Færslur: forsetakosningar

Íslendingar kjósa sér forseta í níunda sinn
Íslendingar kjósa sér í dag forseta í níunda sinn í sögu lýðveldisins. Valið stendur á milli núverandi forseta Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar. 
27.06.2020 - 07:41
Myndskeið
Fylgi forsetaframbjóðenda stendur nánast í stað
Kosið verður til forseta á morgun og samkvæmt nýrri könnun er Guðni Th. Jóhannesson með 93 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson nærri 7 prósenta atkvæða. Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar eða 52 þúsund.
Tæp 52 þúsund þegar búin að kjósa
Hátt í 52 þúsund manns höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það eru töluvert fleiri en fyrir en höfðu kosið á sama tíma fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Guðni með yfirburði í öllum könnunum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur mælst með mikla yfirburði  á mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson í öllum þeim fimm skoðanakönnunum sem rannsóknarfyrirtækin Gallup, EMC rannsóknir, Maskína og Zenter hafa framkvæmt fyrir forsetakosningarnar á morgun.
Brjálaða Ingiríður í kosningakaffið
Á morgun fá Íslendingar tækifæri til að nýta sér lýðræðislegan kosningarétt sinn og kjósa sér forseta lýðveldisins. Áður fyrr tíðkaðist það í meira mæli en í dag að fólk klæddi sig upp í tilefni hvers kyns kosninga í sitt fínasta púss, greiddi sér og jafnvel bónaði bílinn áður en atkvæði var greitt.
26.06.2020 - 14:55
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Húsmóðir úr Vestmannaeyjum mætti sameiningartákni
Á laugardaginn ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklín Jónssonar viðskipta- og hagfræðings.
31 Íslendingur hefur boðið sig fram til forseta
Á laugardaginn fá Íslendingar tækifæri til að velja sér forseta í níunda sinn frá stofnun lýðveldisins. Talsvert fleiri karlar en konur hafa sóst eftir embættinu og elsti frambjóðandinn var næstum því tvöfalt eldri en sá yngsti. 20% framjóðenda hafa verið lögfræðingar og Guðmundur Franklín Jónsson, sem nú býður sig fram á móti Guðna Th. Jóhannessyni sitjandi forseta, er þrítugasti og fyrsti einstaklingurinn sem sækist eftir embættinu.
Forsetakosningar
Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti og forsetaframbjóðandi segist finna kraftinn sem býr í næstu kynslóð. Hún beri virðingu fyrir náttúrunni og vilji samfélag fjölbreytni, frelsis og fordómaleysis. Guðni ræddi forsetaferilinn, unga fólkið og framtíðina eftir gott útihlaup við Bessastaði.
Guðni Th. bætir við sig fylgi í nýrri könnun Gallups
Níutíu og þrjú komma fimm prósent segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, en sex komma fimm prósent Guðmund Franklín Jónsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup.
Forsetakosningar
Unga fólkið er framtíðin en það þarf auðlindirnar
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist hafa farið í framboð af því honum fannst núverandi forseti ekki taka nógu mikið mark á þjóðinni. Guðmundur Franklín ræddi framboð sitt, framtíðarsýn og unga fólkið yfir laufléttum Skrafl leik.
Forsetakosningar 2020
Ekki í verkahring forseta að setja eða afnema lög
„Það er ekki í verkahring forseta að setja lög eða afnema þau og ég ætla ekki að eigna mér aleinn heiðurinn að því að fyrirkomulaginu varðandi uppreist æru var breytt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti og forsetaframbjóðandi, sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Kosning utan kjörfundar hefst í dag fyrir forsetakosningarnar hér á landi í lok júní. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind og hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Kjörstaðir erlendis eru í flestum sendiskrifstofum Íslands. Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en átta ár geta nýtt atkvæðisrétt sinn.
25.05.2020 - 07:10
Tveir skiluðu meðmælendalistum í Vestfirðingafjórðungi
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður höfðu skilað meðmælendalistum til kjörstjórnar norðvesturkjördæmis á þriðja tímanum í dag. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar verður farið yfir listana strax á morgun en hann hafði ekki fengið tilkynningar um stöðu mála hjá öðrum frambjóðendum.
