Færslur: Forsætisráðuneytið

35 milljónir á ári í fimm ár til rannsókna
Ríkisstjórnin veitir 35 milljónum króna á ári næstu fimm ár í rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í Reykholti í Borgarfirði í dag. Undir hana skrifa fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofu, sem leiðir rannsóknirnar. Skrifað er undir yfirlýsinguna í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis á Íslandi.
Viljum vera í fremstu röð í sjálfbærri þróun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í fyrsta sinn stöðuna á innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York í dag. Hún segir að markmiðið sé að Ísland verði í fremstu röð í sjálfbærri þróun.
Gerum margt gott í að ná markmiðum
Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um stöðu innleiðingar heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun. „Ég held að við séum að gera mjög margt gott í að ná þessum markmiðum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Fréttaskýring
„Aldrei að vita nema karl klæðist búningnum“
Það þarf að stokka upp hlutverk fjallkonunnar og leyfa henni að velja sér ljóð. Þetta er mat Guðnýjar Gústafsdóttur, kynjafræðings. Hún segir feminískar bylgjur lítið hafa hreyft við ímynd fjallkonunnar í tímans rás. Guðný fagnar því að á þjóðhátíðardaginn fór með hlutverkið lituð kona og myndi vilja sjá fjölbreyttar konur eða karla í hlutverkinu í framtíðinni. Það er forsætisráðherra sem velur fjallkonu úr hópi sem undirbúningsnefnd velur og það er hægt að redda því ef búningurinn passar ekki.
  •