Færslur: Flugfélög

Myndskeið
Staða innanlandsflugs erfið
Staða innanlandsflugs er orðin afar erfið og ólíklegt að hin svokallaða skoska leið leysi vanda flugfélaganna segir forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir erfitt að keppa við aðrar samgöngur sem hið opinbera niðurgreiði.
30.09.2019 - 19:48
Ballarin bar víurnar í Erni
Michele Ballarin, stofnandi hins nýja WOW Air, átti fund með forráðamönnum flugfélaginu Ernir með möguleg kaup á félaginu í huga. Forstjóri Ernis telur að Ballarin hafi haft augastað á flugrekstrarleyfi félagsins.
30.09.2019 - 11:35
Risaflugfélagið Emirates sýnir Íslandi áhuga
Emirates, ríkisflugfélag Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur undanfarið kannað möguleika á að tengja Ísland inn í gríðarstórt leiðakerfi sitt.
10.07.2019 - 14:48
Greiddi 200 milljónir til að forðast málsóknir
Fyrrverandi aðaleigandi Primera Air, Andri Már Ingólfsson, greiddi þrotabúi fyrirtækisins tæplega 200 milljónir króna til að fallið yrði frá málssóknum gegn honum.
12.06.2019 - 08:02
Þetta vitum við um flugslysin og Boeing
Fleiri farþegaþotur en 300 Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 hafa verið kyrrsettar í heiminum eftir að tvær sams konar þotur fórust. Tæp vika er síðan seinni þotan fórst í Eþíópíu. Fyrri þotan fórst í Indónesíu í október.
16.03.2019 - 10:16
Samgöngustofa fylgist með en aðhefst ekki
Samgöngustofa hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort grípa þurfi til aðgerða en fylgst er vel með hvað flugmálayfirvöld í Evrópu og í Bandaríkjunum gera. Í Evrópu hefur þróunin orðið sú að yfirvöld eiga frekar samstarf um öryggi flugrekenda frekar en að skipa þeim fyrir og refsa.
11.03.2019 - 12:01
Horfur Wow enn á huldu
Það eru erfiðir tímar í flugrekstri, tvö félög nýlega gjaldþrota og fleiri talin standa tæpt, til dæmis Wow og Norwegian. Gamalgrónu flugfélögin hafa átt erfitt með að laga sig að breyttum ferðaháttum og nýju flugfélögunum tekst að bjóða ódýr fargjöld en eru oft illa fjármögnuð og geta því illa brugðist við kostnaðarhækkunum eða færri farþegum. Og enn er þess beðið að flugfélagið Wow ljúki samningum við Indigo Partners.
21.02.2019 - 19:10
Aldrei fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll
Aldrei hafa fleiri farþegar farið um Keflavíkurflugvöll en á árinu sem nú er að líða. Tuttugu og sex flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar ef fram fer sem horfir, en erlendum flugfélögum sem fljúga hingað til lands hefur fjölgað undanfarin ár. Árið í ár var þegar orðið metár í nóvember þegar níu milljónasti farþegi ársins fór um völlinn.
29.12.2018 - 19:25
Wow aflýsir flugi á þrjá áfangastaði í vetur
Wow air hefur aflýst flugi til Stokkhólms, Edinborgar og San Fransisco í vetur, frá 5. nóvember til byrjun apríl, til hagræðingar í rekstri fyrirtækisins.
01.10.2018 - 15:17
Erfiður flugrekstur ekki kollsteypa segir Már
Seðlabankastjóri segir Wow air líklega komast fyrir vind, takist skuldabréfaútboð og öflun hlutafjár. Erfiður flugrekstur sé engin kollsteypa. 
29.08.2018 - 19:37
Fréttaskýring
Flugið, ferðaþjónustan og hagkerfisáhætta
Nú þegar ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein hagkerfisins er ljóst að flugreksturinn er veigamikill áhrifavaldur á hagvöxt. Flugfélagið WOW er í einkaeign og opinberar upplýsingar um fjárhagsstöðu þess hafa verið takmarkaðar. Samkvæmt nýjum upplýsingum um stöðu WOW er fjárhagsstaða félagsins ekki sterk.
20.08.2018 - 15:02
 · efnahagsmál · Flugfélög · Wow air · Innlent
  •