19.05.2020 - 16:20
Forsetaframbjóðendur skiluðu listum í þremur kjördæmum
Yfirkjörstjórnir í þremur kjördæmum tóku í dag við meðmælendalistum þeirra sem boðað hafa forsetaframboð. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu inn meðmælendalistum í öllum kjördæmunum þremur; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi. Þeir höfðu áður skilað inn meðmælendalistum í suðvesturkjördæmi.
18.05.2020 - 18:01
Myndskeið
Guðni Th. og Guðmundur Franklín skiluðu inn listum
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu í dag inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboðs.
15.05.2020 - 19:30
Fjölga kjörstöðum um fjóra – kosið í Kringlunni
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga kjörstöðum í Reykjavík um fjóra, fyrir forsetakosningarnar sem fara mögulega fram í sumar. Nýju kjörstaðirnir eru Vesturbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli og Kringlan. Fulltrúar meirihlutans, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins lögðu fram bókun þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er hvattur til þess að gera íbúum höfuðborgarsvæðisins kleift að kjósa utan kjörfundar í Reykjavík, en ekki bara í Smáralind.
07.05.2020 - 18:33
Heimila söfnun rafrænna meðmæla fyrir forsetakosningar
Alþingi samþykkti í gær nýtt ákvæði, til bráðabirgða, í lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Nú er heimilt að safna rafrænum meðmælum í stað beinna undirskrifta, en hver frambjóðandi þarf að safna minnst 1.500 meðmælendum frá kosningabærum mönnum.
Forsetakosningar: Rafræn söfnun undirskrifta til umræðu
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í morgun rafræna söfnun undirskrifta fyrir forsetakosningarnar í sumar. Kosið verður 27. júní, ef sitjandi forseti fær mótframboð, og þarf hver frambjóðandi að safna minnst 1.500 hundruð undirskriftum kosningabærra manna.
06.04.2020 - 12:18
Forsetakosningar 27. júní ef Guðni fær mótframboð
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann sækist eftir því að sitja áfram sem forseti á Bessastöðum næstu fjögur ár. Forsetakosningar verða haldnar 27. júní ef Guðni fær mótframboð.
Myndskeið
Stöðugur stuðningur allt kjörtímabilið
Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs í embætti forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann í nýársávarpi sínu í dag. Hann segir að bregðast þurfi við loftlagsvánni og að tími gegndarlausrar neyslu sé liðinn.
Joe Biden tilkynnir um forsetaframboð
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta árið 2020. Biden tilkynnti þetta í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. Biden slæst þannig í hóp 19 annarra Demókrata sem tilkynnt hafa um framboð sitt. Biden er 76 ára gamall. Hann var áður öldungadeildarþingmaður fyrir Delaware, en varð síðar varaforseti Baracks Obama árið 2008.
25.04.2019 - 10:35
Obrador næsti forseti Mexíkóa
Andres Manuel Lopez Obrador verður næsti forseti Mexíkóa samkvæmt útgönguspám. Mexíkóar gengu til kosninga í dag til að velja sér nýjan forseta, þing og sveitastjórnir. Kjósendur hafa beðið í löngum röðum fyrir utan skóla og félagsheimili víða um landið en um 88 milljónir manns eru á kjörskrá. Vinstrimaðurinn Obrador var 22 prósentustigum ofar en íhaldsmaðurinn Ricardo Anaya, sem fékk næstflest atkvæði, segir í spá dagblaðsins El Financiero. Aðrar spár sýna álíka niðurstöður, segir í frétt AFP.
02.07.2018 - 01:43
Mexíkóar gengu til kosninga í dag
Mexíkóar gengu til kosninga í dag til að velja sér nýjan forseta, þing og sveitastjórnir. Kjósendur hafa beðið í löngum röðum fyrir utan skóla og félagsheimili víða um landið en um 88 milljónir manns eru á kjörskrá.
02.07.2018 - 00:58
Macron kærir sögusagnir um misferli
Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron hefur lagt fram kæru vegna birtingu skjala sem sögð eru sýna fram á að hann eigi aflandsreikninga á Bahama-eyjum. Skjölin hafa verið birt á netsíðum og samfélagsmiðlum, og andstæðingur Macron, Marine Le Pen, ýjaði einnig að tilvist þeirra í sjónvarpskappræðum í gærkvöld. Í viðtali í dag sór Macron af sér þessar ávirðingar og sagði að Le Pen og skoðanasystkini hennar stæðu á bak við þær.
04.05.2017 - 22:16