Færslur: Flugfreyjufélag Íslands

Play verður að semja, segir forseti ASÍ
Forseti ASÍ telur það ekki spurningu hvort heldur hvenær nýja flugfélagið Play verði að ganga til samninga við Flugfreyjufélag Íslands.
25.06.2021 - 12:36
Mál flugfreyja fyrir Félagsdóm — bíða endurráðningar
Fyrirtaka verður í Félagsdómi í dag í máli Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair, en ágreiningur er um hvort fara hefði átt eftir starfsaldri við endurráðningar flugfreyja sem sagt var upp í fyrravor og voru síðan ráðnar aftur síðasta sumar. Deilan snýst um hvort um sé að ræða afturköllun uppsagna eða endurráðningu, í kjarasamningi flugfreyja er ákvæði um að fara eigi eftir starfsaldri við hópuppsögn og formaður félagsins segir að sterk hefð sé fyrir því sé að fylgja því við endurráðningar.
09.02.2021 - 13:37
Harma uppsagnir í miðjum kjaraviðræðum
Icelandair, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands harma þau viðbrögð Icelandair, með stuðningi SA, að segja upp öllum starfandi flugfreyjum og flugþjónum í júlí, þegar kjaraviðræður þeirra stóðu yfir. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu.
Myndskeið
Drífa: Þetta er aðför að grunngildum
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir að aðför hafi verið gerð að grunngildum á íslenskum vinnumarkaði í kjaradeilu Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands. ASÍ undirbýr nú mál fyrir Félagsdómi gegn Samtökum atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir málsóknina ekki koma á óvart og segir lög um vinnudeilur úrelt. 
Norræna flutningamannasambandið gagnrýnir Icelandair
Norræna flutningamannasambandið (NTF) gagnrýnir harðlega framgöngu Icelandair í garð Flugfreyjufélags Íslands. Í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í dag furðar það sig á því að Icelandair hafi tilkynnt um uppsagnir flugfreyja með stuttum fyrirvara og að flugmenn myndu ganga í þeirra störf.
Fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna
Evrópska flutningamannasambandið (ETF) fordæmir framgöngu Icelandair og flugmanna flugfélagsins í garð flugfreyja. Sambandið gagnrýnir harðlega að flugmenn félagsins hafi ekki hafnað því að þeir myndu ganga í störf flugfreyja þegar flugfreyjum var sagt upp fyrr í mánuðinum.
Flugfreyjur funda með lögfræðingum vegna endurráðninga
Icelandair sendi í gær og fyrradag bréf til hóps flugfreyja þar sem þeim var boðin endurráðning. Nokkur ólga er þó meðal flugfreyja vegna þess að fyrirtækið fór ekki aðeins eftir starfsaldri við endurráðningarnar, sem þær telja brjóta í bága við ákvæði þess efnis í kjarasamningi.
29.07.2020 - 12:07
Stórt verkefni að endurbyggja traust
Stjórnenda Icelandair bíður það stóra verkefni að endurbyggja traust á milli sín og starfsmanna félagsins. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að það, að félagar í Flugfreyjufélagi Íslands hafi samþykkt kjarasamning sinn við Icelandair, væri mikilvægur liður í átt að hlutafjárútboði félagsins.
Viðtal
„Það besta í ömurlegri stöðu“
„Við horfðum á þetta sem svo að þetta sé það besta í ömurlegri stöðu. Hér höfum við eitthvað um kaup okkar og kjör til framtíðar að segja og í leiðinni erum við að standa vörð um stéttarfélag okkar.“ Þetta sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við fréttastofu nú síðdegis.
27.07.2020 - 16:45
Flugfreyjur samþykktu kjarasamning
Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Icelandair ehf.
27.07.2020 - 12:56
Ekki afturkallaðar fyrr en eftir atkvæðagreiðslu
Enn liggur ekki fyrir hvort uppsagnir þeirra flugfreyja Icelandair, sem eiga að taka gildi um næstu mánaðamót, verða afturkallaðar. Rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands fyrir hönd flugfreyja hjá Icelandair lýkur á hádegi á morgun. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður félagsins segist fullviss um að Icelandair muni ekki taka ákvörðun um uppsagnirnar fyrr en niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.
Atkvæðagreiðsla félagsmanna FFÍ hófst í dag
Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands um nýjan kjarasamning hófst að hádegi í dag. Ritari félagsins staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á mánudag.
