Færslur: Fornleifarannsóknir

Nýr frændi mannkyns uppgötvaður
Nýr ættingi mannkyns var uppgötvaður á eyjunni Luzon á Filippseyjum. Bein tegundarinnar fundust í helli á eyjunni, en talið er að tegundin hafi dáið út fyrir um 50 þúsund árum.
11.04.2019 - 05:15
Fann fórnarlömb Chicxulub-loftsteinsins
Gríðarlegt vatns- og aurflóð sem myndaðist eftir að stærðarinnar loftsteinn skall á jörðu drap nánast allt líf á þeim slóðum sem Norður-Dakóta í Bandaríkjunum er núna. Þannig er sviðsmynd steingervingafræðinga sem fundu fjölda steingervinga sem talið er að séu frá deginum sem Chicxulub-loftsteinninn skall á jörðu fyrir um 66 milljónum ára, þar sem nú er Mexíkó.
Viðtal
42 milljónir veittar úr fornminjasjóði
Samtals verða 23 styrkir veitir úr fornminjasjóði í ár. Alls bárust 69 umsóknir. Óvenjumargar góðar umsóknir bárust, segir í tilkynningu, og var 81% þeirra styrkhæf. Fornleifarannsókn í Stöðvarfirði og afhending forngripa úr rannsóknum í Skálholti hlutu hæsta styrki.
27.03.2019 - 15:01
Skyndifriðlýsa Landsímareit og stöðva byggingu
Minjastofnun hefur ákveðið að skyndifriða þann hluta Víkurgarðs sem er innan Landsímareitsins í miðbæ Reykjavíkur. Er það vegna inngans fyrirhugaðs hótels sem vísa á út á borgartorgið sem þar er, miðað við núverandi skipulag.
09.01.2019 - 00:21
Myndskeið
Fundu 500 ára gamlan bát í Þingvallavatni
Gamall bátur sem fornleifafræðingar telja vera 500 ára gamlan liggur á botni Vatnsviks í Þingvallavatni. Báturinn fannst þegar Erlendur Bogason, kafari var að taka myndir af botnlífi í Þingvallavatni í september. Hann sendi fréttastofu meðfylgjandi myndir af bátnum.
08.12.2018 - 12:26
Fundu erótíska veggmynd í Pompeii
Fornleifafræðingar hafa fundið erótíska veggmynd í Pompeii sem sýnir Ledu og svaninn. Myndin er talin hafa verið veggskraut í svefnherbergi á ríku heimili í hinni fornu borg.
19.11.2018 - 18:00
Stórmerkur fornleifafundur í Þjórsárdal
Bergsstaðir er nýjasta bæjarstæði landsins kallað. Það eru hins vegar meira en 900 ár síðan nokkur bjó þar en bæjarstæðið er nýfundið í Þjórsárdal. Þar fundust stórmerkir forngripir síðasta föstudag meðal annars Þórshamar úr sandsteini.  
12.10.2018 - 19:24
Skítamorgnar á Þjóðminjasafni Danmerkur
Þjóðminjasafnið í Danmörku fetar um þessar mundir ótroðnar slóðir til þess að laða fjölskyldur á safnið. Í september heldur safnið fyrirlestrarröð á laugardagsmorgnum fyrir fjölskyldur sem það kallar Skítamorgunn.
10.09.2018 - 11:48
Fundu 29 þúsund ára gömul veiðarfæri
Fornleifafræðingar í Suður-Kóreu uppgötvuðu fyrir skömmu sökkur sem eru tæplega tuttugu þúsund árum eldri en fyrri ummerki sem fundist hafa um veiðar með netum. Svo virðist sem mannfólk hafi beitt þróuðum aðferðum við fiskveiðar töluvert fyrr en áður var talið.
07.08.2018 - 06:13
Þétt byggð var á Mýrdalssandi
Bærinn Arfabót á Mýrdalssandi virðist hafa verið stórbýli á pari við nágrannabýlið Kúabót, sem er stærsti bærinn sem grafinn hefur verið upp á Mýrdalssandi. Þetta segir dr. Bjarni Einarsson fornleifafræðingur. Arfabót lagðist í eyði upp úr árinu 1400 eftir þrálát gos í Kötlu, hlaup og flóð.
27.07.2018 - 13:06
Eldgamall mannasaur segir sögur úr fortíðinni
Kaupmannahafnarbúar nutu lífsins undir lok 17. aldar. Þeir notuðu krydd frá fjarlægum heimshornum og borðuðu ávexti í miklum mæli. Þetta hafa rannsóknir á gömlum mannasaur leitt í ljós.
11.07.2018 - 16:12
Segir mikilvægt að halda uppgrefti áfram
Fornleifagrefti í rústum Þingeyraklausturs lauk í lok júní. Þó grafir manna hafi ekki fundist telur fornleifafræðingurinn sem stýrði verkefninu að það takist ef haldið verður áfram næsta sumar.
