Færslur: Flugvél

Hætti í skyndingu við lendingu til að forða árekstri
Flugmenn þotu mexíkóska lággjaldaflugfélagsins Volaris þurftu í skyndingu að hætta við lendingu á Benito Juarez flugvellinum við Mexíkóborg til að koma í veg fyrir árekstur við þotu félagsins sem fyrir var á flugbrautinni.
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
Þinghúsið í Washington rýmt um stundarsakir
Þinghúsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna var rýmt um stundarsakir í kvöld. Lögregla á Þinghúshæð greindi frá mögulegri ógn vegna óvenjulegrar ferðar flugvélar yfir borginni. Forseti fulltrúadeildar þingsins gagnrýndi flugmálayfirvöld harkalega.
Viðtal
Hífa flugvélina upp á tíu metra dýpi til rannsóknar
Vegna veðurs verður í fyrsta lagi hægt að hífa flugvélina TF-ABB úr Þingvallavatni á fimmtudag. Köfunarhópur sérsveitar ríkislögreglustjóra undirbýr hvert handtak á þurru landi, en áætlað er að sextán atvinnukafarar kafi í tíu mínútur hver í ísköldu vatninu. Vélin verður hífð upp á tíu metra dýpi til frekari rannsóknar áður en hún verður hífð upp á yfirborðið.
Óska eftir myndefni frá 11:30 til 12:00 í gær
Leitin að flugvélinni sem týndist í gær stendur enn yfir og er aðal leitarsvæðið við sunnanvert Þingvallavatn. Fyrr í dag báðu viðbragðsaðilar sumarhúsaeigendur á svæðinu að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum frá klukkan 12 og 14 í gær, en nú hefur tímaraminn þrengst og talið er að flugvélin gæti sést á myndavélum á milli 11:30 og 12.
04.02.2022 - 18:30
Tók á móti kraftaverkabarni í 35 þúsund feta hæð
Kanadískur læknir tók á móti barni í 35 þúsund feta hæð yfir ánni Níl í byrjun desember. Aisha Khatib var um borð í þotu á leiðinni heim til Toronto í Kanada frá Sádi-Arabíu þegar tilkynning barst um kallkerfið að læknisaðstoðar væri óskað.
15.01.2022 - 07:15
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.
Átta látnir eftir í flugslys í Mílanó
Einkaflugvél með átta farþega um borð brotlenti í borginni Mílanó á Ítalíu í dag. Allir um borð létust. Vélin lenti inni í tómri byggingu í útjaðri borgarinnar og engin slys urðu á jörðu niðri. Til stóð að fljúga til eyjunnar Sardiníu í norðri, en vélin brotlenti hins vegar skömmu eftir flugtak frá Linate-flugvellinum í Mílanó.
03.10.2021 - 16:03
Bilun í flugvél Icelandair á leið til Parísar
Flugvél af tegundinni Boeing 757-300 frá Icelandair var kyrrsett á Paris Charles de Gaulle flugvellinum í París á dögunum þegar tilkynnt var um gangtruflanir í hreyfli. Vélin var á lokastigi flugs þegar atvikið kom upp, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair.
20.08.2021 - 17:47
Einkaþota sökk ofan í slitlag á Rifi og festist
Einkaþota sem lenti á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi í gær festist skammt frá flugbrautinni þegar flugmaðurinn ætlaði að koma henni í stæði. Hjól þotunnar sukku ofan í slitlagið. Þotan er enn föst og stefnt er að því að lyfta henni upp á miðvikudag. Þetta staðfestir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia.
02.08.2021 - 17:16
Þrettán ljómandi fisvélar vöktu athygli á jörðu niðri
Fólk á höfuðborgarsvæðinu rak upp stór augu á tólfta tímanum í kvöld vegna mikils ljósagangs yfir höfuðborginni og nágrenni hennar. Jónas Sverrisson, formaður Fisfélags Reykjavíkur staðfesti í samtali við fréttastofu að þarna hafi hann og tólf félagar hans í Fisfélaginu verið á sveimi á fisum sínum í fyrsta hópflugi sumarsins.
13.05.2021 - 00:37
Nokkuð góð staða á Sóttkvíarhótelum um helgina
Staðan á sóttkvíarhótelunum er mjög vel viðráðanleg núna um helgina, að sögn Aðalheiðar Jónsdóttur starfsmanns Rauða krossins. Margir gesta séu að ljúka sóttkví og þá losni nokkuð um.
Hættustig á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í dag eftir að flugmaður einkaþotu tilkynnti um bilun í lendingabúnaði eftir flugtak. Í ljós kom að nefhjól þotunnar hafði skekkst.
Nokkrar tafir við að komast flugleiðis norður í gær
Röð atvika varð til þess að farþegar með Air Iceland Connect frá Reykjavík til Akureyrar þurftu að bíða lengi í gær eftir því að komast endanlega af stað frá Reykjavíkurflugvelli. Bilun varð í jafnþrýstibúnaði Bombardier Q400 vél félagsins skömmu eftir flugtak þannig að snúa þurfti henni við.
Tæki notað til staðsetningar svarta kassans í ólagi
Tæki það sem indónesískir leitarmenn beita til að finna svörtu kassa Boeing-þotu Sriwijaya flugfélagsins sem fórst í Java-hafi á laugardag, er bilað.
12.01.2021 - 06:23
Erlent · Indónesía · flugslys · Boeing · Banaslys · Asía · Flugvél
Svörtu kassar indóneskísku þotunnar fundnir
Kafarar hafa fundið svarta kassa Boeing 737-500 þotu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air sem hrapaði í sjóinn skammt frá Jakarta í gærmorgun. Rannsakendur vinna nú að bera kennsl á lík þeirra sem fundist hafa í hafinu.
11.01.2021 - 03:24
Þriðji maðurinn ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær, mánudag að ákæra hafi verið gefin út gegn Líbíumanninum Abu Agila Mohammad Masud fyrir hryðjuverk. Masud er grunaður um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi fyrir réttum 32 árum.
22.12.2020 - 02:18
Maðurinn sem fyrstur rauf hljóðmúrinn látinn
Chuck Yeager, bandaríski herflugmaðurinn sem varð fyrstur til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn. Hann var 97 ára að aldri, fæddur í smábænum Myra í Vestur-Virginíuríki árið 1923.
08.12.2020 - 04:52
Myndskeið
Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli
Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli upp úr klukkan fjögur í dag rétt eftir að hafa tekið á loft.
21.08.2020 - 20:38