Færslur: forseti Íslands

Forseti Indlands heimsækir Ísland
Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita Kovind forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Þetta er fyrsta heimsókn forsetans til norræns ríkis, segir T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi. Dagskrá forsetahjónanna er þétt skipuð.
06.09.2019 - 13:09
Textað myndskeið
Spurði hvort hann ætti að vera Gorbatsjov
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í Höfða í hádeginu í dag. Þar ræddu þeir saman um sögu hússins og samband Bandaríkjanna og Íslands, sérstaklega með tilliti til varnarmála. Varaforsetinn sagðist hlakka til víðtækra viðræðna um viðskipti og öryggis- og varnarmál. Forsetinn sagðist vona að Pence nyti heimsóknarinnar. Hann fengi vonandi að kynnast gildum Íslendinga, svo sem frelsi, fjölbreytileika, alþjóðasamvinnu og virðingu við náungann.
04.09.2019 - 17:05
80 ár frá því hildarleikur hófst
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid voru í dag við alþjóðlega minningarathöfn um upphaf seinna stríðs í Varsjá, höfuðborg Póllands. Hann birti í dag yfirlýsingu þar sem minnst er einna skelfilegustu viðburða í sögu mannkyns. Það sé við hæfi að koma saman í Póllandi; pólska þjóðin sé meðal þeirra sem urðu verst úti í styrjöldinni.
01.09.2019 - 14:14
Fálkaorðan veitt á Bessastöðum í dag
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun í tilefni þjóðhátíðardagsins sæma nokkra Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu. Athöfnin fer fram á Bessastöðum og hefst kl. 14:30.
17.06.2019 - 08:56
Rauði dregillinn lagður fyrir Steinmeier
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og eiginkona hans, Elke Büdenbender, komu hingað til lands í opinbera heimsókn í dag. Þau sóttu heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta og eiginkonu hans Elizu Reid á Bessastaði í dag.
12.06.2019 - 11:25
Forseti Þýskalands í opinberri heimsókn
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og eiginkona hans, Elke Büdenbender, koma hingað til lands í opinbera heimsókn í dag. Heimsóknin stendur í tvo daga og mun forsetinn eiga fundi með forseta Íslands, sem er gestgjafi hans, forsætisráðherra og forseta Alþingis.
12.06.2019 - 09:33
Myndskeið
Íslensk hönnun á Bessastöðum
Í gær afhentu Samtök iðnaðarins og hönnuðir og smiðir íslenskra húsgagna forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, valda gripi sem verða til sýnis og notkunar í suðurstofu Bessastaða á næstu misserum.
08.06.2019 - 17:22
Forsetinn sendi Selfyssingum hamingjuóskir
Guðni Th. Jóhannesson óskaði Selfossi hjartanlega til hamingju með sigurinn gegn liði Hauka í handbolta þar sem þeir unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill. Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss er bróðir forsetans.
Netþrjótar herjuðu á forsetaembættið
Netþrjótar herjuðu á Embætti forseta Íslands á dögunum með þeim afleiðingum að fólk, sem hafði sent þangað tölvupóst fyrir mörgum árum, fékk tilkynningu um að hann hafi verið móttekinn.
08.04.2019 - 11:19
Forsetinn segir ruslaralýð til syndanna
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti morguninn í að tína rusl í kringum Bessastaði. Hann greinir frá þessu á facebook síðu sinni. Guðni er óánægður með magn ruslsins sem finna má við Bessastaði og segir það synd að sumt fólki nenni ekki að tína upp eftir sig vegna leti.
10.03.2019 - 10:49
Forsetahjónin fagna með Eistum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og kona hans Eliza Reid héldu í dag í opinbera heimsókn til Eistlands. Með í för eru Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og embættis- og aðstoðarmenn. Forsetahjónin og ráðherra taka þátt í viðamiklum hátíðarhöldum Eista í tilefni af því að 100 ár eru síðan þar var fyrst stofnað lýðveldi.
20.06.2018 - 10:51
Ashkenazy hljómsveitarstjóri sæmdur fálkaorðu
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sæmdi í dag Vladimir Ashkenazy, hljómsveitarstjóra og píanóleikara stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum.
