Færslur: flugslys

Myndskeið
Segja tvo farþega hafa lifað flugslysið af
Óttast er að fáir hafi komist lífs af eftir að farþegaþota með um 100 manns um borð fórst í Karachi í Pakistan í morgun. Flugstjórinn sendi út neyðarkall skömmu áður en þotan hrapaði. Minnst 73 eru látin en heilbrigðisyfirvöld í Pakistan segja að tveir farþegar hafi komist lífs af.
22.05.2020 - 19:52
Erlent · Asía · Pakistan · flugslys · Airbus
Enginn komst lífs af í flugslysi í Pakistan
Enginn komst lífs af þegar farþegaþota frá Pakistan International Airlines fórst í dag í aðflugi við flugvöllinn í Karachi í Pakistan. Hún var að koma frá borginni Lahore. Þotan brotlenti í íbúðahverfi. Nokkur hús eyðilögðust.
22.05.2020 - 13:05
Erlent · Asía · flugslys · Pakistan
Farþegaflugvél fórst í Pakistan
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá pakistanska flugfélaginu Pakistan International Airlines fórst í dag skammt frá alþjóðaflugvellinum í Karachi. Hún var að koma frá borginni Lahore og brotlenti í íbúðahverfi.
22.05.2020 - 10:27
Úkraínumenn fá flugritana afhenta
Úkraínskir sérfræðingar fengu í dag afhenta flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði í Íran fyrr í vikunni. Þeir fá einnig aðgang að braki úr vélinni. Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu, greindi fréttamönnum frá þessu í Kænugarði síðdegis.
10.01.2020 - 17:48
Erlent · Evrópa · Úkraína · Íran · flugslys
Telja flugskeyti hafa grandað úkraínsku þotunni
Bandarískir embættismenn telja að íranskt flugskeyti hafi grandað úkraínsku farþegaþotunni sem fórst í Íran í fyrrinótt, nokkru eftir að flugskeytum var skotið þaðan á herstöðvar í Írak. Forsætisráðherra Bretlands krefst ítarlegrar rannsóknar á flugslysinu.
09.01.2020 - 17:39
Kanna hvort flugskeyti hafi grandað þotunni
Tugir úkraínskra sérfræðinga og embættismanna eru komnir til Írans til að taka þátt í rannsókn á ástæðum þess að úkraínsk farþegaþota fórst í landinu í fyrrinótt. Þeir vilja að meðal annars verði kannað hvort flugskeyti eða hryðjuverkaárás hafi grandað þotunni.
09.01.2020 - 12:16
Erlent · Asía · Íran · Úkraína · flugslys
Myndskeið
Íranar ætla ekki að afhenda flugritana
Flugmálayfirvöld í Íran ætla ekki að afhenda sérfræðingum Boeing flugvélasmiðjanna flugrita úkraínsku þotunnar sem fórst í nótt skömmu eftir flugtak frá Teheran. Íranska fréttastofan Mehr hefur þetta eftir yfirmanni írönsku flugmálastofnunarinnar.
08.01.2020 - 13:14
Erlent · Asía · flugslys
Farþegaþota með 100 innanborðs fórst í Kasakstan
Minnst fjórtán fórust þegar farþegaþota með eitt hundrað manns innanborðs hrapaði nærri flugvellinum í borginni Almaty í Kasakstan í nótt. Borgaryfirvöld í Almaty staðfesta þetta og segja sautján til viðbótar hafa verið flutt á sjúkrahús með alvarlega og jafnvel lífshættulega áverka. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak, Unnið er að björgunarstarfi og því ekki ljóst hvort fleiri létu lífið og þá hve mörg.
27.12.2019 - 04:07
Myndskeið
Segja Boeing hafa smíðað fljúgandi líkkistur
Starfsmaður Boeing viðraði áhyggjur sínar af búnaði 737 MAX 8 flugvélanna í tölvupósti árið 2015. Áhyggjurnar snéru að búnaðinum sem varð til þess að tvær vélar hröpuðu og allir um borð fórust. Þingmenn öldungardeilar Bandaríkjaþings saka Boeing um að hafa smíðað fljúgandi líkkistur.
30.10.2019 - 22:23
Vél, áður í eigu FÍ, lenti í flugslysi í Kenía
Tveir slösuðust þegar Fokker 50 farþegaflugvél keníska flugfélagsins Silverstone Air fór af flugbraut við flugtak á Wilson-flugvelli í Nairobi, höfuðborg Kenía, í morgun. Alvarlegt flugatvik varð árið 2007 þegar nauðlenda þurfti vélinni, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, á Egilsstaðaflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
11.10.2019 - 16:13
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flugslys · Kenía · Afríka · flug
F-16 orrustuþota hrapaði í Þýskalandi
Orrustuþota frá bandaríska flughernum, af gerðinni F-16, hrapaði í dag í skóglendi nálægt borginni Trier í suðvesturhluta Þýskalands. Flugmanninum tókst að skjóta sér út áður en vélin féll til jarðar. Enn liggur ekki fyrir, að sögn þýsku fréttastofunnar dpa, hvort hann slapp ómeiddur. Bandaríkjaher er með allnokkrar herstöðvar í Þýskalandi. Þeirra á meðal er Ramstein herstöðin sem er í landshlutanum þar sem slysið varð í dag.
08.10.2019 - 15:42
Flugmaðurinn útskrifaður af spítala
Flugmaðurinn sem brotlenti á toppi Skálafells í gær var útskrifaður af Landspítalanum í dag. Það þykir mikil mildi að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, slasaðist ekki meira en raun ber vitni. Hann gekk rúman kílómetra frá flaki vélarinnar áður en þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann.
