Færslur: Forsetakosningar - ítarefni
Fylgi forsetaframbjóðenda stendur nánast í stað
Kosið verður til forseta á morgun og samkvæmt nýrri könnun er Guðni Th. Jóhannesson með 93 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson nærri 7 prósenta atkvæða. Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar eða 52 þúsund.
26.06.2020 - 19:13
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
26.06.2020 - 07:00
31 Íslendingur hefur boðið sig fram til forseta
Á laugardaginn fá Íslendingar tækifæri til að velja sér forseta í níunda sinn frá stofnun lýðveldisins. Talsvert fleiri karlar en konur hafa sóst eftir embættinu og elsti frambjóðandinn var næstum því tvöfalt eldri en sá yngsti. 20% framjóðenda hafa verið lögfræðingar og Guðmundur Franklín Jónsson, sem nú býður sig fram á móti Guðna Th. Jóhannessyni sitjandi forseta, er þrítugasti og fyrsti einstaklingurinn sem sækist eftir embættinu.
25.06.2020 - 15:03
Pólitíkin á Bessastöðum
Í þættinum Heill forseta vorum var rætt um samskipti forseta Íslands við stjórnvöld á hverjum tíma. Reynt var að svara þeirri spurningu hvort eitthvað væri til sem heitir ópólitískur forseti.
02.06.2016 - 15:40