Færslur: Forsetakosningar - ítarefni

Myndskeið
Fylgi forsetaframbjóðenda stendur nánast í stað
Kosið verður til forseta á morgun og samkvæmt nýrri könnun er Guðni Th. Jóhannesson með 93 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson nærri 7 prósenta atkvæða. Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar eða 52 þúsund.
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
31 Íslendingur hefur boðið sig fram til forseta
Á laugardaginn fá Íslendingar tækifæri til að velja sér forseta í níunda sinn frá stofnun lýðveldisins. Talsvert fleiri karlar en konur hafa sóst eftir embættinu og elsti frambjóðandinn var næstum því tvöfalt eldri en sá yngsti. 20% framjóðenda hafa verið lögfræðingar og Guðmundur Franklín Jónsson, sem nú býður sig fram á móti Guðna Th. Jóhannessyni sitjandi forseta, er þrítugasti og fyrsti einstaklingurinn sem sækist eftir embættinu.
Pólitíkin á Bessastöðum
Í þættinum Heill forseta vorum var rætt um samskipti forseta Íslands við stjórnvöld á hverjum tíma. Reynt var að svara þeirri spurningu hvort eitthvað væri til sem heitir ópólitískur forseti.