18.09.2019 - 18:10
Flugmaðurinn gekk rúman kílómetra frá flakinu
Flugmaðurinn sem brotlenti vél sinni á Skálafelli í gær gekk rúman kílómetra frá flaki vélarinnar að þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann var kominn um borð tæpum klukkutíma eftir að neyðarkall barst. Hann er með áverka á andliti og fæti og ræddi rannsóknarnefnd samgönguslysa stuttlega við hann í gær.
18.09.2019 - 12:00
Lést í flugslysi undan Spánarströnd
Flugkennari hjá spænska hernum lést í dag þegar flugvél hans fórst undan suðausturströnd Spánar, í grennd við ferðamannabæinn La Manga. Kennaranum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hafnaði í sjónum. Ekki er ljóst hvað olli því að hann lét lífið. Flugvélin var af gerðinni C-101, sem spænski flugherinn notar við listflugsýningar.
26.08.2019 - 13:09
Erlent · Evrópa · Spánn · flugslys
15 létust í flugslysi í Pakistan
Björgunarfólk hefur fundið 15 lík eftir að flugvél pakistanska hersins brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Rawalpindi í Pakistan. Fimm voru í áhöfn vélarinnar og létust allir. Tíu manns á jörðu niðri fórust.
30.07.2019 - 01:55
Erlent · Asía · Pakistan · flugslys
Eþíópíumenn birta skýrslu um flugslys
Bráðabirgðaskýrsla um orsök flugslyssins í Eþíópíu í síðasta mánuði verður gefin út í dag, að sögn eþíópískra stjórnvalda. Þá fórst farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og með henni 157 manns nokkrum mínútum eftir flugtak í höfuðborginni Addis Ababa. Slysið og annað svipað í Indónesíu nokkrum mánuðum áður varð til þess að allar þotur þessarar gerðar voru kyrrsettar.
01.04.2019 - 09:46
Myndskeið
Flugritarnir rannsakaðir í Evrópu
Flugritar úr þotunni sem fórst skömmu eftir flugtak í Eþíópíu á sunnudag verða sendir til rannsóknar í Evrópu. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni flugfélagsins Ethiopian Airlines að enn sé ekki búið að ákveða hvar þeir verði skoðaðir. Áður hafði verið greint frá því að ekki væri til tækjabúnaður í Eþíópíu til að vinna verkið. Að líkindum liggur fyrir á morgun hverjum verður falið að rannsaka flugritana.
13.03.2019 - 13:27
Myndskeið
Enginn komst lífs af
Enginn komst lífs af þegar Boeing-þota hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Eþíópíu í morgun. Hjá Icelandair er fylgst grannt með rannsókn á tildrögum slyssins - en flugfélagið er með þrjár vélar sömu gerðar í notkun.
10.03.2019 - 18:59
Farþegar frá 32 ríkjum fórust í flugslysi
Flugstjóri eþíópísku farþegaþotunnar sem hrapaði í morgun með 157 manns innanborðs hafði óskað eftir leyfi til að snúa vélinni við skömmu eftir flugtak vegna vandræða með vélina. Hann hafði fengið leyfi frá flugturninum í Addis Ababa til að lenda. Vélin tók á loft um hálf níu að staðartíma í morgun en missti samband við flugturninn um sex mínútum síðar.
10.03.2019 - 13:59
Fimm létust í flugslysi í Kaliforníu
Fimm fórust þegar lítil flugvél hrapaði á bílastæði í Santa Ana í Kaliforníu í fyrr í dag. Allir sem létust voru um borð í vélinni og ekki er talið að neinn á jörðu niðri hafi slasast.
06.08.2018 - 00:20
Tuttugu fórust í flugslysi í Sviss
Tuttugu fórust í flugslysi í Sviss síðdegis í gær þegar tæplega áttatíu ára gömul flugvél hrapaði í fjalllendi í norðausturhluta landsins. Ekki er vitað um orsakir slyssins en vélin hrapaði lóðrétt til jarðar á miklum hraða.
05.08.2018 - 18:34
Erlent · Sviss · flugslys
Málmþreyta olli mannskæðu þyrluslysi
Málmþreyta var aðalástæða þess að þyrla hrapaði til jarðar með við vesturströnd Noregs skammt frá Bergen fyrir tveimur árum. 13 létust í slysinu.
05.07.2018 - 16:03
Lítil flugvél hrapaði í Mumbai
Fimm létu lífið þegar lítil flugvél hrapaði í dag niður á byggingarsvæði í þéttbýlu hverfi í Mumbai á Indlandi. Flugmennirnir og tveir farþegar létust, svo og maður sem átti leið framhjá á reiðhljóli í þann mund sem slysið varð.
28.06.2018 - 12:33
Erlent · Asía · Indland · flugslys
Óttast að yfir hundrað hafi farist í flugslysi
Óttast er að nær allir farþegar og áhöfn flugvélarinnar sem brotlenti á Havana á Kúbu í dag hafi farist. Þremur var bjargað úr flaki flugvélarinnar og er fólkið mikið slasað. 104 farþegar voru í vélinni og níu manna áhöfn.
18.05.2018 - 21:23
Erlent · Kúba · flugslys
Flugvél brotlenti á Kúbu
Flugvél brotlenti stuttu eftir flugtak á Jose Marte flugvellinum í Havana á Kúbu nú síðdegis. 104 farþegar voru í vélinni sem er af gerðinni Boeing 737. Ekki er ljóst um dauðsföll á þessari stundu. Sky fréttastofan greinir frá því að vélin hafi verið í innanlandsflugi og á vegum ríkisflugfélags Kúbu, Cubana de Avacion.
18.05.2018 - 17:45
Erlent · Kúba · flugslys