22.07.2020 - 14:18
Myndskeið
Hegðun Icelandair í engu samræmi við lög á vinnumarkaði
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ segir að sú ákvörðun Icelandair að segja upp öllum flugfreyjum sínum í Flugfreyjufélagi Íslands og tilkynna um að samið verði við annað stéttarfélag sé í engu samræmi við lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Óheimilt sé að beita uppsögnum til að hafa áhrif á afstöðu fólks í vinnudeilum.
Óvíst um endurráðningar flugfreyja
Uppsagnarfrestur um 90% þeirra 900 flugfreyja Icelandair sem sagt var upp í lok apríl rennur út núna um mánaðamótin. Ekki liggur fyrir hvort eða hversu margar uppsagnir verða dregnar til baka. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að það liggi í augum uppi að draga þurfi hluta uppsagnanna til baka.
„Nú er þetta í höndum félagsmanna“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að hljóðið sé þungt í félagsmönnum eftir atburðarás síðustu daga. Hún er þó bjartsýn um að félagsmenn samþykki nýjan kjarasamning. Stjórnendur Icelandair tilkynntu á föstudag að félagið myndi hætta viðræðum við Flugfreyjufélagið og leita á önnur mið eftir samningum. Öllum flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp störfum.
20.07.2020 - 13:37
Viðtal
Fagnar því að kjaradeilan leystist við samningaborðið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að kjaradeila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafi verið leyst við samningaborðið. Hún segist hafa verið í samskiptum við ríkissáttasemjara en ekki hafa rætt beint við forstjóra Icelandair. Katrín segir að fyrirheit um aðstoð við Icelandair hafi byggt á því að það væri flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem hefði íslenska kjarasamninga á íslenskum markaði.
19.07.2020 - 18:40
Óttast að átök föstudagsins geti haft áhrif áfram
Forseti Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagna kjarasamningi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sem var undirritaður í nótt. Forseti ASÍ óttast að yfirlýsingar föstudagsins eigi eftir að hafa afleiðingar, enda hafi Icelandair farið ansi langt í að sniðganga viðsemjendur sína. Framkvæmdastjóri SA segir að stjórnvöld hafi engan þrýstingi beitt hvorki Icelandair né SA.
19.07.2020 - 17:03
Myndskeið
Sameiginleg ástríða landaði samningnum
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist hafi skynjað sameiginlega ástríðu forystumanna Icelandair og flugfreyja fyrir fyrirtækinu og það hafi landað samningnum sem undirritaður var í nótt.
Samningur flugfreyja og Icelandair í höfn
Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa undirritað nýjan kjarasamning.
19.07.2020 - 02:24
Funda ennþá stíft hjá sáttasemjara
Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sitja enn á fundi og er Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, meðal þeirra sem fundinn sitja. 
18.07.2020 - 21:54
Myndskeið
Flugfreyjur og Icelandair boðuð á fund
Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands á samningafund nú undir kvöld. Samninganefndirnar eru nú í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í Reykjavík, en meðal þeirra sem sitja fundinn er Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
18.07.2020 - 18:20
Allsherjarverkfall misráðin aðgerð, segir Lára V.
Lára V. Júlíusdóttir lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir allsherjarvinnustöðvun sem Flugfreyjufélag Íslands ætli að greiða atkvæði um sé mjög misráðin. Hún geti orðið tvíbent vopn sem Samtök atvinnulífsins gætu nýtt sér til að semja við aðra. Þá sér hún ekki fyrir sér að hugsanleg samúðarverkföll yrðu almennt liðin í því ástandi sem nú sé uppi. 
Flugmenn Icelandair á upprifjunarnámskeið um öryggismál
Sex til átta flugmenn verða um borð í flugvélum Icelandair frá mánudegi. Flugrekstrarstjóri félagsins segir þá hafa alla öryggisþjálfun sem krafist er en fari þó á stutt upprifjunarnámskeið næstu daga. Hagfræðingur segir Icelandair í lífróðri og að verið sé að reyna að bjarga fyrirtækinu.
Viðtal
Drífa Snædal segir Icelandair beita lúalegum brögðum
Drífa Snædal forseti ASÍ segir algerlega ótrúlegt að verða vitni að þessum vinnubrögðum Icelandair að segja öllum flugfreyjum upp og fá flugmenn til að sinna öryggisgæslu um borð frá og með næsta mánudegi.
17.07.2020 - 14:19
Uppsagnir flugfreyja hafa ekki verið afturkallaðar
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair, en síðast var fundað hjá ríkissáttasemjara á þriðjudaginn. Engar óformlegar viðræður hafa heldur farið fram að sögn Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, og engar uppsagnir verið afturkallaðar. Flugfreyjur hjá Icelandair hafa nú verið samningslausar frá 1. maí 2018.