Færslur: Flugfélög

Um 300 Danir strandaglópar vegna kórónuveirunnar
Um 300 Danir eru enn strandaglópar víða um heim vegna kórónuveirufaraldursins og gengur erfiðlega að komast aftur heim til Danmerkur.
28.06.2020 - 17:55
Kyrrsetja 262 flugmenn
Yfirvöld í Pakistan hafa kyrrsett 262 flugmenn sem eru grunaðir um að hafa svindlað á flugprófum. Reuters fréttastofan greinir frá og segir leyfisveitingar til flugmanna nú vera til rannsóknar.
26.06.2020 - 18:45
Erlendir fjárfestar sýna Icelandair áhuga
Erlendir fjárfestar hafa sýnt hlutafjárútboði Icelandair áhuga, án þess að forsvarsmenn félagsins hafi haft frumkvæði að samtalinu.
Skulda milljarða vegna aflýstra flugferða
Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian skulda viðskiptavinum sínum milljarða vegna flugferða sem fljúga átti í apríl og maí, en sem var svo aflýst vegna kórónaveirufaraldursins.
12.06.2020 - 07:21
British Airways selja listaverk til að bæta fjárhaginn
Stjórnendur British Airways ætla að selja nokkur listaverk úr umfangsmiklu safni flugfélagsins til að bæta fjárhagsstöðu fyrirtækisins eftir kórónuveirufaraldurinn.
11.06.2020 - 13:51
Play með nægt fjármagn til að fljúga í haust
Play hefur aðgang að nægilegu fjármagni til að fara í loftið og ætlar flugfélagið að hefja flug í haust. 
11.06.2020 - 06:40
ESB opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun mæla með því að ríki sambandsins byrji að opna landamæri sín fyrir umferð utan Schengensvæðisins frá og með 1. júlí. Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál framkvæmdastjórnarinnar greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.
10.06.2020 - 11:17
Finnair vill 75 milljarða frá fjárfestum
Finnair vonast til að ná inn 500 milljónum evra, eða tæpum 75 milljörðum íslenskra króna, frá núverandi hluthöfum með útboði sem hófst í dag. Likt og önnur flugfélög hefur Finnair farið illa út úr kórónaveirufaraldrinum.
10.06.2020 - 09:21
Icelandair vill losna undan kaupum á 10 Max-vélum
Stjórnendur Icelandair Group skoða nú hvort að fyrirtækið geti komist undan kaupskyldu á Boeing 737-Max flugvélunum sem fyrirtækið á inni pöntun hjá Boeing flugvélaframleiðandanum fyrir. 
10.06.2020 - 06:26
Icelandair kynnti stöðu mála fyrir flugfreyjum
Icelandair boðaði flugfreyjur á starfsmannafund klukkan þrjú í dag. Upplegg fundarins var að kynna stöðu mála hjá flugfélaginu. 
09.06.2020 - 17:30
Kynnti tilboð sem flugfreyjur höfðu hafnað
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kynnti flugliðum tilboð sem Flugfreyjufélag Íslands höfðu áður hafnað á starfsmannafundi Icelandair og flugliða í dag. Icelandair boðaði flugliða á fundinn sem hófst klukkan þrjú.
09.06.2020 - 16:13
Bandaríski sjóðurinn minnkar enn frekar við sig
Lífeyrissjóður verslunarmanna er orðinn stærsti hluthafinn í Icelandair eftir að bandaríski sjóðurinn PAR Captial Management minnkaði eignarhlut sinn í félaginu.
04.06.2020 - 15:32
Reka flugfreyjur og ráða aftur á hálfum launum
Breska flugfélagið British Airways hyggst segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins og ráða svo meirihluta þeirra aftur á lægri launum. Alls verður 43.000 sagt upp um miðjan næsta mánuð og 31.000 svo boðin vinna á ný samkvæmt öðrum kjarasamningi.
26.05.2020 - 17:15
Stjórnendur Norwegian vongóðir
Stjórn norska félagsins Norwegian hefur ekki náð samkomulagi við alla kröfuhafa félagsins um að breyta skuldum félagsins í hlutafé. Norwegian verður uppiskroppa með lausafé í maí og stefnir að óbreyttu í gjaldþrot.
