Færslur: flóttinn yfir miðjarðarhaf

Björgunarskip Banksy sendir neyðarkall af Miðjarðarhafi
Björgunarskip, sem fjármagnað er af listamanninum Banksy, er nú strandaglópur á Miðjarðarhafinu með mikinn fjölda hælisleitenda um borð.
29.08.2020 - 15:37
Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley
Björgunarskipið Ocean Viking liggur við akkeri undan Sikiley á Ítalíu og áhöfnin bíður leyfis til að halda til hafnar. Hundrað og áttatíu flóttamenn eru um borð og lýsti áhöfn skipsins yfir neyðarástandi fyrir helgi.
06.07.2020 - 11:56
SÞ: Aðstæður flóttafólks á Grikklandi skammarlegar
Framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir skjótum aðgerðum til að bæta þær „hörmulegu og skammarlegu" aðstæður sem flóttafólk neyðist til að búa við í móttökumiðstöðvum á grískum eyjum. Framkvæmdastjórinn, Filippo Grandi, segir skjótra aðgerða þörf til að draga verulega úr óboðlegum þrengslum og bæta aðstæður flóttafólks í yfirfullum búðum á grísku eyjunum. Brýnast sé að auka aðgengi fólks að hreinu vatni, bæta hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu.
223 bjargað á Miðjarðarhafi á hálfum öðrum sólarhring
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking hefur bjargað 223 manns um borð í skipið í þremur björgunaraðgerðum á hálfum öðrum sólarhring. Snemma á föstudagsmorgun var 92 bjargað af yfirfullum gúmmíbát um 30 sjómílur undan Líbíuströnd, þar á meðal fjórum þunguðum konum og nokkrum kornabörnum. 32 í hópnum voru undir 18 ára aldri, þar af voru tíu fylgdarlaus börn yngri en 15 ára.
26.01.2020 - 01:39
300 bjargað af Miðjarðarhafi um jólin
Um 300 flóttamönnum og farandfólki var bjargað af bátskænum af ýmsu tagi undan Spánarströndum um jólin, samkvæmt tilkynningu frá spænsku strandgæslunni. Um 100 manns var bjargað í gær og tvöfalt fleiri á jóladag.
27.12.2019 - 06:49
60 bjargað af manndrápsfleytu á Miðjarðarhafi
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking bjargaði í kvöld 60 manns af yfirfullri og afar ótraustri bátskænu á Miðjarðarhafinu, um 60 sjómílur frá Líbíuströndum. Þriggja mánaða kornabarn og þriggja ára bróðir þess voru á meðal fólksins um borð.
29.11.2019 - 01:37
Yfir 1.000 drukknað á Miðjarðarhafi í ár
Um eða yfir 1.000 manns hafa látið lífið á leið sinni til Evrópu yfir Miðjarðarhafið það sem af er þessu ári og hátt í 600 á flóttanum frá Mið- og Suður-Ameríku norður á bóginn. Þetta er sjötta árið í röð, sem fleiri en 1.000 manneskjur farast á þessari leið, samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni, undirstofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar náið með Flóttamannahjálp samtakanna.
182 flóttamenn fá að fara í land á Ítalíu
182 flóttamönnum sem nú eru um borð í norska björgunarskipinu Ocean Viking, þar á meðal mæðrum með kornabörn, verður heimilað að fara í land í ítölsku hafnarborginni Messina. Samtökin Læknar án landamæra, sem taka þátt í björgunarstarfi Ocean Viking, greindu frá þessu á Twitter í kvöld. Fólkinu var bjargað af tveimur yfirfullum fleytum á Miðjarðarhafi á miðvikudag og fimmtudag.
23.09.2019 - 01:29
Hafa bjargað 218 manns á þremur dögum
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking, sem starfar með alþjóðlegu hjálparsamtökunum Læknar án landamæra, bjargaði í kvöld 36 manns af yfirfullum trébáti á Miðjarðarhafinu, um 28 kílómetra frá ítölsku eyjunni Lampedusa. 218 flóttamenn eru nú um borð í skipinu.
