Færslur: flugslys

Rússnesk herflutningavél hrapaði skammt frá Moskvu
Fjórir fórust og fimm slösuðust þegar rússnesk herflutningavél hrapaði í borginni Ryasan, suðaustur af Moskvu, í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu héraðsyfirvalda. TASS-fréttastofan greinir frá.
24.06.2022 - 07:04
Sex fórust í þyrluslysi í Vestur-Virginíu
Sex manns fórust þegar þyrla hrapaði í sunnanverðri Vestur Virginíu í Bandaríkjunum á miðvikudag. Greint er frá þessu í fjölmiðlum vestra. Haft er eftir Sonyu Porter, starfandi framkvæmdastjóra almannavarna í Logan-sýslu, þar sem þyrlan hrapaði, að sex hafi verið um borð og enginn komist lífs af.
23.06.2022 - 03:02
Herflugvél brotlenti nálægt landamærum Mexíkó
Herflugvél bandaríska hersins brotlenti í eyðimörk í suðurhluta Kaliforníu fyrir skömmu, á landssvæði sem er um 35 kílómetrum frá landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Engar upplýsingar um manntjón liggja fyrir að svo stöddu.
08.06.2022 - 23:20
Erlent · Bandaríkin · Her · flugslys
Tuttugu og tvö lík fundin eftir flugslys í Nepal
Björgunarsveitir í Nepal hafa fundið lík allra sem voru um borð í flugvél sem hrapaði í Himalajafjöllum í fyrradag. Tuttugu og tveir voru í vélinni.
31.05.2022 - 04:25
Flak nepölsku flugvélarinnar fundið
Leitarmenn hafa fundið flak lítillar farþegaflugvélar sem hvar af ratsjám í Nepal í gær. Fjórtán lík hafa fundist. Veður er afar slæmt þar sem vélin fannst.
30.05.2022 - 04:50
Lítillar flugvélar með 22 um borð saknað í Nepal
Lítillar farþegaflugvélar með 22 manneskjur um borð er saknað í Nepal eftir að hún hvarf af ratsjám og allt samband rofnaði við hana á sunnudagsmorgun. Talsmaður flugfélagsinsTara Air greindi frá þessu.
29.05.2022 - 07:33
Erlent · Asía · Nepal · flugslys
Fimm létust í flugslysi í Frönsku Ölpunum
Fimm manns, þar af fjórir úr sömu fjölskyldunni, létust þegar flugvél þeirra fórst í Frönsku Ölpunum í dag.
21.05.2022 - 20:32
Sluppu með skrekkinn þegar eldur kviknaði í farþegaþotu
Allir komust lífs af þegar eldur kviknaði í farþegaþotu kínverska flugfélagsins Tibet Airlines í morgun, eftir að vélin rann út af flugbraut á flugvellinum í Tjongking í Suðvestur-Kína. 113 farþegar og níu manna áhöfn voru um borð í vélinni þegar slysið varð.
12.05.2022 - 05:23
Erlent · Asía · Samgöngumál · Kína · Tíbet · flugslys
Sjónvarpsfrétt
Orðlaus af gleði með íslensku fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn í Þórshöfn í gær, fyrir björgunarstörf eftir mannskætt flugslys sem varð fyrir 52 árum. Fyrrum lögreglumaður, sem var einn þeirra fyrstu sem heyrði af slysinu, segist orðlaus af þakklæti.
11.05.2022 - 19:47
Sjónvarpsfrétt
Vona að raftækin varpi ljósi á slysið
Tæpir þrír mánuðir eru liðnir frá því að flugvél með fjóra innanborðs fórst í Þingvallavatni. Vélin var í afar heillegu ástandi þegar hún var hífð upp úr vatninu í gær. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vonast til að raftæki sem fundust um borð geti varpað ljósi á slysið.
23.04.2022 - 18:41
Flakið af flugvélinni komið á þurrt land
Flak flugvélarinnar sem fórst í Þingvallavatni hefur verið híft upp úr vatninu og er komið á þurrt land. Mikill viðbúnaður hefur verið við vatnið í dag. 55 manns unnu að því að koma flakinu upp úr vatni 
22.04.2022 - 20:52
Aðgerðir að hefjast á Þingvallavatni
Lokaundirbúningur aðgerða við að hífa vélina sem fórst í Þingvallavatni í febrúar stendur nú yfir og aðgerðir hefjast um hádegið.
22.04.2022 - 08:19
Sex fórust í flugslysi á Haítí
Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil flugvél brotlenti í úthverfi höfuðborgar Haítí í gær. Vélin fórst skömmu eftir flugtak en hún var á leið frá höfuðborginni Port-au-Prince til bæjarins Jacmel í suðurhluta landsins. Forsætisráðherra landsins lýsir hryggð vegna slyssins.
21.04.2022 - 07:30
Flak flugvélarinnar TF-ABB híft úr Þingvallavatni
Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp úr Þingvallavatni á föstudag, gangi áætlanir lögreglunnar á Suðurlandi eftir. Fjórir fórust með flugvélinni í byrjun febrúar.