19.04.2018 - 19:50
Forsetinn „ploggaði“ í Bessastaðalandinu
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skokkaði um lóð Bessastaða í morgun og tíndi rusl í poka á leiðinni. Frá þessu segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé á Facebook. Hún segist stolt af forsetanum, sem hún rakst á þegar hún var sjálf úti að hlaupa og fékk að smella af honum myndum.
25.03.2018 - 13:29
Guðni Th. sendir forseta Kína heillaóskir
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendi Xi Jinping, forseta Kína, í dag heillaóskir í tilefni af endurkjöri hans í embætti. Í kveðju sinni áréttar forseti Íslands mikilvægi þess að þjóðarleiðtogar „stuðli að friði í heiminum og leitist við að veita fólki öryggi og hagsæld, tryggja réttindi þess og einstaklingsfrelsi.“
21.03.2018 - 20:10
Viðtal
Margrét hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Ávarp forseta Íslands
Nýársávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.
01.01.2018 - 13:02
Guðni heimsótti fimm þúsund manna skátamót
Alþjóðlega skátamótið náði hápunkti á Úlfljótsvatni í dag með heilmikilli fjölmenningardagskrá og karnivalstemningu. Forseti Íslands, verndari skátahreyfingarinnar, kíkti á sitt fyrsta skátamót og er ánægður með starf skátanna.
30.07.2017 - 18:41
Guðni og Eliza fögnuðu norsku konungshjónunum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsetafrúin Eliza Reid voru á meðal gesta í sameiginlegri áttræðisafmælisveislu norsku konungshjónanna í Ósló í fyrrakvöld. Haldinn var galakvöldverður í konungshöllinni og þangað var mörgu mektarfólki boðið.
11.05.2017 - 04:09
Feigðarflan að nýta ákvæði um landsdóm
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið feigðarflan eftir hrun að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um landsdóm. Það hafi sýnt sig að niðurstaða dómsins hafi fremur sundrað en sameinað og það á versta tíma.
06.03.2017 - 06:28
Afhenti Dönum þjóðargjöf Íslendinga
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti í dag þjóðargjöf Íslendinga til Dana, sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna, í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.  
24.01.2017 - 19:08
Opna jólagjafirnar á jóladag á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir það hafa komið á óvart hversu mikla athygli atferli forseta fær. Hann vilji þó eftir sem áður koma til dyranna eins og hann er klæddur. Fyrsta jólahald forsetafjölskyldunnar á Bessastöðum verður með kanadískum blæ.
24.12.2016 - 13:13
Skoðanaskipti um stjórnarskrána nauðsynleg
Það er brýnt að skiptast á skoðunum um stjórnarskrána og fólk verður að geta skilið hana rétt. Þetta segir forseti Íslands. Hann tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um stjórnarskrána á Akureyri í morgun.
23.09.2016 - 13:57
Eftirvænting vegna komu forsetans til Sólheima
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fer í sína fyrstu heimsókn í embætti í dag en ferðinni er heitið til Sólheima í Grímsnesi. Tekið verður á móti forsetanum og eiginkonu hans, Elizu Reid, við Sesseljuhús klukkan 11.
03.08.2016 - 08:30
Kumpánlegur Guðni tók á móti gestum
Fjölmennt boð var haldið á Bessastöðum í kvöld til heiðurs nýsettum forseta, Guðna Th. Jóhannessyni. Gestir voru fjölmargir en þeir biðu prúðir og háttvísir í röð við innganginn eftir leyfi til að ganga í hús, einn og einn í senn. Fyrir innan stóðu Guðni og Eliza Reid og heilsuðu öllum með hlýlegu handabandi, kossum eða faðmlögum.
01.08.2016 - 21:47
Svipmyndir úr setningarathöfninni
Guðni Th Jóhannesson var formlega settur í embætti forseta Íslands í dag. Mannfjöldi safnaðist saman við alþingishúsið til að hylla forsetahjónin. Fjöldi fólks var saman komin við hátíðlega athöfn í dómkirkjunni, en að athöfn lokinni gekk fólk yfir í þinghúsið þar sem Guðni tók formlega við embættinu.
01.08.2016 - 20:30