Færslur: Forsetakosningar í Póllandi

Mála homma og lesbíur upp sem brjálæðinga
Nýafstaðnar forsetakosningar í Póllandi ollu hinsegin samfélaginu vonbrigðum. Jacob Volsky, sem er búsettur hér á landi, segir að stjórnmálamenn, sem þurfi óvin til að berjast gegn, geri aðför að hinsegin fólki sem taktík í kosningabaráttunni. Samkynhneigðir séu látnir líta út sem hættulegt fólk sem hafni pólskum hefðum og gildum.
Myndskeið
Lokatölur komnar í Póllandi - Andrzej Duda fékk 51,03%
Andrzej Duda fékk 51,03% atkvæða samkvæmt lokatölum forsetakosninganna í Póllandi. Aldrei hefur munurinn verið minni í forsetakosningum þar í landi frá falli kommúnismans en mótframbjóðandinn Rafal Trzaskowski hefur viðurkennt ósigur.
13.07.2020 - 20:05
Niðurstöðurnar sýna að stjórnarandstaðan á fullt erindi
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir að niðurstöður forsetakosninganna í Póllandi sýni meðal annars að það sé enn eldur í glæðum hjá stjórnarandstöðunni þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir miklar breytingar á næstunni. Andrzej Duda var í gær endurkjörinn forseti Póllands.
13.07.2020 - 12:45
Pólverjar á Íslandi vildu ekki Duda sem forseta
Pólverjar á Íslandi vildu frekar fá Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, sem nýjan forseta Póllands í forsetakosningum þar í landi í gær. Andrezej Duda var kjörinn forseti með rétt rúmlega meirihluta atkvæða.
13.07.2020 - 11:08
Forskot Dudas vex lítið eitt í annarri útgönguspá
Forskot Andrzejs Dudas, Póllandsforseta, í forsetakosningunum eystra, vex lítið eitt á milli fyrstu útgönguspár og þeirra næstu, sem birt var á miðnætti að pólskum tíma. Samkvæmt nýju könnuninni hefur Duda fengið 50,8 prósent atkvæða, en Rafal Trzakowski, borgarstjóri Varsjárborgar, 49,2 prósent. Skekkjumörk í könnuninni, sem unnin eru af fyrirtækinu Ipsos, eru tvö prósentustig.
Myndskeið
Mjótt á munum samkvæmt útgönguspám en Duda leiðir
Samkvæmt fyrstu útgönguspám í Póllandi leiðir Andrzej Duda með 50,4 prósent atkvæða. Fylgi Rafal Trzaskowski mælist 49,6 prósent.
12.07.2020 - 20:22
Staða hinsegin fólks í Póllandi fer versnandi
Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur hríðversnað síðustu mánuði, segir formaður pólskra baráttusamtaka. Samlandar hennar séu farnir að hvetja til þess að útrýmingarbúðir nasista verði opnaðar aftur.