Færslur: flugslys

Heimsglugginn: Úlfúð og illindi í alþjóðasamskiptum
Úlfúð og illindi ríkja nú víða í alþjóðasamskiptum. Rússar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington eftir að Bandaríkjaforseti svaraði játandi spurningu um hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri morðingi. Þá sökuðu Bandaríkjamenn Rússa um afskipti af kosningunum vestra í fyrra. Í Evrópu ganga hnútur á milli Breta og Evrópusambandsins.
Níu fórust í þyrluslysi í Tyrklandi
Níu tyrkneskir hermenn létust og fjórir slösuðust þegar þyrla sem þeir ferðuðust með fórst í dag í héraðinu Bitlis í suðausturhluta Tyrklands. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti landsins segir að samband við þyrluna hafi rofnað hálfri klukkustund eftir að hún hóf sig á loft. Leit hófst þegar í stað með flugvél, þyrlu og nokkrum drónum. Ekkert hefur verið gefið upp um hugsanlega ástæðu slyssins.
04.03.2021 - 16:43
Erlent · Asía · Tyrkland · flugslys
Boeing-777 vélar kyrrsettar vegna atviksins í Denver
Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að kyrrsetja allar 24 Boeing-777 farþegaþotur sínar, sem útbúnar eru samskonar hreyflum og vélin sem nauðlenda þurfti í Denver í gær. Japönsk flugmálayfirvöld tilkynntu í gær tímabundið flugbann véla með slíka hreyfla.
22.02.2021 - 01:50
Náðu flugrita upp á yfirborðið
Köfurum tókst í dag að ná í annan flugrita Boeing farþegaþotunnar sem fórst á Javahafi á laugardag, skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Það var ferðritinn svonefndi sem þeir náðu. Hann skráir ýmsar tæknilegar upplýsingar meðan á flugferð stendur, svo sem flughraða og hæð.  
12.01.2021 - 14:15
Tæki notað til staðsetningar svarta kassans í ólagi
Tæki það sem indónesískir leitarmenn beita til að finna svörtu kassa Boeing-þotu Sriwijaya flugfélagsins sem fórst í Java-hafi á laugardag, er bilað.
12.01.2021 - 06:23
Erlent · Indónesía · flugslys · Boeing · Banaslys · Asía · Flugvél
Svörtu kassar indóneskísku þotunnar fundnir
Kafarar hafa fundið svarta kassa Boeing 737-500 þotu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air sem hrapaði í sjóinn skammt frá Jakarta í gærmorgun. Rannsakendur vinna nú að bera kennsl á lík þeirra sem fundist hafa í hafinu.
11.01.2021 - 03:24
Flak indónesísku flugvélarinnar staðsett
Leit stendur enn yfir að flaki flugvélar indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air sem hrapaði í sjóinn skammt frá Jakarta í gærmorgun, um fjórum mínútum eftir að hún tók á loft þaðan. Talið er víst hvar það er, en boð berast frá svörtum kössum vélarinnar semr fundust í morgun.
10.01.2021 - 11:57
Hafa fundið líkamsleifar og brak úr vélinni sem fórst
Björgunarsveitir hafa fundið líkamsleifar og brak úr farþegaþotu indónesíska flugfélagsins Sriwijaya, sem hrapaði í Javahaf skammt undan ströndum höfuðborgarinnar Jakarta í gær. Þá hafa leitarmenn numið boð frá neyðarsendi vélarinnar og er flaksins leitað út frá þeim. 
10.01.2021 - 07:07
62 talin af eftir að farþegaþota hrapaði við Jakarta
Farþegaþota með 62 manns innanborðs er talin hafa hrapað í hafið skömmu eftir flugtak í Jakarta á laugardag dag. Gögn flugumferðarstjórnar sýna að vélin, 26 ára gömul Boeing 737-500 vél frá flugfélaginu Sriwijaya, tók snarpa dýfu um það bil fjórum mínútum eftir að hún tók á loft frá Soekarno-Hatta-alþjóðaflugvellinum í Jakarta.
09.01.2021 - 23:14
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala í sektir og bætur
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fallist á að greiða ríflega 2,5 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur 316 milljörðum íslenskra króna, í bætur og sektir fyrir að hafa leynt upplýsingum um ástand 737 MAX flugvélanna eftir tvö mannskæð flugslys.
08.01.2021 - 06:22
Telja Boeing 737 Max mjög öruggan farkost
Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA), segir líklegt að stofnunin meti að öryggi Boeing 737 Max sé tryggt. Mikil áhersla hafi verið lögð á að meta í hörgul þær breytingar sem framleiðandinn hefur gert á vélunum.
21.12.2020 - 04:17
Viðtal
Rankaði við sér ofan á neyðarútgangshurð úti í skógi
„Ég horfi á stóran eld og upp úr eldinum gnæfir flugmannsklefinn. Ég hugsa: Strákarnir eru allir dánir, það lifir enginn þetta.“ Svona rifjar Oddný Björgólfsdóttir flugfreyja upp mannskætt flugslys á Sri Lanka árið 1978.
