Færslur: flugslys

Fimm fórust í flugslysi í Frakklandi
Enginn lifði af flugslys sem varð í vesturhluta Frakklands í dag. Fisflugvél sem bar tvo farþega og lítil farþegavél með þrennt innanborðs skullu saman yfir bænum Loches, með framangreindum afleiðingum.
10.10.2020 - 17:58
„Ég slasaðist mikið og var næstum dáinn“
Páll Stefánsson var aðstoðarflugmaður í Fokker Friendship flugvél Flugfélags Íslands sem fórst í Færeyjum 26. september 1970. Átta manns létust í slysinu, þeirra á meðal flugstjóri vélarinnar.
29.09.2020 - 11:40
Fljúgandi virki á klettarana við Gígjökul
Fjórir félagar fóru um helgina í leit að flaki bandarískrar herflugvélar sem brotlenti á norðanverðum Eyjafjallajökli árið 1944.
13.09.2020 - 13:39
Að minnsta kosti 17 týndu lífi í flugslysi á Indlandi
Að minnsta kosti 17 eru látin og fleiri en hundrað slasaðir eftir að farþegavél Air India Express hafnaði utan flugbrautar í borginni Kozhikode í suðurhluta Indlands í dag. Vélin flutti farþega sem höfðu orðið strandaglópar fjarri heimahögunum vegna kórónuveirufaraldursins.
07.08.2020 - 22:42
Viðtöl
20 ár frá Skerjafjarðarslysinu: „Alltaf erfiður dagur“
Tuttugu ár eru í dag frá mannskæðu flugslysi í Skerjafirði sem kostaði sex mannslíf. Kona sem missti son sinn í slysinu segist á hverju ári finna til með foreldrum sem bíða eftir að börnin þeirra skili sér heim eftir verslunarmannahelgi. 
07.08.2020 - 18:39
Ísilagt Þingvallavatn ekki ákjósanlegur lendingarstaður
Ekki var tilkynnt um nauðlendingu lítillar flugvélar af gerðinni I.C.P. Savannah S, TF-ASK, á Þingvallavatni í mars fyrr en vitni tilkynnti lögreglu um það fjórum og hálfum tíma eftir að vélin lenti og hlekktist á. Rannsókn samgönguslysa hefur lokið við bókun slyssins og er það mat hennar að aðstæður á Þingvallavatni hafi ekki verið ákjósanlegar til lendingar.
06.08.2020 - 10:11
Pakistanskt flugfélag í vanda
Flugáhöfnum pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airways (PIA) er nú gert að undirgangast áfengispróf áður en þær fá að stíga um borð í flugvélar flugfélagsins.
02.08.2020 - 06:39
Þrjú fórust er fisvél hrapaði á íbúðarhús
Þrjú létu lífið þegar fisflugvél hrapaði á fjölbýlishús í bænum Wesel, um 50 kílómetra norður af Düsseldorf síðdegis í dag. Tveir menn sem voru um borð í vélinni dóu í slysinu og ung kona sem bjó í risíbúð hússins lét einnig lífið. Eldur kviknaði í risíbúðinni þegar vélin skall á henni og er hún sögð gjörónýt. Hins vegar tókst að bjarga tveggja ára barni konunnar áður en eldurinn náði að breiðast út að ráði, og mun það aðeins hafa hlotið minniháttar áverka.
25.07.2020 - 22:49
Prófanir á Boeing 737 Max að hefjast
Áætlað er að prófanir á Boeing 737 Max þotna hefjist í Bandaríkjunum í dag. Slíkar vélar hafa ekki flogið með farþega síðan í mars í fyrra.
29.06.2020 - 04:35
Kyrrsetja 262 flugmenn
Yfirvöld í Pakistan hafa kyrrsett 262 flugmenn sem eru grunaðir um að hafa svindlað á flugprófum. Reuters fréttastofan greinir frá og segir leyfisveitingar til flugmanna nú vera til rannsóknar.
26.06.2020 - 18:45
Flak bandarískrar herþotu fundið
Breska strandgæslan fann síðdegis flak bandarískrar herþotu sem fórst á Norðursjó í morgun. Lík flugmannsins fannst nokkrum klukkustundum síðar. Þotan hafnaði í sjónum undan strönd Jórvíkurskíris. Hún tilheyrði bandarískri flugsveit sem hefur aðsetur í Lakenheath í Suffolk, við austurströnd Englands. Þotan var í hefðbundnu æfingaflugi þegar eitthvað fór úrskeiðis.
15.06.2020 - 17:22
Myndskeið
Segja tvo farþega hafa lifað flugslysið af
Óttast er að fáir hafi komist lífs af eftir að farþegaþota með um 100 manns um borð fórst í Karachi í Pakistan í morgun. Flugstjórinn sendi út neyðarkall skömmu áður en þotan hrapaði. Minnst 73 eru látin en heilbrigðisyfirvöld í Pakistan segja að tveir farþegar hafi komist lífs af.
22.05.2020 - 19:52
Erlent · Asía · Pakistan · flugslys · Airbus
Enginn komst lífs af í flugslysi í Pakistan
Enginn komst lífs af þegar farþegaþota frá Pakistan International Airlines fórst í dag í aðflugi við flugvöllinn í Karachi í Pakistan. Hún var að koma frá borginni Lahore. Þotan brotlenti í íbúðahverfi. Nokkur hús eyðilögðust.
22.05.2020 - 13:05
Erlent · Asía · flugslys · Pakistan
Farþegaflugvél fórst í Pakistan
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá pakistanska flugfélaginu Pakistan International Airlines fórst í dag skammt frá alþjóðaflugvellinum í Karachi. Hún var að koma frá borginni Lahore og brotlenti í íbúðahverfi.
