Færslur: Forsetakosningar 2020

Mynd með færslu
Í BEINNI
Kosningavaka RÚV – nýjustu tölur og helstu tíðindi
Á kosningavöku RÚV er greint frá stöðu talningar í forsetakosningunum 2020, staðan greind og rætt við forsetaframbjóðendur og kjósendur. Hægt er að sjá stöðuna hverju sinni og helstu tíðindi hér á vefnum.
27.06.2020 - 21:28
Ánægjulegt hvernig til tókst fyrir fólk í sóttkví
Alls kusu 89 einstaklingar í sérstakri kjördeild fyrir fólk í sóttkví fyrir utan húsnæði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Aðstöðunni var komið upp með skömmum fyrirvara en gekk mjög vel að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra hjá embættinu.
27.06.2020 - 21:24
Atkvæði ekki endilega ógilt þó x-ið sé á röngum stað
Kjósendur ógilda ekki endilega atkvæði sitt þótt svo þeir hafi ekki sett x-ið beint fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem þeir kjósa. Ef vilji kjósandans er skýr og ekki aðrir ágallar á atkvæðaseðlinum leiðir vitlaus staðsetning eða óljós kross ekki sjálfkrafa til þess að atkvæðið verði ógilt.
27.06.2020 - 19:57
Stórkostleg tilfinning að kjósa í fyrsta skipti
Íslendingar kjósa sér forseta í dag í níunda skipti og er kjörsókn á kjördag nú eitthvað minni en í síðustu kosningum. Einn þeirra 252 þúsunda sem eru á kjörskrá er Kinan Kadoni, Sýrlendingur sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum. 
Sagði myndina af Guðna vera áróður á kjörstað
Kjósandi nokkur á Hellu brást reiður við að sjá mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á kjörstað. Starfsfólk kjörstaðarins brást snarlega við og fjarlægði myndina, en ekki voru allir kjósendur jafn sáttir við þá ákvörðun.
Myndskeið
Kosið með óvenjulegum hætti í sóttkví
Atkvæðagreiðsla fólks sem er í sóttkví hófst á bílastæði Sýslumannins á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í dag. Fólk sem hefur verið sett í sóttkví síðustu daga hefur þann kost að fara eitt í bíl sínum á bílastæðið í Hlíðarsmára í Kópavogi og greiða þar atkvæði. Búið er að setja upp skilrúm þar sem hægt er að keyra bílum inn. Fólk gerir grein fyrir sér og segir hvern það vill kjósa. Starfsmaður stimplar kjörseðil og sýnir kjósanda til staðfestingar. Að því loknu ef atkvæðið sett í kjörkassa.
27.06.2020 - 16:16
Færri kjósa á kjördag nú en í síðustu forsetakosningum
Kjörsókn hefur verið heldur minni það sem af er kjördegi en á sama tíma í síðustu forsetakosningum. Á móti kemur að fleiri kusu utan kjörfundar þetta árið en nokkru sinni áður.
Hvernig áttu að kjósa?
Landsmenn ganga í dag að kjörborðinu til að velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Um 54 þúsund greiddu atkvæði utan kjörfundar síðustu vikur en í dag má gera ráð fyrir að mun fleiri skundi á kjörstaði víða um land. Ákveðnar reglur gilda um hvernig fólk á að bera sig að á kjörstað og hvernig fólk á að merkja við þann frambjóðanda sem það vill veita atkvæði sitt (setja kross - eða x - fyrir framan nafn hans). Hér má sjá myndband sem skýrir reglurnar.
27.06.2020 - 11:53
Viðtöl
Frambjóðendurnir mættu snemma á kjörstað
For­setafram­bjóðend­urn­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son og Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son mættu báðir snemma á kjörstað í morgun og hafa því skilað at­kvæði sínu í for­seta­kosn­ing­un­um 2020.
27.06.2020 - 11:11
Verður að tryggja að fólk geti kosið
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundar á mánudag um þá stöðu sem nú er uppi um að einstaklingar sem eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar geti mögulega ekki kosið sér forseta. Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu. 
27.06.2020 - 09:53
Íslendingar kjósa sér forseta í níunda sinn
Íslendingar kjósa sér í dag forseta í níunda sinn í sögu lýðveldisins. Valið stendur á milli núverandi forseta Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar. 
27.06.2020 - 07:41
Allir eigi að njóta grundvallarlýðræðisréttinda
Allt útlit er fyrir að 300 einstaklingar sem eru í sóttkví vegna Covid-19 geti ekki kosið í forsetakosningum á morgun.