20.09.2019 - 00:38
73 bjargað á Miðjarðarhafi
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking, sem starfar með samtökunum Læknum án landamæra, bjargaði í gær 73 flóttamönnum, körlum, konum og börnum, af yfirfullum gúmbjörgunarbát undan Líbíuströnd. Á twittersíðu Lækna án landamæra kemur fram að nokkur þeirra sem um borð voru hafi verið löðrandi í eldsneyti, sem lekið hafði úr eldsneytisgeyminum.
19.09.2019 - 06:42
85 bjargað af Miðjarðarhafi
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking, sem gert er út af samtökunum SOS Méditerranée og Læknum án landamæra, bjargaði í gær 85 flóttamönnum af gúmmituðru á Miðjarðarhafi. Ekki liggur fyrir hvar skipið fær að sigla til hafnar, en það verður að minnsta kosti ekki í Noregi, segir utanríkisráðherra Noregs.
10.08.2019 - 02:23
Malta meinar björgunarskipi að taka olíu
Stjórnvöld á Möltu ganga nú skrefinu lengra en áður í að hindra björgunarstarfsemi frjálsra félagasamtaka á Miðjarðarhafi. Möltustjórn hefur ítrekað neitað að leyfa flóttafólki sem bjargað hefur verið um borð skip slíkra samtaka að stíga á land á Möltu. Í gærkvöld gerðist það svo þegar björgunarskipið Ocean Viking hugðist taka olíu á Möltu, að því var meinað um að gera það, að sögn talskonu samtakanna SOS Méditerranée, sem gerir skipið út í samstarfi við Lækna án landamæra.
08.08.2019 - 06:22
62 lík flóttafólks dregin úr Miðjarðarhafinu
Óttast er að um 150 hafi drukknað þegar bátur með flóttafólk á leið til Evrópu, sökk undan Líbíuströnd í gær. Rauði Krossinn í Líbíu segir að 62 lík hafi verið dregin úr sjónum nú degi eftir að báturinn sökk. Talið er þetta sé mannskæðasta slys af þessu tagi í Miðjarðarhafinu það sem af er ári.
26.07.2019 - 21:00
Óttast að 150 hafi drukknað undan Líbíuströnd
Óttast er að um eða yfir 150 manns hafi drukknað þegar bátur, yfirfullur af flóttafólki á leið til Evrópu, sökk undan Líbíuströnd í gær, fimmtudag. Er þetta að líkindum mannskæðasta slysið af þessu tagi það sem af er ári.
141 bjargað milli Spánar og Marokkó
141 flóttamanni var bjargað um borð í skip spænsku strandgæslunnar í dag, á hafsvæðinu milli Spánar og Marokkó. Spænsk yfirvöld greina frá þessu. Flóttafólkinu var bjargað af misgæfulegum og yfirfullum fleytum af ýmsu tagi.
13.07.2019 - 22:56
Tugum flóttamanna bjargað á Miðjarðarhafi
Þýska björgunarskipið Alan Kurdi kom 44 flóttamönnum til bjargar við strönd Líbíu. Að sögn skipverja strandaði bátur flóttamannanna. Deutsche Welle hefur eftir þýsku hjálparsamtökunum Sea-Eye, sem gera út björgunarskipið, að maltneski herinn hafi mætt björgunarskipinu, tekið við flóttamönnunum og flutt þá í land.
09.07.2019 - 06:16
Kom flóttafólki í örugga höfn og var handtekin
Carola Rackete, skipstjóri þýska björgunarskipsins Sea Watch 3, var handtekin skömmu eftir að hún sigldi skipi sínu til hafnar á eyjunni Lampedusa í gærkvöld með 40 flóttamenn innanborðs, í trássi við bann ítalskra stjórnvalda. Bátar ítölsku strandgæslunnar hafa hindrað björgunarskipið í að taka höfn á Lampedusa um tveggja vikna skeið en í gær var Rackete nóg boðið og tók strikið í land, enda andlegri og líkamlegri heilsu flóttafólksins farið að hraka mjög að sögn talsmanna Sea Watch-samtakanna.
Þrýst á Ítali að hleypa flóttafólki í land
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þrýsta nú mjög á ítölsk stjórnvöld um að hleypa flóttafólki um borð í þýska björgunarskipinu Sea Watch 3 í land.