09.07.2018 - 15:57
„Rannsóknin er rétt að byrja“
Uppgreftri í landnámsskálanum í Stöð í Stöðvarfirði er lokið þetta sumarið en þetta var þriðja árið í röð sem skálinn er til rannsóknar. „Það verður haldið áfram næsta sumar að því gefnu að fé fáist en rannsóknin er rétt að byrja,“ segir Dr. Bjarni Einarsson sem stýrir rannsókninni.
04.07.2018 - 07:05
Hugsanlega elsti manngerði hellirinn
Fyrstu athuganir jarðfræðinga benda til þess að manngerður hellir í Odda á Rangárvöllum sé sá elsti sinnar tegundar hér á landi, en talið er að hann hafi verið útbúinn á tíundu öld. Þá hafi hann að öllum líkindum verið kominn úr notkun fyrir árið 1206.
03.07.2018 - 09:11
Kirkjukambur úr bronsi grafinn upp á Þingeyrum
Bronskambur til að krúnuraka munka á miðöldum fannst í fornleifauppgreftri í Þingeyraklaustri. Fornleifafræðingur segir þetta benda til þess að þau séu komin niður á sjálfar klausturrústirnar. Vonandi finnist jarðneskar leifar ábótans eða munka klaustursins sem flestallir dóu úr svartadauða í byrjun fimmtándu aldar.
25.06.2018 - 13:23
Rannsaka svartadauða með uppgreftri og DNA
Þess er vænst að fornleifarannsóknir í rústum Þingeyraklausturs í Austur-Húnavatnssýslu varpi nýju ljósi á upptök og afleiðingar svartadauða hér á landi. Munkar og ábóti klaustursins dóu úr svartadauða og markmiðið er að grafa upp bein þeirra og rannsaka með DNA tækni.
15.06.2018 - 21:53
Fjársjóður Haraldar blátannar fundinn
Tómstundafornleifafræðingar fundu nýlega stóran fjársjóð sem talinn er hafa verið í eigu víkingakonungsins Haraldar blátannar. 
16.04.2018 - 17:29
Frumbyggjar komu mun fyrr en áður var talið
Fornleifafræðingar í Ástralíu uppgötvuðu nýverið vísbendingar um að ástralskir frumbyggjar hafi komið mun fyrr til álfunnar er áður var talið. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Í norðanverðri álfunni fundust fornmunir sem taldir eru sýna að frumbyggjar hafi verið þar á ferð fyrir 65.000 árum eða 18.000 árum fyrr en áður var talið.
20.07.2017 - 02:04
Öll kumlin verið rænd með skipulögðum hætti
Uppgröfturinn á Dysnesi við Eyjafjörð mun varpa ljósi á af hverju og hvernig kuml voru rofin af mannavöldum og þau rænd. Fornleifaræðingur sem stýrir rannsókninni segir að átt hafi verið við öll kumlin þar á einhverjum tímapunkti. Það hafi verið flóknar og skipulagðar aðgerðir.
11.07.2017 - 14:47
Norrænar byggðir á Grænlandi á heimsminjaskrá
Landnámsvæði norrænna manna á sunnanverðu Grænlandi hefur verið bætt á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.  Heimsminjanefnd UNESCO þingar nú í Krakow í Póllandi og er búist við að 26 nýjum stöðum verði bætt á heimsminjaskrá stofnunarinnar.
24 verkefni styrkt úr fornminjasjóði
Tæpum 45 milljónum króna hefur verið úthlutað úr fornminjasjóði til 24 verkefna víða um land á þessu ári. Alls bárust sjóðnum 50 umsóknir vegna verkefna árið 2017.
27.03.2017 - 15:59
Heilleg skipsflök finnast á botni Svartahafs
Yfir fjörutíu skip fundust á botni Svartahafs í leiðangri fornleifafræðinga. Sum skipanna eru yfir þúsund ára gömul. Flökin eru mjög heilleg og gætu mikil verðmæti verið um borð.
12.11.2016 - 08:12
Hofstaðir metnir á 290 milljónir króna
Jörðin Hofstaðir í Mývatnssveit er metin á 290 milljónir króna. Þetta kemur fram í matsskýrslu frá Ríkiseignum vegna óska Skútustaðahrepps um kaup á jörðinni. Ríkisstjórnin hefur lagt til að jörðin verði ekki seld í bráð.
02.11.2016 - 14:48
Fundu silfurhring við uppgröftinn í Stöð
„Haldið þið ekki að stelpan hafi fundið silfurhring í fornleifauppgreftrinum í Stöð í gær!“ Þetta skrifar Rannveig Þórhallsdóttir, nemi í fornleifafræði, á Facebookvegginn hjá sér í gærkvöld. Uppgreftrinum er að ljúka þetta sumarið.
09.09.2016 - 13:54
Vísbendingar um byggð frá því fyrir landnám
Rannsóknir á fornum húsarústum við bæinn Stöð í Stöðvarfirði benda til að þær séu frá því snemma á níundu öld. Hugsanlega hafi staðið þar landnámsbær eða útstöð frá Skandinavíu þar sem fólk dvaldi áður en eiginlegt landnám hófst.
19.08.2016 - 19:44