14.12.2020 - 10:22
Styttist í fyrsta farþegaflug með Boeing 737 MAX
Boeing 737 MAX þoturnar færast nær því að verða teknar í almenna notkun. Blaðamönnum var fyrr í dag boðið í fimmtíu mínútna tilraunaflug með slíkri frá Dallas í Texas til Tulsa í Oklahóma. Þotan var frá American Airlines og lenti í ókyrrð í fluginu að sögn fréttamanns AFP fréttastofunnar.
03.12.2020 - 00:38
Boeing 737 MAX fær ekki flugleyfi í Kína
Kínversk flugmálayfirvöld eru ekki tilbúin að heimila farþegaflug með Boeing 737 MAX þotum. Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna heimilaði notkun flugvélanna að nýju fyrr í vikunni, tuttugu mánuðum eftir að þær voru kyrrsettar eftir tvö flugslys.
20.11.2020 - 06:08
Erlent · Kína · Bandaríkin · Boeing · 737 Max · Flugmál · flugslys · Flugöryggi
Eldsneytisskortur og lítil flugreynsla talin orsökin
Eldsneytisskortur til hreyfla, mögulegt reynsluleysi flugmanna á tiltekna tegund flugvéla og skortur á eldsneytisútreikningum urðu til þess að flugvél brotlenti við flugvöllinn í Múlakoti þannig að þrír létust og tveir slösuðust alvarlega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Engu eldsneyti var bætt á vélina á þeim stöðum sem vélinni var lent daginn sem slysið varð.
16.11.2020 - 12:26
Fimm fórust í flugslysi í Frakklandi
Enginn lifði af flugslys sem varð í vesturhluta Frakklands í dag. Fisflugvél sem bar tvo farþega og lítil farþegavél með þrennt innanborðs skullu saman yfir bænum Loches, með framangreindum afleiðingum.
10.10.2020 - 17:58
„Ég slasaðist mikið og var næstum dáinn“
Páll Stefánsson var aðstoðarflugmaður í Fokker Friendship flugvél Flugfélags Íslands sem fórst í Færeyjum 26. september 1970. Átta manns létust í slysinu, þeirra á meðal flugstjóri vélarinnar.
29.09.2020 - 11:40
Fljúgandi virki á klettarana við Gígjökul
Fjórir félagar fóru um helgina í leit að flaki bandarískrar herflugvélar sem brotlenti á norðanverðum Eyjafjallajökli árið 1944.
13.09.2020 - 13:39
Að minnsta kosti 17 týndu lífi í flugslysi á Indlandi
Að minnsta kosti 17 eru látin og fleiri en hundrað slasaðir eftir að farþegavél Air India Express hafnaði utan flugbrautar í borginni Kozhikode í suðurhluta Indlands í dag. Vélin flutti farþega sem höfðu orðið strandaglópar fjarri heimahögunum vegna kórónuveirufaraldursins.
07.08.2020 - 22:42
Viðtöl
20 ár frá Skerjafjarðarslysinu: „Alltaf erfiður dagur“
Tuttugu ár eru í dag frá mannskæðu flugslysi í Skerjafirði sem kostaði sex mannslíf. Kona sem missti son sinn í slysinu segist á hverju ári finna til með foreldrum sem bíða eftir að börnin þeirra skili sér heim eftir verslunarmannahelgi. 
07.08.2020 - 18:39
Ísilagt Þingvallavatn ekki ákjósanlegur lendingarstaður
Ekki var tilkynnt um nauðlendingu lítillar flugvélar af gerðinni I.C.P. Savannah S, TF-ASK, á Þingvallavatni í mars fyrr en vitni tilkynnti lögreglu um það fjórum og hálfum tíma eftir að vélin lenti og hlekktist á. Rannsókn samgönguslysa hefur lokið við bókun slyssins og er það mat hennar að aðstæður á Þingvallavatni hafi ekki verið ákjósanlegar til lendingar.
06.08.2020 - 10:11
Pakistanskt flugfélag í vanda
Flugáhöfnum pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airways (PIA) er nú gert að undirgangast áfengispróf áður en þær fá að stíga um borð í flugvélar flugfélagsins.
02.08.2020 - 06:39
Þrjú fórust er fisvél hrapaði á íbúðarhús
Þrjú létu lífið þegar fisflugvél hrapaði á fjölbýlishús í bænum Wesel, um 50 kílómetra norður af Düsseldorf síðdegis í dag. Tveir menn sem voru um borð í vélinni dóu í slysinu og ung kona sem bjó í risíbúð hússins lét einnig lífið. Eldur kviknaði í risíbúðinni þegar vélin skall á henni og er hún sögð gjörónýt. Hins vegar tókst að bjarga tveggja ára barni konunnar áður en eldurinn náði að breiðast út að ráði, og mun það aðeins hafa hlotið minniháttar áverka.
25.07.2020 - 22:49
Prófanir á Boeing 737 Max að hefjast
Áætlað er að prófanir á Boeing 737 Max þotna hefjist í Bandaríkjunum í dag. Slíkar vélar hafa ekki flogið með farþega síðan í mars í fyrra.
29.06.2020 - 04:35
Kyrrsetja 262 flugmenn
Yfirvöld í Pakistan hafa kyrrsett 262 flugmenn sem eru grunaðir um að hafa svindlað á flugprófum. Reuters fréttastofan greinir frá og segir leyfisveitingar til flugmanna nú vera til rannsóknar.
26.06.2020 - 18:45