Færslur: Flugmenn

Samningafundur í deilu Bláfuglsflugmanna á morgun
Verkfall ellefu flugmanna hjá Bláfugli hófst á miðnætti í fyrrakvöld. Flugmennirnir eru félagsmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Flugfélagið hefur ráðið verktakaflugmenn í staðinn, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir að sé skýrt verfallsbrot. Samningafundur hefur verið boðaður á morgun.
02.02.2021 - 17:43
Uppsagnir 68 flugmanna taka gildi um áramótin
Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin og félagið hefur ákveðið að draga þær ekki til baka. Þetta kom fram á upplýsingafundi sem Icelandair hélt með flugmönnum seinnipartinn í gær. Turisti.is greindi frá.
16.12.2020 - 22:39
Icelandair segir upp 88 starfsmönnum
Icelandair Group hefur sagt 88 starfsmönnum upp störfum frá og með 1. október næstkomandi. Stærstur hluti þess hóps eru flugmenn eða 68 manns, en að auki er um að ræða 20 starfsmenn af ýmsum sviðum fyrirtækisins.
29.09.2020 - 20:29
Norræna flutningamannasambandið gagnrýnir Icelandair
Norræna flutningamannasambandið (NTF) gagnrýnir harðlega framgöngu Icelandair í garð Flugfreyjufélags Íslands. Í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag furðar það sig á því að Icelandair hafi tilkynnt um uppsagnir flugfreyja með stuttum fyrirvara og að flugmenn myndu ganga í þeirra störf.