Færslur: flóttinn yfir miðjarðarhaf

Ítalía
Stjórn Melonis samþykkt og formlega tekin til starfa
Öldungadeild ítalska þingsins staðfesti í gærkvöld umboð nýrrar ríkisstjórnar þegar greidd voru atkvæði um traust þingheims á forsætisráðherranum Giorgiu Meloni og ráðuneyti hennar. 115 af 200 öldungadeildarþingmönnum greiddu stjórninni atkvæði sitt en 79 voru á móti.
Miðjarðarhaf
Minnst 25.034 horfið eða drukknað frá árinu 2014
Nær 1.700 manneskjur hafa drukknað eða horfið á Miðjarðarhafinu á þessu ári og yfir 25.000 frá árinu 2014. Þetta kemur fram í skýrslu á vegum Alþjóðlegu Fólksflutningastofnunarinnar.
Fjögur dóu, 29 hurfu í hafið og einn lifði af
Fjögur létust, tuttugu og níu hurfu og eru talin af en einn hélt með naumindum lífi þegar 34 manneskjur freistuðu þess að sigla á gúmbát til Kanaríeyja frá strönd Vestur Sahara á dögunum. Spænska strandgæslan fann bátinn á laugardag viku eftir ábendingu frá áhöfn flutningaskips, sem hafði séð hann á reki um 300 kílómetra suður af Gran Canaria.
Yfir 3.000 fórust á leið yfir hafið til Evrópu í fyrra
Minnst 3.077 manns fórust eða hurfu þegar þau reyndu að ferðast sjóleiðina frá Afríku til Evrópu árið 2021. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta mun fleiri en árið 2020, þegar staðfest er að 1.776 manns fórust eða hurfu á leið sinni frá Afríku.
35 talin hafa drukknað undan Líbíuströndum í gær
Talið er að 35 manns hafi farist þegar bátskænu hvolfdi undan Líbíuströndum í gær, föstudag, samkvæmt Fólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna. Bátnum hvolfdi skammt frá líbísku hafnarborginni Sabratha, en þaðan leggur stór hluti þess afríska flóttafólks sem freistar þess að sigla yfir Miðjarðarhafið til Evrópu úr höfn.
17.04.2022 - 04:23
Danir ræða líka við Rúandamenn um málefni flóttafólks
Mattias Tesfaye, ráðherra útlendinga- og innflytjendamála í Danmörku, segir Dani eiga í viðræðum við yfirvöld í Afríkuríkinu Rúanda um að taka á móti hælisleitendum sem til Danmerkur koma. Hann ber lof á áform Breta um að senda flóttafólk og hælisleitendur til Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um hæli.
Réttarhöld yfir Salvini hafin
Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtoga Fylkingarinnar, vegna ákvörðunar hans um að koma í veg fyrir komu skips með flóttamenn um borð hófust í gær. Hann er sakaður um mannrán og að misnota völd sín sem ráðherra til þess að halda 147 flóttamönnum föngnum úti á sjó í ágúst árið 2019. Salvini á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann dæmdur.
Átta drukknuðu undan Afríkuströndum og 19 er saknað
Minnst átta manns af tveimur bátum drukknuðu undan Afríkuströndum á sunnudag þegar þau freistuðu þess að komast sjóleiðina til Evrópu. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni úr túníska dómskerfinu að minnst fjórir hefðu drukknað þegar litlum bát með 30 Túnisa, aðallega unga karlmenn, hvolfdi skammt undan austurströnd Túnis. Sjö var bjargað en 19 er enn saknað og vonir um að finna þau á lífi eru taldar hverfandi litlar.
17.10.2021 - 23:56
Tuga saknað á Miðjarðarhafi
Leit stendur yfir á Miðjarðarhafi að 57 manns eftir að báti með hátt í hundrað manns hvolfdi nokkru eftir að hann lét úr höfn í Líbíu. Förinni var heitið til Evrópu.
18.05.2021 - 15:56
Um 5.000 förufólks komust til spænsku borgarinnar Ceuta
Minnst 5.000 flótta- og förufólks komust inn í spænsku hólmlenduna Ceuta, á norðurodda Marokkós, í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Um eitt þúsund börn voru í þessum stóra hópi, samkvæmt frétt AFP. Spenna hefur færst í samskipti Spánar og Marokkós að undanförnu vegna sjúkrahúsvistar leiðtoga Polisario, sjálfstæðishreyfingar Vestur Sahara, á Spáni.
18.05.2021 - 01:16
Mörg börn á meðal 220 sem bjargað var á Miðjarðarhafi
Áhöfn björgunarskipsins Sea Eye 4, sem gert er út af þýsku hjálparsamtökunum Sea Eye, hefur bjargað ríflega 220 manns úr hafsnauð í fjórum björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafinu síðustu tvo sólarhringa.
17.05.2021 - 05:23
Bátur dreginn á land með sautján lík innanborðs
Trébátur sem sást á reki á milli Afríkustranda og Kanaríeyja fyrr í vikunni er kominn að landi með sautján lík um borð. Björgunarskip spænsku strandgæslunnar tók bátinn í tog og dró hann til Los Cristianos á Tenerife, þar sem floti líkbíla beið á bryggjunni.
29.04.2021 - 02:45
Salvini fyrir rétt í september, ákærður fyrir mannrán
Dómari hefur úrskurðað að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins og fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, verði að mæta fyrir rétt í Palermo á Sikiley hinn 15. september næstkomandi. Hann er ákærður fyrir mannrán þegar hann kom í veg fyrir að um hundraði flótta- og förufólks um borð í björgunarskipinu Open Arms yrði hleypt í land í ágúst í fyrra.
