Færslur: Flugfarþegar

Alþjóðaflugstöðin í Færeyjum stækkuð verulega
Til stendur að stækka flugstöðina við alþjóðaflugvöllinn í Færeyjum verulega. Þær framkvæmdir eru hluti af enn umfangsmeiri framkvæmdum við flugvöllinn sem ætlunin er að geti sinnt allt að milljón farþegum á ári.
14.01.2022 - 05:28
Um 75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember
Um það bil 75 þúsund erlendir farþegar héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli í nóvember sem er svipaður fjöldi og var í nóvember árið 2015. Bandaríkjamenn og Bretar töldu þriðjung þess fjölda. Um 47% fleiri Íslendingar hafa flogið brott gegnum Keflavík á þessu ári en því síðasta.
Um 300 flugfarþegar fastir í Álaborg vegna veðurs
Um það bil þrjú hundruð farþegar eru strandaglópar í flugstöð við flugvöllinn Álaborg í Danmörku og þurfa að hafast þar við í nótt. Vegna mikillar snjókomu var hvorki hægt að fljúga til eða frá borginni sem olli mörgum flugfarþegum miklum vonbrigðum.
02.12.2021 - 00:43
Flúðu úr flugvél sem lenti með veikan farþega
Loka þurfti einum fjölfarnasta flugvelli Spánar í um fjórar klukkustundir á föstudaginn. Allt lítur út fyrir að flóttamenn hafi gripið tækifærið og komist ólöglega inn í landið.
07.11.2021 - 06:17
Ekki lengur grímuskylda í þotum færeyska flugfélagsins
Farþegum færeyska flugfélagsins Atlantic Airways verður ekki gert skylt að bera grímur um borð í þotum félagsins frá 1. nóvember næstkomandi. Ekki er lengur skylt að bera grímu á alþjóðaflugvellinum í Færeyjum.
Löng bið um borð í þotu sem snúið var til Keflavíkur
Boeing 737 MAX þotu Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld var snúið til Keflavíkur sökum sviptivinds við Reykjavíkurflugvöll. Farþegi segir að í Keflavík hafi tekið við glundroði og ríflega einnar og hálfrar stundar bið um borð í þotunni.
Lögregla býst við verulegum árangri af auknum kröfum
Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli vonast til að hertar sóttvarnareglur á landamærum muni draga verulega úr smitum inn í landið. Verklagi verður breytt til að takast á við aukin verkefni.