Færslur: flótti

Almennir borgarar enn sagðir vera í stálverksmiðjunni
Enn er sagt öruggt að minnst eitt hundrað almennir borgarar hafist við í Azov-stálverksmiðjunni í hafnarborginni Mariupol. Rússneskar hersveitir hafa lengi setið um verksmiðjuna og láta sprengjum rigna yfir hana. Rússar gerðu sprengjuárás á hafnarborgina Odesa í kvöld.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Björgun úr Azov-stálverksmiðjunni fram haldið á morgun
Um það bil eitt hundrað almennir borgarar hafa verið fluttir á brott úr Azov-stálverksmiðjunni í úkraínsku hafnarborginni Mariupol. Rússneskt herlið hefur setið um borgina vikum saman.
Tíu fangar og lögreglumaður féllu við flóttatilraun
Tíu fangar og lögreglumaður létust við flóttatilraun úr fangelsi á Haítí á föstudaginn var. Þrír lögreglumenn til viðbótar særðust alvarlega og verða fluttir til Kúbu til læknismeðferðar að sögn talsmanns lögregluyfirvalda.