Skipstjóri SeaWatch hundsar tilskipun Salvinis
Skipstjóri þýska björgunarskipsins Sea Watch 3 hundsaði í gær tilskipun ítalska innanríkisráðherrans og varaforsætisráðherrans Matteos Salvinis, sem kveður á um að ekki megi sigla inn í ítalska lögsögu með flóttafólk sem bjargað hefur verið af Miðjarðarhafi að viðlögðum háum sektum.
Segja þýskt björgunarskip ógna öryggi Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld hafna því algjörlega að taka á móti þeim 64 flóttamönnum sem áhöfn þýska björgunarskipsins Alan Kurdi bjargaði af yfirfullum gúmbát á Miðjarðarhafinu á miðvikudag. Þá vara ítölsk yfirvöld yfirmenn skipsins við því að sigla inn í ítalska lögsögu. Utanríkisráðherra Ítalíu, Enzo Moavero Milanesi, ritaði þýska sendiherranum í Róm bréf þar sem hann segir það ógna þjóðaröryggi Ítalíu, fari skipsstjórnendur gegn þessum fyrirmælum.
64 bjargað af vélarvana bát á Miðjarðarhafi
Áhöfn björgunarskipsins Alan Kurdi bjargaði í gær 64 manneskjum af gúmbjörgunarbáti á Miðjarðarhafinu. Um eða yfir 50 manns er saknað. Alan Kurdi er gert út af þýsku hjálparsamtökunum Sea Eye. Samkvæmt tilkynningu frá Sea Eye barst áhöfn skipsins hjálparbeiðni frá sjálfboðaliðasamtökum sem reka neyðarlínu fyrir fólk í hafnauð, þar sem ekkert samband náðist við yfirvöld í landi eða fulltrúa þeirra á sjó.
Orban varar við „hryðjuverkaveirunni“
Forsætisráðherra Ungverjalands hvetur landa sína til að verja kristnar þjóðir gegn straumi innflytjenda, sem hann segir orsök þess sem hann kallar „hryðjuverkaveiruna."
Björgunarskip nefnt Alan Kurdi
Björgunarskip þýsku mannúðarsamtakanna Sea Eye fékk í gær nýtt nafn. Skipið, sem áður var rannsóknaskip og hét Prófessor Albrecht Penck, heitir nú Alan Kurdi, eftir þriggja ára gömlum sýrlenskum dreng af kúrdískum uppruna sem drukknaði í Miðjarðarhafinu og skolaði á land á tyrkneskri strönd haustið 2015. Faðir hans, Abdullah Kurdi, gaf skipinu nafn við hátíðlega athöfn í höfninni í Palma de Mallorca.
11.02.2019 - 05:54
49 flóttamenn fengu loksins að fara í land
49 flóttamenn sem verið hafa á hrakningi í tveimur skipum á Miðjarðarhafinu undanfarið fengu loks að fara í land á Möltu í dag, eftir að maltversk yfirvöld fengu fyrirheit um að fólkið fengi í framhaldinu hæli í öðrum Evrópuríkjum. 32 í þessum hópi var bjargað um borð í þýska björgunarskipið Sea Watch 2 hinn 22. desember, en áhöfn björgunarskipsins Sea Eye, sem einnig er rekið af þýskum björgunarsamtökum, bjargaði hinum 17 hinn 29. desember.
180 bjargað af Miðjarðarhafi
Maltnesk stjórnvöld heimiluðu í dag landgöngu 180 manns sem bjargað var af tveimur bátum í hafnauð suður af landinu. 49 manna hópur flótta- og farandfólks sem hjálparsamtök björguðu á dögunum eru hins vegar enn um borð í björgunarfleyjunum, í algjörri óvissu um framhaldið og versnandi veðri. Það var eftirlitsskip maltneska flotans sem sinnti neyðarkalli tveggja báta og bjargaði 28 úr gúmmítuðru um 130 kílómetra frá Möltuströndum og 152 til viðbótar af laslegu tréskipi suður af landinu.
01.01.2019 - 02:22