22.05.2020 - 10:27
Úkraínumenn fá flugritana afhenta
Úkraínskir sérfræðingar fengu í dag afhenta flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði í Íran fyrr í vikunni. Þeir fá einnig aðgang að braki úr vélinni. Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu, greindi fréttamönnum frá þessu í Kænugarði síðdegis.
10.01.2020 - 17:48
Erlent · Evrópa · Úkraína · Íran · flugslys
Telja flugskeyti hafa grandað úkraínsku þotunni
Bandarískir embættismenn telja að íranskt flugskeyti hafi grandað úkraínsku farþegaþotunni sem fórst í Íran í fyrrinótt, nokkru eftir að flugskeytum var skotið þaðan á herstöðvar í Írak. Forsætisráðherra Bretlands krefst ítarlegrar rannsóknar á flugslysinu.
09.01.2020 - 17:39
Kanna hvort flugskeyti hafi grandað þotunni
Tugir úkraínskra sérfræðinga og embættismanna eru komnir til Írans til að taka þátt í rannsókn á ástæðum þess að úkraínsk farþegaþota fórst í landinu í fyrrinótt. Þeir vilja að meðal annars verði kannað hvort flugskeyti eða hryðjuverkaárás hafi grandað þotunni.
09.01.2020 - 12:16
Erlent · Asía · Íran · Úkraína · flugslys
Myndskeið
Íranar ætla ekki að afhenda flugritana
Flugmálayfirvöld í Íran ætla ekki að afhenda sérfræðingum Boeing flugvélasmiðjanna flugrita úkraínsku þotunnar sem fórst í nótt skömmu eftir flugtak frá Teheran. Íranska fréttastofan Mehr hefur þetta eftir yfirmanni írönsku flugmálastofnunarinnar.
08.01.2020 - 13:14
Erlent · Asía · flugslys
Farþegaþota með 100 innanborðs fórst í Kasakstan
Minnst fjórtán fórust þegar farþegaþota með eitt hundrað manns innanborðs hrapaði nærri flugvellinum í borginni Almaty í Kasakstan í nótt. Borgaryfirvöld í Almaty staðfesta þetta og segja sautján til viðbótar hafa verið flutt á sjúkrahús með alvarlega og jafnvel lífshættulega áverka. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak, Unnið er að björgunarstarfi og því ekki ljóst hvort fleiri létu lífið og þá hve mörg.
27.12.2019 - 04:07
Myndskeið
Segja Boeing hafa smíðað fljúgandi líkkistur
Starfsmaður Boeing viðraði áhyggjur sínar af búnaði 737 MAX 8 flugvélanna í tölvupósti árið 2015. Áhyggjurnar snéru að búnaðinum sem varð til þess að tvær vélar hröpuðu og allir um borð fórust. Þingmenn öldungardeilar Bandaríkjaþings saka Boeing um að hafa smíðað fljúgandi líkkistur.
30.10.2019 - 22:23
Vél, áður í eigu FÍ, lenti í flugslysi í Kenía
Tveir slösuðust þegar Fokker 50 farþegaflugvél keníska flugfélagsins Silverstone Air fór af flugbraut við flugtak á Wilson-flugvelli í Nairobi, höfuðborg Kenía, í morgun. Alvarlegt flugatvik varð árið 2007 þegar nauðlenda þurfti vélinni, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, á Egilsstaðaflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
11.10.2019 - 16:13
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flugslys · Kenía · Afríka · flug
F-16 orrustuþota hrapaði í Þýskalandi
Orrustuþota frá bandaríska flughernum, af gerðinni F-16, hrapaði í dag í skóglendi nálægt borginni Trier í suðvesturhluta Þýskalands. Flugmanninum tókst að skjóta sér út áður en vélin féll til jarðar. Enn liggur ekki fyrir, að sögn þýsku fréttastofunnar dpa, hvort hann slapp ómeiddur. Bandaríkjaher er með allnokkrar herstöðvar í Þýskalandi. Þeirra á meðal er Ramstein herstöðin sem er í landshlutanum þar sem slysið varð í dag.
08.10.2019 - 15:42
Flugmaðurinn útskrifaður af spítala
Flugmaðurinn sem brotlenti á toppi Skálafells í gær var útskrifaður af Landspítalanum í dag. Það þykir mikil mildi að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, slasaðist ekki meira en raun ber vitni. Hann gekk rúman kílómetra frá flaki vélarinnar áður en þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann.
18.09.2019 - 18:10
Flugmaðurinn gekk rúman kílómetra frá flakinu
Flugmaðurinn sem brotlenti vél sinni á Skálafelli í gær gekk rúman kílómetra frá flaki vélarinnar að þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann var kominn um borð tæpum klukkutíma eftir að neyðarkall barst. Hann er með áverka á andliti og fæti og ræddi rannsóknarnefnd samgönguslysa stuttlega við hann í gær.
18.09.2019 - 12:00
Lést í flugslysi undan Spánarströnd
Flugkennari hjá spænska hernum lést í dag þegar flugvél hans fórst undan suðausturströnd Spánar, í grennd við ferðamannabæinn La Manga. Kennaranum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hafnaði í sjónum. Ekki er ljóst hvað olli því að hann lét lífið. Flugvélin var af gerðinni C-101, sem spænski flugherinn notar við listflugsýningar.
26.08.2019 - 13:09
Erlent · Evrópa · Spánn · flugslys