20.04.2022 - 12:08
China Eastern hefja flug á Boeing 737-800 á ný
China Eastern Airlines hóf að fljúga Boeing 737-800 flugvélum á ný í dag, sunnudag, aðeins nokkrum vikum eftir mannskætt flugslys. Slysið varð 132 að bana og kyrsetti 233 flugvélar af sömu gerð.
17.04.2022 - 11:03
Erlent · Asía · flugslys · flug · Kína
Duda hyggst leita réttar Pólverja vegna Katyn
Andrzej Duda forseti Póllands greindi frá því í dag að Pólverjar hygðust leita réttar síns vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi í apríl 1940. Þá myrtu sovéskar sveitir 22 þúsund Pólverja að skipun Jósefs Stalín.
Annar flugriti kínversku farþegaþotunnar fundinn
Annar flugriti, eða svokallaður svartur kassi, farþegaþotu kínverska flugfélagsins China Eastern fannst í nótt. Þotan hrapaði í fjalllendi sunnanvert Kína á mánudag og fórust allir þeir 132 sem voru um borð.
27.03.2022 - 04:00
Erlent · Asía · Kína · flugslys · Banaslys · Slysfarir · China Eastern
Allir um borð í vél China Eastern fórust
Allir þeir 132 sem voru um borð í flugvél China Eastern sem hrapaði í suðurhluta Kína á mánudag fórust í slysinu. Kínverskir ríkismiðlar greina frá þessu.
26.03.2022 - 14:43
Erlent · Kína · flugslys · flug · Slys
Rannsaka tildrög mannskæðs flugslyss í Kína
Rannsókn stendur yfir á tildrögum mannskæðs flugslyss í Kína, þegar 132 fórust. Flugvélin hrapaði skyndilega í fjalllendi nærri borginni Wuzhou á mánudag, skömmu áður en vélin átti að lækka flug. 
24.03.2022 - 04:23
Erlent · flugslys · Slysfarir · Kína
Fjórir fórust þegar herflugvél hrapaði í Norður-Noregi
Fjögurra manna áhöfn bandarískrar herflugvélar fórst þegar vélin hrapaði í fjalllendi í Norður-Noregi síðdegis í gær. Vélin, sem er af gerðinni V22 Osprey, tilheyrir bandaríska landgönguliðinu og tók þátt í umfangsmikilli heræfingu NATO í Norður-Noregi.
19.03.2022 - 23:01
Fundu lík orrustuflugmanns sem saknað var
Japanski flugherinn greindi frá því í morgun að fundist hefði lík annars tveggja úr áhöfn orrustuþotu sem hvarf fyrir hálfum mánuði. Þotan sem er af gerðinni McDonnell Douglas F-15 hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Komatsu-flugvelli 31. janúar.
13.02.2022 - 07:45
Erlent · Asía · Japan · orrustuþotur · flugslys
Sjónvarpsfrétt
Gætu þurft að bíða í mánuði með að ná upp flugvél
Beðið verður í vikur jafnvel mánuð með að ná flugvélinni upp sem fór í Þingvallavatn fyrir rúmri viku með fjóra innanborðs. Vatnið er allt ísilagt og daglega bætist ofan á ísinn. Það var vandasamt verk að stýra kafbáti með griparmi í aðgerðum á Þingvallavatni í gær. Kafari sem stýrði bátnum segir mikinn leir á botni vatnsins sem hafi gruggast við minnstu hreyfingu.
Viðtal
Nota kafbát til að sækja hina látnu í Þingvallavatni
Um sextíu manns vinna að því við Þingvallavatn að ná flugvélinni TF-ABB og líkum mannanna fjögurra sem fórust með henni á fimmtudaginn, upp úr vatninu. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, segir ætlunina að sækja lík mannanna áður en myrkur skellur á.
10.02.2022 - 17:59
Enginn um borð í vélinni á botni Þingvallavatns
Enginn er um borð í flugvélinni sem hrapaði í Þingvallavatn á fimmtudag og liggur á botni vatnsins. Leit verður því haldið áfram í vatninu á sunnudag. Þetta kemur fram á heimasíðu lögreglunnar. Þar segir að leit með kafbáti í Þingvallavatni síðdegis á laugardag hafi leitt í ljós að enginn þeirra fjögurra sem í vélinni voru sé lengur um borð. Ljóst þykir að fólkið hafi komist út úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu, um einn kílómetra frá landi.
05.02.2022 - 22:13
Sjónvarpsfrétt
Þurfa að bíða til miðvikudags með að ná flugvélinni upp
Flugvélin sem fór í Þingvallavatn á fimmtudag er á 48 metra dýpi og er um 1,8 kílómetra frá landi, þaðan sem leitarbátar voru settir á flot í gær. Vegna veðurs þarf að bíða til miðvikudags með að ná í vélina. „Köfun niður á 48 metra dýpi ein og sér er hættuleg. Það þarf að gæta að þrýstingi sem kafararnir verða fyrir. Vatnið er núll til ein gráða og um leið og hægir og frystir þá er það fljótt að leggja. Þannig menn eru mögulega að kafa undir ís og krapi,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.