Færslur: Flugfreyjur

Flugfreyjur miða við lífskjarasamninginn
Fresta þurfti fundi Flugfreyjufélags Íslands með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins sem boðaður hafði verið hjá ríkissáttasemjara í morgun.
04.09.2019 - 16:19
Icelandair fær frest hjá Félagsdómi
Flugfélagið Icelandair fékk í gær vikufrest hjá dómsformanni Félagsdóms til þess að skila greinargerð í máli Flugfreyjufélags Íslands gegn flugfélaginu.
08.11.2018 - 16:11
Gróft brot á kjarasamningi segir formaðurinn
Ákvörðun Icelandair að banna flugfreyjum að vinna í hlutastarfi er gróft brot á kjarasamningi við Flugfreyjufélag Íslands, segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður. Félagið ætlar að stefna Icelandair fyrir Félagsdómi. 
20.09.2018 - 12:20
Flugfreyjufélagið hyggst stefna Icelandair
Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group segir að félagið leiti allra leiða til að minnka kostnað og ákvörðun félagsins um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf sé liður í því. Flugfreyjufélag Íslands telur þetta brot á kjarasamningi og er að undirbúa stefnu til Félagsdóms vegna þessa.
20.09.2018 - 08:41
Flugfreyjur WOW semja á ný
Flugfreyjufélag Íslands undirritaði í nótt nýjan kjarasamning við flugfélagið WOW air. Samningurinn gildir til 29. febrúar 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á næstu dögu, að því er segir í tilkynningu frá Flugfreyjufélaginu.
21.02.2018 - 09:55
Flugfreyjur kjósa um verkfall hjá Primera
Flugfreyjufélag Íslands hefur efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfall um borð í vélum Primera Air til að knýja á um að flugfélagið geri kjarasamning við flugliða sem hafa starfsstöð á Íslandi. Primera er sakað um löglaus og siðlaus undirboð á markaði. Formaður Flugfreyjufélagsins segir að erindum þess til Primera vegna málsins undanfarin tvö ár hafi ekki verið svarað.
30.04.2017 - 15:22
Af spítalanum í flugið: Betri kjör, meiri tími
„Landspítalinn er í raun að þjálfa upp frábæra starfsmenn fyrir flugið.“ Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem nýlega gerðist flugfreyja. Hún er langt því frá sú eina. Árið 2014 fór fimmtungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga að starfa við flugþjónustu. Formaður félags hjúkrunarfræðinga telur að hjúkrunarfræðingar sæki nú í auknum mæli í flugið.
21.06.2016 - 19:25
  •