Hundruðum bjargað á Miðjarðarhafi
Yfir 370 manns sem bjargað var um borð í björgunarskipið Ocean Viking undan ströndum Líbíu á síðustu dögum fá að fara í land á Sikiley. Hjálpar- og mannúðarsamtökin SOS Mediterranee, sem gera björgunarskipið út, greindu frá þessu á Twitter í kvöld. „Mikill léttir um borð í kvöld þar sem Ocean Viking var heitið örugg höfn í Augusta á Sikiley," skrifar talsmaður samtakanna, sem segir að skipið muni að líkindum leggjast að bryggju í fyrramálið. Ítalska strandgæslan hefur þó ekki staðfest þetta enn.
25.01.2021 - 01:18
19 konur og einn karl drukknuðu undan ströndum Túnis
19 konur, þar af fjórar þungaðar, drukknuðu þegar bát þeirra hvolfdi undan ströndum Túnis í gær. Einn karlmaður fórst með bátnum en þrettán manns er enn saknað og er þeirra leitað. Alls voru 37 um borð í yfirfullu og afar lélegu manndrápsfleyinu þegar það fórst, en fjórum var bjargað.
26.12.2020 - 07:09
Frelsuðu rúmlega 20 manns úr þrælakistu á Spáni
Lögregla á Spáni bjargaði á dögunum hópi farandverkafólks úr hörmulegum aðstæðum í vöruskemmu í bænum Fuente Álamo í Murcia-héraði. Í tilkynningu lögreglu segir að fólkið hafi verið neytt til að vinna langa vinnudaga við ömurlegan aðbúnað í flokkunarstöð fyrir notuð föt, sem safnað er á Spáni og seld til Afríku. Fyrir stritið fengu þau greiddar tvær evrur á tímann, um þrjú hundruð krónur íslenskar.
225 flótta- og förumenn fá að fara í land á Ítalíu
Spænska björgunarskipið Open Arms sigldi upp að ströndum Sikileyjar í dag með 225 föru- og flóttamenn innanborðs, sem færðir voru í umsjá ítalskra yfirvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu spænsku hjálparsamtakanna sem gera skipið út. 184 fullorðnir og 71 barn frá 20 Afríkuríkjum voru flutt frá borði yfir í tvö ítölsk skip, þar sem þau munu dvelja í sóttkví á meðan gengið er úr skugga um að enginn í hópnum sé smitaður af COVID-19.
15.11.2020 - 01:13
Minnst 110 drukknuðu undan Líbíuströndum á þremur dögum
Minnst 110 flóttamenn og förufólk drukknuðu á Miðjarðarhafi síðstu þrjá dagana og 74 lík hefur þegar rekið á strendur vestanverðrar Líbíu. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að fjórir bátar flótta- og förufólks hafi farist við Líbíustrendur síðustu þrjá daga.
Björgunarskip Banksy sendir neyðarkall af Miðjarðarhafi
Björgunarskip, sem fjármagnað er af listamanninum Banksy, er nú strandaglópur á Miðjarðarhafinu með mikinn fjölda hælisleitenda um borð.
29.08.2020 - 15:37
Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley
Björgunarskipið Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley á Ítalíu og áhöfnin bíður leyfis til að halda til hafnar. Hundrað og áttatíu flóttamenn eru um borð og lýsti áhöfn skipsins yfir neyðarástandi fyrir helgi.
06.07.2020 - 11:56
SÞ: Aðstæður flóttafólks á Grikklandi skammarlegar
Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir skjótum aðgerðum til að bæta þær „hörmulegu og skammarlegu" aðstæður sem flóttafólk neyðist til að búa við í móttökumiðstöðvum á grískum eyjum. Framkvæmdastjórinn, Filippo Grandi, segir skjótra aðgerða þörf til að draga verulega úr óboðlegum þrengslum og bæta aðstæður flóttafólks í yfirfullum búðum á grísku eyjunum. Brýnast sé að auka aðgengi fólks að hreinu vatni, bæta hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu.
223 bjargað á Miðjarðarhafi á hálfum öðrum sólarhring
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking hefur bjargað 223 manns um borð í skipið í þremur björgunaraðgerðum á hálfum öðrum sólarhring. Snemma á föstudagsmorgun var 92 bjargað af yfirfullum gúmmíbát um 30 sjómílur undan Líbíuströnd, þar á meðal fjórum þunguðum konum og nokkrum kornabörnum. 32 í hópnum voru undir 18 ára aldri, þar af voru tíu fylgdarlaus börn yngri en 15 ára.
26.01.2020 - 01:39
300 bjargað af Miðjarðarhafi um jólin
Um 300 flóttamönnum og farandfólki var bjargað af bátskænum af ýmsu tagi undan Spánarströndum um jólin, samkvæmt tilkynningu frá spænsku strandgæslunni. Um 100 manns var bjargað í gær og tvöfalt fleiri á jóladag.
27.12.2019 - 06:49
60 bjargað af manndrápsfleytu á Miðjarðarhafi
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking bjargaði í kvöld 60 manns af yfirfullri og afar ótraustri bátskænu á Miðjarðarhafinu, um 60 sjómílur frá Líbíuströndum. Þriggja mánaða kornabarn og þriggja ára bróðir þess voru á meðal fólksins um borð.
29.11.2019 - 01:37
Yfir 1.000 drukknað á Miðjarðarhafi í ár
Um eða yfir 1.000 manns hafa látið lífið á leið sinni til Evrópu yfir Miðjarðarhafið það sem af er þessu ári og hátt í 600 á flóttanum frá Mið- og Suður-Ameríku norður á bóginn. Þetta er sjötta árið í röð, sem fleiri en 1.000 manneskjur farast á þessari leið, samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni, undirstofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar náið með Flóttamannahjálp samtakanna.

Mest lesið