Upptaka
Umræðuþáttur forsetaframbjóðendanna
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson mættust í umræðum í sjónvarpssal þar sem þeir fóru yfir hlutverk forseta, eðli embættisins og áherslur sínar í kosningabaráttunni. Umræðuþátturinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og á vef en hér er upptaka af honum í fullri lengd.
26.06.2020 - 21:46
Myndskeið
Vill ekkert lágmark á áskorunum til forseta
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist ekki vilja hafa neitt lágmark fyrir þær undirskriftir sem þurfi að berast forseta til að hann synji lögum staðfestingar. „Mér finnst það ekki eiga að vera neitt,“ sagði hann í umræðuþætti forsetaframbjóðenda í kvöld. Guðmundur og Guðni Th. Jóhannesson forseti ræddu meðan annars málskotsrétt forseta.
26.06.2020 - 21:21
Myndskeið
Kom aldrei til hugar að skipa utanþingsstjórn
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að sér hafi aldrei komið til hugar að skipa utanþingsstjórn þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningar 2016. Þetta sagði Guðni í umræðuþætti forsetaframbjóðenda. Hann og Guðmundur Franklín Jónsson ræddu meðal annars hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Báðir sögðu að mikið þyrfti að ganga á áður en utanþingsstjórn yrði mynduð. Þeir voru meðal annars spurðir hver ætti fyrstur að fá stjórnarmyndunarumboð eftir kosningar.
26.06.2020 - 21:06
Myndskeið
Fylgi forsetaframbjóðenda stendur nánast í stað
Kosið verður til forseta á morgun og samkvæmt nýrri könnun er Guðni Th. Jóhannesson með 93 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson nærri 7 prósenta atkvæða. Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar eða 52 þúsund.
Tæp 52 þúsund þegar búin að kjósa
Hátt í 52 þúsund manns höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það eru töluvert fleiri en fyrir en höfðu kosið á sama tíma fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Guðni með yfirburði í öllum könnunum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur mælst með mikla yfirburði  á mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklín Jónsson í öllum þeim fimm skoðanakönnunum sem rannsóknarfyrirtækin Gallup, EMC rannsóknir, Maskína og Zenter hafa framkvæmt fyrir forsetakosningarnar á morgun.
Húsmóðir úr Vestmannaeyjum mætti sameiningartákni
Á laugardaginn ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklín Jónssonar viðskipta- og hagfræðings.
Myndskeið
„Ef maður gerir mistök þá gengst maður við þeim“
„Þetta embætti er þannig að maður er að læra hvern einasta dag. Hver dagur færir nýjar áskoranir. Þá sækir maður í sjóð reynslunnar, sækir í sjóð eigin samvisku. Ef maður gerir mistök þá gengst maður við þeim og lærir af þeim,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann var viðmælandi Einars Þorsteinssonar í Kastljósi í kvöld. 
Mun fleiri atkvæði utan kjörfundar í ár
42.233 höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar á laugardaginn um land allt núna síðdegis í dag. Þar af voru 1.709 atkvæði aðsend.
25.06.2020 - 15:19
31 Íslendingur hefur boðið sig fram til forseta
Á laugardaginn fá Íslendingar tækifæri til að velja sér forseta í níunda sinn frá stofnun lýðveldisins. Talsvert fleiri karlar en konur hafa sóst eftir embættinu og elsti frambjóðandinn var næstum því tvöfalt eldri en sá yngsti. 20% framjóðenda hafa verið lögfræðingar og Guðmundur Franklín Jónsson, sem nú býður sig fram á móti Guðna Th. Jóhannessyni sitjandi forseta, er þrítugasti og fyrsti einstaklingurinn sem sækist eftir embættinu.
Forsetakosningar
Undirbýr flutninga á Bessastaði 
„Ég býð mig fram til forseta til að vera öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi í viðtali við Einar Þorsteinsson í Kastljósi kvöldsins.  
24.06.2020 - 20:53
Forsetakosningar
Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti og forsetaframbjóðandi segist finna kraftinn sem býr í næstu kynslóð. Hún beri virðingu fyrir náttúrunni og vilji samfélag fjölbreytni, frelsis og fordómaleysis. Guðni ræddi forsetaferilinn, unga fólkið og framtíðina eftir gott útihlaup við Bessastaði.
Guðni Th. bætir við sig fylgi í nýrri könnun Gallups
Níutíu og þrjú komma fimm prósent segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, en sex komma fimm prósent Guðmund Franklín Jónsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup.