólk til þess að hlýða tilmælum og leiðbeiningum almannavarna. Þetta kom fram í ávarpi í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti í 25 ár sem forseti lýðveldisins flytur ávarp í sjónvarpi á öðrum degi en á nýársdag. Hann beindi orðum sínum til þeirra sem misst hafa ástvini vegna kórónuveirunnar og vottaði þeim samúð. Þá flutti hann fólki í viðkvæmum hópum baráttukveðjur. Að lokum sagði forsetinn: „Megi þjóðinni farnast vel nú þegar mest á reynir“.
12.04.2020 - 21:06
Forsetakosningar: Rafræn söfnun undirskrifta til umræðu
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í morgun rafræna söfnun undirskrifta fyrir forsetakosningarnar í sumar. Kosið verður 27. júní, ef sitjandi forseti fær mótframboð, og þarf hver frambjóðandi að safna minnst 1.500 hundruð undirskriftum kosningabærra manna.
06.04.2020 - 12:18
„Verum hluti lausnarinnar, ekki vandans“
„Nú þegar dymbilvikan og páskar eru fram undan bætist við sú skýra ósk Víðis, sem allir hlýði, að ferðast aðeins innanhúss. Verum skynsöm. Verum öll í sama liði. Verum hluti lausnarinnar, ekki vandans,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar gerir hann kórónuveirufaraldurinn að umtalsefni og viðbrögð landsmanna við honum.