01.05.2020 - 20:33
Fréttaskýring
Flugfélög í miklum vandræðum
Kórónuveirufaraldurinn hefur bitnað hart á efnahagslífi alls staðar í heiminum og það á ekki síst við um ferðaþjónustu. Mörg flugfélög eiga í miklum vanda og hlutabréf hafa fallið mikið í verði. Nú þegar hefur eitt flugfélag, FlyBe, lagt upp laupana. Það var breskt og stærsta innanlandsflugfélag Evrópu og flaug einnig til smærri áfangastaða í grannlöndunum.
06.04.2020 - 15:52
Hafa tekið væntanlega söluskrifstofu á leigu
Félagið WOW air 2.0 hefur tekið á leigu húsnæði í miðborg Washingtonborgar í Bandaríkjunum. Þar stendur til að hýsa söluskrifstofu og vera með aðstöðu fyrir viðskiptavini þar sem hægt verði að fá sér kaffibolla og kanna framboð félagsins. Þetta segir Gunn­ar Steinn Páls­son, almannatengill nýja flugfélagsins. „Það verður að minnsta kosti heitt á könn­unni þarna all­an dag­inn.“
23.12.2019 - 14:57
Play: Stefna á að miðasala hefjist í janúar
Undirbúningur við stofnun flugfélagsins Play er á lokametrunum, segir María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi félagsubs. Stefnt er á að miðasala hefjist í janúar að fjármögnun lokinni.
23.12.2019 - 14:22
 · Innlent · play · flug · Flugfélög · Flugsamgöngur · Atvinnulíf
Óttast ekki að verða undir í samkeppninni
Forstjóri hins nýja flugfélags Play telur að það geti vel þrifist í samkeppni við Icelandair. Markaðssérfræðingur segir margar gildrur í flugrekstri og mikilvægt sé að læra af mistökum WOW air.
05.11.2019 - 19:58
Viðskipti · Innlent · Samgöngumál · Wow air · wab · play · flug · Flugfélög · Icelandair
WAB air verður Play og í rauðu
Flugfélagið Play, sem nokkrir fyrrverandi lykilstjórnendur WOW Air standa að, hefur sig til flugs í vetur. Félagið ætlar fyrst að vera með tvær vélar frá Airbus og fljúga til sex áfangastaða í Evrópu en strax næsta vor verður fjórum vélum bætt við og þá flogið til fjögurra borga í Norður-Ameríku. Fjármögnun félagsins er lokið, 80 prósent kemur erlendis frá en 20 prósent frá Íslandi.
05.11.2019 - 10:13
Ballarin komin aftur til Íslands
Unnið er að því að koma nýju WOW air í loftið innan nokkurra vikna og verður áherslan í fyrstu á fraktflutninga milli Keflavíkur og Washington. Stofnandinn, Michelle Ballarin, er stödd hér á landi í þeim tilgangi að vinna að framgangi hins nýja flugfélags.
Engar bætur þrátt fyrir að enda á Egilsstöðum
Tvær flugvélar Wizz Air sem voru að koma frá Póllandi þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna óveðursins. Þar var farþegum gefinn kostur að fara frá borði eða snúa aftur til Póllands. Farþegar eiga ekki rétt á bótum þótt flugfélagið hafi ekki skilað þeim á áfangastað.
Myndskeið
Staða innanlandsflugs erfið
Staða innanlandsflugs er orðin afar erfið og ólíklegt að hin svokallaða skoska leið leysi vanda flugfélaganna segir forstjóri flugfélagsins Ernis. Hann segir erfitt að keppa við aðrar samgöngur sem hið opinbera niðurgreiði.
30.09.2019 - 19:48
Ballarin bar víurnar í Erni
Michele Ballarin, stofnandi hins nýja WOW Air, átti fund með forráðamönnum flugfélaginu Ernir með möguleg kaup á félaginu í huga. Forstjóri Ernis telur að Ballarin hafi haft augastað á flugrekstrarleyfi félagsins.
30.09.2019 - 11:35
Risaflugfélagið Emirates sýnir Íslandi áhuga
Emirates, ríkisflugfélag Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur undanfarið kannað möguleika á að tengja Ísland inn í gríðarstórt leiðakerfi sitt.
10.07.2019 - 14:48
Greiddi 200 milljónir til að forðast málsóknir
Fyrrverandi aðaleigandi Primera Air, Andri Már Ingólfsson, greiddi þrotabúi fyrirtækisins tæplega 200 milljónir króna til að fallið yrði frá málssóknum gegn honum.
12.06.2019 - 08:02